Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 16:00 Göngufólk á leiðinni til að bera gosið augum að næturlagi. Vísir/Vilhelm Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. Upphaflega bárust fregnir frá Lögreglunni á Hvolsvelli um eldgos og tilheyrandi öskufalli í eða við Eyjafjallajökul. Síðar kom í ljós að gosið var hraungos norðarlega í Fimmvörðuhálsi, rétt austan við Eyjafjallajökul. Hraunrennslið úr gossprungunni myndaði um 200 metra hraunfoss, þann hæsta í heimi, og rann hraunið niður í gil í grennd við gossprunguna. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð, fjöldahjálparstöðvar opnaðar og helstu hættusvæði rýmd. Byrjað var strax í upphafi að rýma bæi í Fljótshlíð og við Markarfljót. Fyrstu nóttina voru íbúar í Fljótshlíðinni og svæðunum vestan Markarfljóts sendir til Hvolsvallar og Hellu en aðrir fóru í Skálakot. Íbúar í Skógum fóru til Víkur í Mýrdal. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdist með gosinu og má sjá brot af bestu myndum hans í albúminu að neðan. Fjöldi fólks lagði land undir fót og skellti sér í göngu á Fimmvörðuháls til að bera gosið augum.Vísir/VilhelmMagnaðir litir í eldgosinu.Vísir/VilhelmKeflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli var lokað um tíma vegna gossins. Vísir/VilhelmFjölmargir hættu sér ansi nálægt gosinu.Vísir/VilhelmUpp, upp, upp á fjall...Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að um náttúruaflasýningu hafi verið að ræða.Vísir/VilhelmLiturinn á eldgosinu var allt frá gulum yfir í rauðan, appelsínugulum yfir í bleikan.Vísir/VilhelmSkálinn í Langadal í Þórsmörk þar sem margur Íslendingurinn hefur hreiðrað um sig í svefnpoka í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Neyðarlínan sendi eftirfarandi SMS-skilaboð til íbúa: „Upplýsingar til íbúa, eldgos er hafið í Eyjafjallajökli norðaustan til, nánari upplýsingar síðar.“ Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins var lokað 21. mars en þó þurfti að rýma nokkra bæi. Fyrsta tilkynning um gosið barst klukkan 23:58 frá Múlakoti og þá var TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunar, send af stað. Gosið hófst í um 0,5-1 km langri sprungu, norðarlega í Fimmvörðuhálsi en ekki undir sjálfum jökulinum. Hraunið myndaði háan foss er það rann niður í Hrunagil. 22. mars færðist gosið í aukana og mökkurinn varð að líkindum átta kílómetra hár. 31. mars opnaðist ný gossprunga um 200 m norðan við upphaflegu sprunguna. Við það minnkaði virknin í eldri sprungunni til muna og um viku síðar var virknin orðin að engu. Hraunið rann þá að mestu í Hvannárgil. Þegar sprungan opnaðist var nokkur fjöldi göngufólks ekki langt frá og var það flutt með þyrlum af hættusvæðinu. Gosinu var lokið þann 13. apríl en strax daginn eftir hófst eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Textinn að ofan er að mestu unnin úr Wikipedia-síðunni um eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Tímamót Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. Upphaflega bárust fregnir frá Lögreglunni á Hvolsvelli um eldgos og tilheyrandi öskufalli í eða við Eyjafjallajökul. Síðar kom í ljós að gosið var hraungos norðarlega í Fimmvörðuhálsi, rétt austan við Eyjafjallajökul. Hraunrennslið úr gossprungunni myndaði um 200 metra hraunfoss, þann hæsta í heimi, og rann hraunið niður í gil í grennd við gossprunguna. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð, fjöldahjálparstöðvar opnaðar og helstu hættusvæði rýmd. Byrjað var strax í upphafi að rýma bæi í Fljótshlíð og við Markarfljót. Fyrstu nóttina voru íbúar í Fljótshlíðinni og svæðunum vestan Markarfljóts sendir til Hvolsvallar og Hellu en aðrir fóru í Skálakot. Íbúar í Skógum fóru til Víkur í Mýrdal. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdist með gosinu og má sjá brot af bestu myndum hans í albúminu að neðan. Fjöldi fólks lagði land undir fót og skellti sér í göngu á Fimmvörðuháls til að bera gosið augum.Vísir/VilhelmMagnaðir litir í eldgosinu.Vísir/VilhelmKeflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli var lokað um tíma vegna gossins. Vísir/VilhelmFjölmargir hættu sér ansi nálægt gosinu.Vísir/VilhelmUpp, upp, upp á fjall...Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að um náttúruaflasýningu hafi verið að ræða.Vísir/VilhelmLiturinn á eldgosinu var allt frá gulum yfir í rauðan, appelsínugulum yfir í bleikan.Vísir/VilhelmSkálinn í Langadal í Þórsmörk þar sem margur Íslendingurinn hefur hreiðrað um sig í svefnpoka í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Neyðarlínan sendi eftirfarandi SMS-skilaboð til íbúa: „Upplýsingar til íbúa, eldgos er hafið í Eyjafjallajökli norðaustan til, nánari upplýsingar síðar.“ Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins var lokað 21. mars en þó þurfti að rýma nokkra bæi. Fyrsta tilkynning um gosið barst klukkan 23:58 frá Múlakoti og þá var TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunar, send af stað. Gosið hófst í um 0,5-1 km langri sprungu, norðarlega í Fimmvörðuhálsi en ekki undir sjálfum jökulinum. Hraunið myndaði háan foss er það rann niður í Hrunagil. 22. mars færðist gosið í aukana og mökkurinn varð að líkindum átta kílómetra hár. 31. mars opnaðist ný gossprunga um 200 m norðan við upphaflegu sprunguna. Við það minnkaði virknin í eldri sprungunni til muna og um viku síðar var virknin orðin að engu. Hraunið rann þá að mestu í Hvannárgil. Þegar sprungan opnaðist var nokkur fjöldi göngufólks ekki langt frá og var það flutt með þyrlum af hættusvæðinu. Gosinu var lokið þann 13. apríl en strax daginn eftir hófst eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Textinn að ofan er að mestu unnin úr Wikipedia-síðunni um eldgosið á Fimmvörðuhálsi.
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Tímamót Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira