Lægstu laun ekkert skert við skert starfshlutfall Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 18:32 Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Allir þeir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund eða minna í laun á mánuði munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum samkvæmt aðgerðum stjórnvalda, en samanlagt geta greiðslurnar aldrei verið hærri en 700 þúsund. Færa má starfshlutfallið allt niður í 25 prósnet af fullu starfi. Sá sem nú er með 600 þúsund kónur á mánuði fengi 82 prósent samanlagt í bætur og laun og maður með milljón á mánuði fengi 59% af launum sínum samanlagt í launum og bótum. „Við boðuðum það þegar mælt var fyrir málinu að hlutirnir væru að breytast hratt og við þyrftum að stíga inn af meiri krafti heldur en þar var boðað, sem þó var myndarlegt. Þessi aðgerð að meðal annars fara upp í sjötíu og fimm prósent hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn,“ sagði Ásmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, miklu víðfeðmara en vissulega fer þar af leiðandi það fjármagn sem fer í þetta mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu tólf til tuttugu milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið,“ segir Ásmundur og bætir við að heildarupphæðin sé meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Upphaflega hafi verið áætlað um að einn og hálfur milljarður færi í aðgerðirnar. „Ég held það sé orðið mjög aðkallandi að við klárum þetta. Við höfum unnið þetta í góðu samstarfi við nefndina og mikilvægt að klára þetta á morgun. Ég veit að nefndin er núna að vinna í nefndaráliti og öðru. Þetta stóra verkefni getur komist af stað strax á morgun.“ Breytingarnar gilda út maímánuð og segir Ásmundur mikilvægt að skoða hvað muni svo taka við. „Það er það sem við þurfum að ræða í framhaldinu. Hlutirnir eru að breytast mjög hratt í okkar samfélagi og við vitum það að það mun þurfa að taka eitthvað við. Það er það sem á að forma á þessum tíma. Þetta skref er orðið gríðarlega myndarlegt og verður líklega eitt af stærstu útspilum stjórnvalda núna í þessum pakka“ segir Ásmundur sem vonar að samstaða náist um málið. Vísir Vísir Vísir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira