Rúnar: Dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 12:15 s2s/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“ Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Sjá meira