Rúnar: Dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 12:15 s2s/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“ Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Íslandsmeistararnir séu ekki hættir að æfa saman vegna samkomubannsins sem nú ríkir á Íslandi en liðið æfir í minni hópum; sex til sjö leikmenn saman og mikil áhersla sé lögð á líkamlega þáttinn. Rúnar var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en farið var um víðan völl í viðtalinu. Fyrst var rætt um samkomubannið og áhrif þess á fótboltann á Íslandi. „Þetta breytir öllum okkar undirbúningi og setur allt úr skorðum. Þjálfarar skipuleggja sig með það að leiðarljósi að vera klárir í fyrsta leik. Við áttum leik 13. apríl og svo 22. apríl í Pepsi-Max og lokamarkmiðið var að vera klárir á þeim tímapunkti,“ sagði Rúnar og hélt áfram: „Þetta breytist allt núna og við vitum ekki hvenær Íslandsmótið hefst. Við þurfum að breyta því hvernig við æfum og bíða og sjá hvenær þessu banni getur verið aflétt svo við getum allir farið að æfa saman. Þetta eru mjög erfiðir tímar og erfitt að skipuleggja sig.“ Klippa: Rúnar um æfingar KR í samkomubanninu „Við verðum að hlýða því sem er sagt og passa upp á samfélagið okkar. Það er það dýrmætasta í stöðunni í dag og við finnum alltaf út úr þessu þegar nær dregur.“ Rúnar segir að KR-ingar séu ekki hættir að æfa heldur æfa þeir í litlum hópum og sé mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Við prófuðum okkur áfram í vikunni. Við vorum með sex leikmenn á æfingu á fullum fótboltavelli. Við dreifðum vel úr okkur og pössuðum okkur að vera ekki nálægt hvor öðrum. Við eyddum klukkutíma í að sparka löngum sendingum á milli og fá að snerta boltann.“ „Aðaláherslan var lögð á hlaup. Spretti og lengri hlaup og þessa úthaldsþjálfun sem við þurfum að sinna núna. Sú æfing hófst hálf níu að morgni og búinn hálf tíu. Svo kom næsti hópur klukkan tólf og svo sá Bjarni Guðjónsson um æfingu sem hófst klukkan fimm. Við skiptumst þessu niður á þrjár æfingar sama daginn. Við reyndum að fá það besta út úr æfingunni.“
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Sjá meira