Á dagskrá í dag: Heimildaþættir og körfuboltaveisla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2020 06:00 Auðunn Blöndal og Katrín Tanja verða á skjánum í dag. Stöð 2 Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira