Innlent

Fjarlægðu hvalshræ á Langanesi

Sylvía Hall skrifar
Varðskipið Þór fjarlægði hræið.
Varðskipið Þór fjarlægði hræið. Landhelgisgæslan

Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalshræ sem lá í fjörunni fyrir neðan flugvöllinn á Þórshöfn á Langanesi í morgun. Óttast var að ólyktin frá hræinu gæti haft áhrif á æðavarp í grenndinni.

Frá vettvangi. Landhelgisgæslan

Hvalrekinn varð við bæinn Syðra Lón í Langanesbyggð um páskana en um þrettán metra langan hnúfubak var að ræða.

Aðstæður á vettvangi voru góðar og gekk því vel að koma hvalnum á flot. Varðskipið fór upp á um ellefu metra dýpi undir kjöl þar sem um 400 metrar voru í land og fór áhöfnin með dráttartaugar á léttbátum að hvalnum.

Stefnt er að því að fara með hvalinn austnorðaustur af Langanesi en það mun ráðast af straumum og vindum á svæðinu samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×