Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 13:19 Bernie Senders segist vera að hugsa sinn gang. AP/Evan Vucci Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17