Er tími fjarvinnu runninn upp? Kristín I. Hálfdánardóttir skrifar 18. apríl 2020 14:00 Undanfarnar vikur hafa landsmenn uppgötvað ýmislegt merkilegt. Nú vita allir hvað Teams og Zoom er og flestir hafa lofsamað tímasparnaðinn sem fólginn er í því að þurfa hvorki að ferðast á né af fundum. Þar að auki lýkur fundum mun fyrr – við segjum það sem segja þarf og höldum svo áfram að vinna. Margir stjórnendur hafa tekið eftir því að fjarfundir gera fólki erfiðara að grípa fram í án þess að það sé augljóst. Þar af leiðandi eru fundirnir skilvirkari og stjórnendur fá meira út úr starfsmönnum sínum. Margir hafa nefnilega tekið eftir því að innhverfir starfsmenn blómstra á fjarfundum og tala öruggari heiman frá sér. Getur einmitt verið að tækifærið í Covid-krísunni sé að við gerum alvöru úr því að fjölga stöðugildum í fjarvinnu? Nú vitum við að þetta er hægt og við vitum líka að við getum náð frábærum árangri með því að vinna fjarri höfuðstöðvum (sérstaklega ef við erum ekki með börnin okkar á handleggnum og heimaskóla í gangi). Hugtakið fjarvinna kom fram á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Hugmyndin virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar og nú er lag að hrinda henni í framkvæmd. Undirrituð skrifaði síðasta vor lokaritgerð í viðskiptafræði um fjarvinnu á Íslandi. Litið var á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Í fyrsta lagi getur fjarvinna verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Í öðru lagi geta fjarvinnustörf stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Í þriðja lagi gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar óháð búsetu. Síðast en ekki síst vilja öll fyrirtæki spara húsnæðiskostnað. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni. Ritgerðin leiddi í ljós ákveðna stöðnun bæði í umræðu og framkvæmd þessara mála hér á Íslandi. Hugmyndin hefur ekki að verulegu marki drifið frá kenningum og kosningaloforðum yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heima á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi en nú er tækifæri til aðgerða. Hversu mörg störf á landsbyggðinni verður hægt að búa til eftir heimsfaraldurinn, nú þegar við vitum að þetta er hægt? Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa landsmenn uppgötvað ýmislegt merkilegt. Nú vita allir hvað Teams og Zoom er og flestir hafa lofsamað tímasparnaðinn sem fólginn er í því að þurfa hvorki að ferðast á né af fundum. Þar að auki lýkur fundum mun fyrr – við segjum það sem segja þarf og höldum svo áfram að vinna. Margir stjórnendur hafa tekið eftir því að fjarfundir gera fólki erfiðara að grípa fram í án þess að það sé augljóst. Þar af leiðandi eru fundirnir skilvirkari og stjórnendur fá meira út úr starfsmönnum sínum. Margir hafa nefnilega tekið eftir því að innhverfir starfsmenn blómstra á fjarfundum og tala öruggari heiman frá sér. Getur einmitt verið að tækifærið í Covid-krísunni sé að við gerum alvöru úr því að fjölga stöðugildum í fjarvinnu? Nú vitum við að þetta er hægt og við vitum líka að við getum náð frábærum árangri með því að vinna fjarri höfuðstöðvum (sérstaklega ef við erum ekki með börnin okkar á handleggnum og heimaskóla í gangi). Hugtakið fjarvinna kom fram á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Hugmyndin virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar og nú er lag að hrinda henni í framkvæmd. Undirrituð skrifaði síðasta vor lokaritgerð í viðskiptafræði um fjarvinnu á Íslandi. Litið var á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Í fyrsta lagi getur fjarvinna verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Í öðru lagi geta fjarvinnustörf stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Í þriðja lagi gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar óháð búsetu. Síðast en ekki síst vilja öll fyrirtæki spara húsnæðiskostnað. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni. Ritgerðin leiddi í ljós ákveðna stöðnun bæði í umræðu og framkvæmd þessara mála hér á Íslandi. Hugmyndin hefur ekki að verulegu marki drifið frá kenningum og kosningaloforðum yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heima á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi en nú er tækifæri til aðgerða. Hversu mörg störf á landsbyggðinni verður hægt að búa til eftir heimsfaraldurinn, nú þegar við vitum að þetta er hægt? Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun