Lífið

Glastonbury-hátíðin blásin af

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glastonbury hátíðin er ein sú vinsælasta í heiminum. 
Glastonbury hátíðin er ein sú vinsælasta í heiminum.  Andrew Hasson/Getty Images)

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta 50 ára afmælishátíð Glastonbury.

Þessi vinsæla tónlistarhátíð átti að fara fram dagana 24. til 28. júní og verður hún haldin árið 2021. Er þetta gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Frá þessu greindu skipuleggjendur í morgun á Twitter. Miðar þeirra 135 þúsund sem þegar höfðu keypt miða á hátíðina verða gildir á næsta ári.

Búist er einfaldlega við því að sömu listamenn komi fram á næsta ári en meðal þeirra sem áttu að stíga á svið í sumar voru meðal annars Taylor Swift, Lana Del Rey, Paul McCartney, Kendrick Lamar, Camila Cabello, Dua Lipa, Diana Ross og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×