Almennt ekki hægt að afpanta vöru eða þjónustu án þess að greiða seljanda bætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2020 11:11 Fjölda viðburða hefur frestað eða aflýst hér á landi undanfarið vegna kórónuveirunnar með tilheyrandi tjóni fyrir þá sem leigja sali og tækjabúnað, veitingamenn og þá sem hafa atvinnu af því að skemmta landanum. Vísir/Getty Afpöntun á vöru og/eða þjónustu sem þegar hefur verið bókuð getur almennt ekki farið fram bótalaust. Sá sem afpantar vöruna og/eða þjónustu þarf að minnsta kosti að greiða þeim sem hann bókaði hjá bætur vegna afpöntunarinnar. Bæturnar nema þá útgjöldum söluaðilans eða töpuðum hagnaði hans af vörunni eða þjónustunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein hæstaréttarlögmannanna Arnars Þórs Stefánssonar og Víðis Smára Petersen í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag. Greinin ber yfirskriftina „Covid og réttarreglur um afpöntun á vöru og þjónustu“. Í greininni segir að nú þegar kórónuveiran gangi yfir heimsbyggðina þá reyni á ýmsar reglur laga og réttar sem komi sjaldan til skoðunar. Hæst beri reglur sem snúi að því hvað gerist þegar ekki sé hægt, eða að minnsta mjög erfitt að efna gerða samninga vegna ráðstafana sem gripið hefur verið til vegna veirunnar. Sem dæmi megi taka þegar ýmsum viðburðum sé frestað eða aflýst og afpöntun á vörum og þjónusta sem búið sé að bóka. Meginreglan sú að samninga skal halda „Meginregla kröfu- og samningaréttar er sú að samninga skal halda, þ.e. gerðir samningar skulu standa. Það þýðir að menn geta almennt ekki afleiðingalaust ákveðið einhliða að hætta við að efna samning. Þegar menn hafa skuldbundið sig til að kaupa vöru eða þjónustu með samningi, munnlegum eða skriflegum, geta þeir ekki afpantað vöruna eða þjónustuna, nema að greiða endurgjaldið eða a.m.k. skaðabætur vegna þess tjóns sem viðsemjandinn verður fyrir vegna þessa. Við mat á þessu geta þó ýmis sjónarmið haft þýðingu, t.d. hvort afpöntun hafi átt sér stað með nægilegum fyrirvara, hvort seljandinn getur forðað tjóni með því að selja öðrum viðkomandi vöru,“ segir í greininni. Líklegast um altjón að ræða hjá veitingamanninum Fjallað hefur verið um svona mál í fjölmiðlum í tengslum við kórónuveiruna þar sem til að mynda fjölda árshátíða hjá fyrirtækjum hefur verið frestað eða aflýst með tilheyrandi tjóni fyrir veitingamenn og skemmtikrafta svo dæmi séu tekin. Í grein þeirra Arnars og Víðis er einmitt tekið dæmi um árshátíð fyrirtækis sem búið er að bóka: „Búið er að leigja sal, panta veitingar og þjónustu starfsfólks og skemmtikrafta. Skömmu fyrir veisluna vill sá sem hana ætlaði að halda afpanta þjónustuna og allt sem henni tilheyrir og ber við COVID-19 faraldrinum og bönnum stjórnvalda. Þrátt fyrir þessa afpöntun þarf sá sem pantaði almennt að greiða fyrir hið pantaða að því marki sem sá sem pantað var af verður fyrir tjóni. Ef veitingamaðurinn væri þegar búinn að útbúa veitingarnar væri líklegast um altjón að ræða sem kaupandi yrði að bæta nema að veitingamaðurinn gæti selt þær öðrum (sem verður að teljast ólíklegt). Hvað varðar hin leigðu salarkynni reynir á hvort leigusalinn geti leigt öðrum í staðinn. Sé það ekki hægt á hann rétt til bóta frá þeim sem pantaði sem nemur töpuðum hagnaði, að líkindum hinu umsamda leigugjaldi, að frádregnum kostnaði leigusalans. Hið sama gildir um þjóna og skemmtikrafta, nema að þeir geti fundið aðra veislu í stað hinnar á sama eða svipuðum tíma.“ Skynsamlegt að setja skilmála um afpöntun Segja þeir Arnar og Víðir að af þessu leiði það að afpöntun á þegar bókaðri vöru og þjónustu geti almennt ekki farið fram bótalaust. Sá sem afpantar þurfi að minnsta kosti að borga þeim sem hann bókaði hjá bætur vegna afpöntunarinnar sem nemur þá útgjöldum söluaðila eða töpuðum hagnaði hans af vörunni eða þjónustunni. Frá öllu slíku megi þó auðvitað víkja með samningi aðila sem er þá gerður samhliða pöntun: „[…] en alla jafna er því þó ekki fyrir að fara að kaupendur eða seljendur vöru og þjónustu hafi sér til fulltingis samningsákvæði sem koma þeim að haldi. Þá getur það gerst að aðilar semji um skilmála afpöntunarinnar eftir að atvik sem henni valda koma upp, svo sem að halda veisluna síðar, og tempra þannig tjónið. Þær meginreglur sem hér hafa verið nefndar eru matskenndar og hvílir á seljanda að sýna fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni og að afpöntun hafi leitt til óhagræðis fyrir hann. Af þeim sökum getur verið skynsamlegt fyrir þá sem selja vöru eða veita þjónustu að setja sér skilmála um afpöntun. Slíkt horfir til einföldunar og hægðarauka fyrir seljanda. Sem dæmi um slíka skilmála má nefna að kaupandi verði að afpanta með tilteknum fyrirvara (t.d. innan tiltekins daga- eða viknafjölda), annars þurfi hann að greiða fyrir þjónustuna í heild eða að hluta. Þá gæti seljandi krafið kaupanda um fyrirframgreiðslu að hluta sem ekki fáist endurgreidd þrátt fyrir afpöntun. Skilmálar sem þessir eru algengir á ýmsum sviðum viðskiptalífsins, en semja verður sérstaklega um atriði af þessum toga – annars gilda hinar matskenndu meginreglur,“ segir í grein þeirra Arnars og Víðis sem lesa má í heild sinni á vef Fréttablaðsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Afpöntun á vöru og/eða þjónustu sem þegar hefur verið bókuð getur almennt ekki farið fram bótalaust. Sá sem afpantar vöruna og/eða þjónustu þarf að minnsta kosti að greiða þeim sem hann bókaði hjá bætur vegna afpöntunarinnar. Bæturnar nema þá útgjöldum söluaðilans eða töpuðum hagnaði hans af vörunni eða þjónustunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein hæstaréttarlögmannanna Arnars Þórs Stefánssonar og Víðis Smára Petersen í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag. Greinin ber yfirskriftina „Covid og réttarreglur um afpöntun á vöru og þjónustu“. Í greininni segir að nú þegar kórónuveiran gangi yfir heimsbyggðina þá reyni á ýmsar reglur laga og réttar sem komi sjaldan til skoðunar. Hæst beri reglur sem snúi að því hvað gerist þegar ekki sé hægt, eða að minnsta mjög erfitt að efna gerða samninga vegna ráðstafana sem gripið hefur verið til vegna veirunnar. Sem dæmi megi taka þegar ýmsum viðburðum sé frestað eða aflýst og afpöntun á vörum og þjónusta sem búið sé að bóka. Meginreglan sú að samninga skal halda „Meginregla kröfu- og samningaréttar er sú að samninga skal halda, þ.e. gerðir samningar skulu standa. Það þýðir að menn geta almennt ekki afleiðingalaust ákveðið einhliða að hætta við að efna samning. Þegar menn hafa skuldbundið sig til að kaupa vöru eða þjónustu með samningi, munnlegum eða skriflegum, geta þeir ekki afpantað vöruna eða þjónustuna, nema að greiða endurgjaldið eða a.m.k. skaðabætur vegna þess tjóns sem viðsemjandinn verður fyrir vegna þessa. Við mat á þessu geta þó ýmis sjónarmið haft þýðingu, t.d. hvort afpöntun hafi átt sér stað með nægilegum fyrirvara, hvort seljandinn getur forðað tjóni með því að selja öðrum viðkomandi vöru,“ segir í greininni. Líklegast um altjón að ræða hjá veitingamanninum Fjallað hefur verið um svona mál í fjölmiðlum í tengslum við kórónuveiruna þar sem til að mynda fjölda árshátíða hjá fyrirtækjum hefur verið frestað eða aflýst með tilheyrandi tjóni fyrir veitingamenn og skemmtikrafta svo dæmi séu tekin. Í grein þeirra Arnars og Víðis er einmitt tekið dæmi um árshátíð fyrirtækis sem búið er að bóka: „Búið er að leigja sal, panta veitingar og þjónustu starfsfólks og skemmtikrafta. Skömmu fyrir veisluna vill sá sem hana ætlaði að halda afpanta þjónustuna og allt sem henni tilheyrir og ber við COVID-19 faraldrinum og bönnum stjórnvalda. Þrátt fyrir þessa afpöntun þarf sá sem pantaði almennt að greiða fyrir hið pantaða að því marki sem sá sem pantað var af verður fyrir tjóni. Ef veitingamaðurinn væri þegar búinn að útbúa veitingarnar væri líklegast um altjón að ræða sem kaupandi yrði að bæta nema að veitingamaðurinn gæti selt þær öðrum (sem verður að teljast ólíklegt). Hvað varðar hin leigðu salarkynni reynir á hvort leigusalinn geti leigt öðrum í staðinn. Sé það ekki hægt á hann rétt til bóta frá þeim sem pantaði sem nemur töpuðum hagnaði, að líkindum hinu umsamda leigugjaldi, að frádregnum kostnaði leigusalans. Hið sama gildir um þjóna og skemmtikrafta, nema að þeir geti fundið aðra veislu í stað hinnar á sama eða svipuðum tíma.“ Skynsamlegt að setja skilmála um afpöntun Segja þeir Arnar og Víðir að af þessu leiði það að afpöntun á þegar bókaðri vöru og þjónustu geti almennt ekki farið fram bótalaust. Sá sem afpantar þurfi að minnsta kosti að borga þeim sem hann bókaði hjá bætur vegna afpöntunarinnar sem nemur þá útgjöldum söluaðila eða töpuðum hagnaði hans af vörunni eða þjónustunni. Frá öllu slíku megi þó auðvitað víkja með samningi aðila sem er þá gerður samhliða pöntun: „[…] en alla jafna er því þó ekki fyrir að fara að kaupendur eða seljendur vöru og þjónustu hafi sér til fulltingis samningsákvæði sem koma þeim að haldi. Þá getur það gerst að aðilar semji um skilmála afpöntunarinnar eftir að atvik sem henni valda koma upp, svo sem að halda veisluna síðar, og tempra þannig tjónið. Þær meginreglur sem hér hafa verið nefndar eru matskenndar og hvílir á seljanda að sýna fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni og að afpöntun hafi leitt til óhagræðis fyrir hann. Af þeim sökum getur verið skynsamlegt fyrir þá sem selja vöru eða veita þjónustu að setja sér skilmála um afpöntun. Slíkt horfir til einföldunar og hægðarauka fyrir seljanda. Sem dæmi um slíka skilmála má nefna að kaupandi verði að afpanta með tilteknum fyrirvara (t.d. innan tiltekins daga- eða viknafjölda), annars þurfi hann að greiða fyrir þjónustuna í heild eða að hluta. Þá gæti seljandi krafið kaupanda um fyrirframgreiðslu að hluta sem ekki fáist endurgreidd þrátt fyrir afpöntun. Skilmálar sem þessir eru algengir á ýmsum sviðum viðskiptalífsins, en semja verður sérstaklega um atriði af þessum toga – annars gilda hinar matskenndu meginreglur,“ segir í grein þeirra Arnars og Víðis sem lesa má í heild sinni á vef Fréttablaðsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira