Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan þar sem skráð voru 585 dauðsföll.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá spænskum heilbrigðisyfirvöldum sem birt var skömmu fyrir hádegi. Alls eru því skráð 20.043 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni.
Spánn er eitt af þeim ríkjum sem hefur farið sérstaklega illa út úr kórónuveirufaraldrinum, en þar í landi eru skráð smit nú 191.726. Í gær stóð fjöldinn í 188.068.
Spánn er þriðja ríkið þar sem dauðsföllin af völdum Covid-19 fara yfir 20 þúsund. Í Bandaríkjunum eru skráð dauðsföll nú 37.175 og á Ítalíu er fjöldinn 22.745. Í Frakklandi telja dauðsföllin nú 18.681.