Guðmundur heim í sóttkví | „Ég er bara í sérherbergi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 07:00 Guðmundur Guðmundsson segir komandi landsleiki við Sviss í algjörri óvissu. vísir/getty „Ég er bara í sóttkví heima hjá mér, og uppi í sumarbústað. Það er samfélagsleg skylda mín og ég fylgi því,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem kom heim til Íslands frá Þýskalandi á mánudaginn vegna kórónuveirunnar. Guðmundur ákvað að halda heimleiðis eftir að ljóst var að lið hans Melsungen mætti ekki æfa næstu tvær vikurnar, vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Tveir leikmenn í þýsku 1. deildinni, báðir úr liði Rhein-Neckar Löwen, hafa greinst með smit. Aðeins um 20 dagar eru síðan að Guðmundur tók við Melsungen en þá var kórónuveiran lítið til umræðu. Hún hefur hins vegar dreift hratt úr sér í Evrópu og er Þýskaland nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu. Því fór Guðmundur beint í sóttkví eftir komuna til Íslands, en hann dvelur til skiptis einangraður frá fjölskyldu sinni á eigin heimili eða í sumarbústað hennar. Kom heim þegar æfingabann var sett á „Þetta þýðir bara að ég má ekki hafa samneyti við annað fólk út á við. Ég má fara út í göngutúr en við erum bara aðskilin hérna á heimilinu. Ég tek þetta alvarlega og bíð þess að það komi í ljós hver staðan er. Ég er bara í sérherbergi,“ segir Guðmundur við Vísi. „Það var ekki um annað að ræða en að koma heim. Það var komið æfingabann á liðið, það er að segja við máttum ekki æfa saman inni í íþróttahúsum. Því var það ákveðið sem fyrsta skref að við tækjum 14 daga pásu frá sameiginlegum æfingum, og þýska deildin ákvað að það yrði ekki spilað eftir 22. apríl. Svo breytist allt bara dag frá degi og ég kom heim vegna þess að allt daglegt líf var bara að breytast,“ segir Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson á sumarbústað við Þingvallavatn þar sem hann getur varið tíma í sóttkví.vísir/getty Að Guðmundi vitandi hefur enginn hjá Melsungen veikst af COVID-19 til þessa. Keppni í Þýskalandi og Evrópukeppnum hefur verið frestað um óákveðinn tíma en lærisveinar Guðmundar halda sér í formi í einrúmi: „Þeir æfa eftir plani frá mér fyrir næstu tvær vikur. Það er þrekþjálfari á staðnum sem starfar með mér og hann sér um lyftingarnar. Mönnum er ekki heimilt að æfa saman en það er búið að útvega æfingaaðstöðu sem stendur ekki öðrum til boða, þar sem menn þurfa svo að æfa hver í sínu lagi. Við erum svo með mjög fullkominn tækjabúnað sem menn eru með á sér og þeir þurfa svo að skila gögnum um hvað þeir gera til okkar,“ segir Guðmundur. Líst gríðarlega vel á félagið Stuttur tími hans hjá Melsungen hefur auðvitað markast af kórónuveirunni en Guðmundi líst vel á nýja félagið: „Þegar ég kom út til félagsins, 26. febrúar, þá var ekki einu sinni verið að tala um þessa veiru. Svo bara gerist þetta mjög hratt og veiran fer eins og eldur um sinu. Auðvitað er þetta mjög sérstakt að vera í þessari stöðu eftir svona skamman tíma hjá nýju félagi. En mér líst gríðarlega vel á allt hjá félaginu. Þarna er afar vel haldið utan um öll mál og það er gott að starfa þarna, miðað við það sem ég hef reynt til þessa.“ Það veit enginn hvað verður Næstu leikir íslenska landsliðsins eru umspilsleikir við Sviss, um sæti á HM, sem áætlað er að fari fram í júní. Ef leikirnir fara fram á þeim tíma er spurning hvernig ástand leikmanna verður og hve lengi þeir hafa verið að spila með sínum félagsliðum fram að landsleikjunum. „Maður er bara ekki kominn þangað, satt best að segja. Það veit enginn hvað verður. Hvað tekur þetta langan tíma? Verður öllu slegið á frest? Liðið mitt er í þýsku deildinni, Evrópukeppni og undanúrslitum þýska bikarsins. Það er búið að setja undanúrslitin á í lok júní en það er kannski meira til að halda þeim möguleika opnum. Það veit enginn hvað gerist. Þetta eru mjög sérstakir tímar,“ segir Guðmundur, og bætir við: „Nú er búið að loka landamærum allra Evrópusambandsríkjanna í mánuð. Það er mikið af erlendum leikmönnum í þýsku deildinni sem eru farnir til sinna landa og eiga ekki afturkvæmt næstu 30 dagana. Það flækir málin nema að eitthvað breytist í millitíðinni. Þetta er auðvitað ástand sem að enginn hefur reynslu af.“ Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðmundur mætir meisturunum í fyrsta leik sínum í þýsku deildinni í sex ár Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen sækja Þýskalandsmeistara síðustu tveggja ára, Flensburg, heim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 4. mars 2020 14:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
„Ég er bara í sóttkví heima hjá mér, og uppi í sumarbústað. Það er samfélagsleg skylda mín og ég fylgi því,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem kom heim til Íslands frá Þýskalandi á mánudaginn vegna kórónuveirunnar. Guðmundur ákvað að halda heimleiðis eftir að ljóst var að lið hans Melsungen mætti ekki æfa næstu tvær vikurnar, vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Tveir leikmenn í þýsku 1. deildinni, báðir úr liði Rhein-Neckar Löwen, hafa greinst með smit. Aðeins um 20 dagar eru síðan að Guðmundur tók við Melsungen en þá var kórónuveiran lítið til umræðu. Hún hefur hins vegar dreift hratt úr sér í Evrópu og er Þýskaland nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu. Því fór Guðmundur beint í sóttkví eftir komuna til Íslands, en hann dvelur til skiptis einangraður frá fjölskyldu sinni á eigin heimili eða í sumarbústað hennar. Kom heim þegar æfingabann var sett á „Þetta þýðir bara að ég má ekki hafa samneyti við annað fólk út á við. Ég má fara út í göngutúr en við erum bara aðskilin hérna á heimilinu. Ég tek þetta alvarlega og bíð þess að það komi í ljós hver staðan er. Ég er bara í sérherbergi,“ segir Guðmundur við Vísi. „Það var ekki um annað að ræða en að koma heim. Það var komið æfingabann á liðið, það er að segja við máttum ekki æfa saman inni í íþróttahúsum. Því var það ákveðið sem fyrsta skref að við tækjum 14 daga pásu frá sameiginlegum æfingum, og þýska deildin ákvað að það yrði ekki spilað eftir 22. apríl. Svo breytist allt bara dag frá degi og ég kom heim vegna þess að allt daglegt líf var bara að breytast,“ segir Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson á sumarbústað við Þingvallavatn þar sem hann getur varið tíma í sóttkví.vísir/getty Að Guðmundi vitandi hefur enginn hjá Melsungen veikst af COVID-19 til þessa. Keppni í Þýskalandi og Evrópukeppnum hefur verið frestað um óákveðinn tíma en lærisveinar Guðmundar halda sér í formi í einrúmi: „Þeir æfa eftir plani frá mér fyrir næstu tvær vikur. Það er þrekþjálfari á staðnum sem starfar með mér og hann sér um lyftingarnar. Mönnum er ekki heimilt að æfa saman en það er búið að útvega æfingaaðstöðu sem stendur ekki öðrum til boða, þar sem menn þurfa svo að æfa hver í sínu lagi. Við erum svo með mjög fullkominn tækjabúnað sem menn eru með á sér og þeir þurfa svo að skila gögnum um hvað þeir gera til okkar,“ segir Guðmundur. Líst gríðarlega vel á félagið Stuttur tími hans hjá Melsungen hefur auðvitað markast af kórónuveirunni en Guðmundi líst vel á nýja félagið: „Þegar ég kom út til félagsins, 26. febrúar, þá var ekki einu sinni verið að tala um þessa veiru. Svo bara gerist þetta mjög hratt og veiran fer eins og eldur um sinu. Auðvitað er þetta mjög sérstakt að vera í þessari stöðu eftir svona skamman tíma hjá nýju félagi. En mér líst gríðarlega vel á allt hjá félaginu. Þarna er afar vel haldið utan um öll mál og það er gott að starfa þarna, miðað við það sem ég hef reynt til þessa.“ Það veit enginn hvað verður Næstu leikir íslenska landsliðsins eru umspilsleikir við Sviss, um sæti á HM, sem áætlað er að fari fram í júní. Ef leikirnir fara fram á þeim tíma er spurning hvernig ástand leikmanna verður og hve lengi þeir hafa verið að spila með sínum félagsliðum fram að landsleikjunum. „Maður er bara ekki kominn þangað, satt best að segja. Það veit enginn hvað verður. Hvað tekur þetta langan tíma? Verður öllu slegið á frest? Liðið mitt er í þýsku deildinni, Evrópukeppni og undanúrslitum þýska bikarsins. Það er búið að setja undanúrslitin á í lok júní en það er kannski meira til að halda þeim möguleika opnum. Það veit enginn hvað gerist. Þetta eru mjög sérstakir tímar,“ segir Guðmundur, og bætir við: „Nú er búið að loka landamærum allra Evrópusambandsríkjanna í mánuð. Það er mikið af erlendum leikmönnum í þýsku deildinni sem eru farnir til sinna landa og eiga ekki afturkvæmt næstu 30 dagana. Það flækir málin nema að eitthvað breytist í millitíðinni. Þetta er auðvitað ástand sem að enginn hefur reynslu af.“
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðmundur mætir meisturunum í fyrsta leik sínum í þýsku deildinni í sex ár Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen sækja Þýskalandsmeistara síðustu tveggja ára, Flensburg, heim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 4. mars 2020 14:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Guðmundur mætir meisturunum í fyrsta leik sínum í þýsku deildinni í sex ár Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen sækja Þýskalandsmeistara síðustu tveggja ára, Flensburg, heim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 4. mars 2020 14:30