Opið bréf sem er ekki í viðhengi Finnur Pálmi Magnússon skrifar 17. mars 2020 16:30 Kæri stjórnandi menntastofnunar, leikskóla eða tómstundafélags, Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að halda mér upplýstum um framgang barnsins míns og helstu viðburði á vegum stofnunarinnar. Mig langaði samt að benda vinalega á að þessari áráttu með að setja allar upplýsingar í viðhengi verður að ljúka. Það eru engin rök fyrir því að þvinga okkur sem veitum póstunum viðtöku að opna PDF skjöl til að komast að efni póstins. Svo ekki sé talað um Word skjöl. Ég er ekki með Word á símanum mínum. Einu rökin sem ég hef heyrt sem styðja við þessa viðhengja áráttu er að þannig sé hægt að hafa betri stjórn á letri og uppsetningu. Það á bara ekki við um tölvupóst. Þér er frjálst að vera skapandi með Comic sans þegar prentaðar eru út tilkynningar sem eiga að fara á veggi. En þegar lesa skal tölvupóst, þá erum við með alls kyns tæki og forrit sem sem við höfum valið og stilt til að lesa texta á því sniði sem hentar okkur. Rök sem mæla með því að skrifa efni tölvupósts í sjálfan tölvupóstinn: Færri smellir og tímasparnaður; Maður opnar póstinn og les efnið. Leit; Það er betri stuðningur við að leita í efni póstins en viðhengjum. Maður gæti þá fundið gamla póstinn með páskabingóinu þegar mikið liggur á. Þessu tengt, þá er listgrein að tilgreina efni póstins greinilega í Subject línunni svo maður endi ekki með 20 pósta sem allir hafa titilinn Tilkynning í viðhengi. Öryggi; Það er sífellt verið að brýna fyrir fólki að opna ekki viðhengi vegna hættu á vírusum. Þið eruð að þjálfa fólk til að opna viðhengi margoft á dag. Aðgengi; Fólk les pósta í símum og á tölvuskjám í mismunandi forritum sem þeim henta. Fólk sem sér illa, hefur litblindu eða aðra skerðingu getur þannig ráðið hvaða letur og litir eru notaðir í lestri á pósti. Þú ert að taka fram fyrir hendur á þessu fólki með því að senda PDF viðhengi. Samskipti; Tölvupóstar eru hannaðir í tvíátta samskipti og ef ég hefði áhuga á að svara póstinum með því að vitna í hluta hans, þá er það einfaldara ef efnið er í sjálfum póstinum. Tökum nú höndum saman og hættum þessu. Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist. Í næsta bréfi mun ég fjalla um möguleikann á því að bjóða fólki á viðburði með því að nota dagatals virkni tölvupóstforrita. Þar er í lagi að setja viðhengi. Með vinsemd og virðingu. Finnur Pálmi Magnússon foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Netöryggi Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Kæri stjórnandi menntastofnunar, leikskóla eða tómstundafélags, Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að halda mér upplýstum um framgang barnsins míns og helstu viðburði á vegum stofnunarinnar. Mig langaði samt að benda vinalega á að þessari áráttu með að setja allar upplýsingar í viðhengi verður að ljúka. Það eru engin rök fyrir því að þvinga okkur sem veitum póstunum viðtöku að opna PDF skjöl til að komast að efni póstins. Svo ekki sé talað um Word skjöl. Ég er ekki með Word á símanum mínum. Einu rökin sem ég hef heyrt sem styðja við þessa viðhengja áráttu er að þannig sé hægt að hafa betri stjórn á letri og uppsetningu. Það á bara ekki við um tölvupóst. Þér er frjálst að vera skapandi með Comic sans þegar prentaðar eru út tilkynningar sem eiga að fara á veggi. En þegar lesa skal tölvupóst, þá erum við með alls kyns tæki og forrit sem sem við höfum valið og stilt til að lesa texta á því sniði sem hentar okkur. Rök sem mæla með því að skrifa efni tölvupósts í sjálfan tölvupóstinn: Færri smellir og tímasparnaður; Maður opnar póstinn og les efnið. Leit; Það er betri stuðningur við að leita í efni póstins en viðhengjum. Maður gæti þá fundið gamla póstinn með páskabingóinu þegar mikið liggur á. Þessu tengt, þá er listgrein að tilgreina efni póstins greinilega í Subject línunni svo maður endi ekki með 20 pósta sem allir hafa titilinn Tilkynning í viðhengi. Öryggi; Það er sífellt verið að brýna fyrir fólki að opna ekki viðhengi vegna hættu á vírusum. Þið eruð að þjálfa fólk til að opna viðhengi margoft á dag. Aðgengi; Fólk les pósta í símum og á tölvuskjám í mismunandi forritum sem þeim henta. Fólk sem sér illa, hefur litblindu eða aðra skerðingu getur þannig ráðið hvaða letur og litir eru notaðir í lestri á pósti. Þú ert að taka fram fyrir hendur á þessu fólki með því að senda PDF viðhengi. Samskipti; Tölvupóstar eru hannaðir í tvíátta samskipti og ef ég hefði áhuga á að svara póstinum með því að vitna í hluta hans, þá er það einfaldara ef efnið er í sjálfum póstinum. Tökum nú höndum saman og hættum þessu. Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist. Í næsta bréfi mun ég fjalla um möguleikann á því að bjóða fólki á viðburði með því að nota dagatals virkni tölvupóstforrita. Þar er í lagi að setja viðhengi. Með vinsemd og virðingu. Finnur Pálmi Magnússon foreldri.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun