Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 12:32 Tobba Marínós fer um víðan völl í þættinum. Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn
Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira