Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 12:32 Tobba Marínós fer um víðan völl í þættinum. Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Einkalífið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn
Einkalífið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira