Allt að tíu stiga frost í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2020 08:40 Frostþoka á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Vísir/Egill Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld. Annars verður hægviðri víðast hvar um land og bjart með köflum en vestanlands er von á stöku él framan af degi. Í kvöld ætti þó að vera orðið bjart og viðbúið að nýtt ár hefjist með hægri breytilegri átt og bjartviðri að því er segir í athugasemd veðurfræðings. Þó eru einhverjar líkur á þokulofti við sjóinn suðvestan til í kvöld og í nótt. Frost verður á bilinu núll til tíu stig frá morgni og fram eftir degi. „Þótt veður sé oft fallegt í hægum vindi og köldu lofti þá fylgir því að það verður lítil blöndun í loftinu næst jörðu og því er útlit fyrir að flugeldaryk muni víða safnast upp og loftgæði dvína,“ skrifar veðurfræðingur. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur varaði við því á Twitter síðu sinni í gærkvöldi að loftgæði myndu minnka hratt af völdum flugeldamengunar. Hún hefur jafnframt hvatt fólk til að styrkja björgunarsveitirnar með öðrum hætti en að kaupa flugelda. Annað kvöld, sem svo illa vill til að er líka flugeldahátíð er spáð 0-2 m/s á höfuðborgarsvæðinu. Og stöðugu lofti sem þýðir engin lóðrétt blöndun. Flugeldamengun hleðst upp og loftgæði minnka hratt. #skjótumrótum pic.twitter.com/jOSAmqIf40— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 30, 2020 Árleg áminning. Þið *þurfið* ekki að kaupa flugelda. Þið getið alveg styrkt björgunarsveitirnar án þess að fara fram á eitthvað(mengandi flugelda) í staðinn. Þannig virka góðverk líka best.— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 28, 2020 Umhverfisstofnun bendir jafnframt á mengandi áhrif af völdum flugelda á samfélagsmiðlum í gær. Við minnum á þessa 2 ára gömlu umfjöllun á vef okkar. Í ár eru engar brennur en eins og sést á línuritinu þá hafa þær teljandi áhrif á loftgæðin á gamlárskvöld en eru samt ekki toppurinn.Það eru flugeldarnir sem eru aðalmengunarvaldurinn.https://t.co/5OwhI88lkN pic.twitter.com/cr5KeDO9vG— Umhverfisstofnun (@umhverfis) December 30, 2020 Seint á morgun, nýársdag, er annars búist við vaxandi sunnanátt vestan til á landinu og þykknar upp og hlýnar víða. Dálítil rigning annað kvöld. Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands: Hæg breytileg átt en norðvestan 8-13 m/s austast til hádegis. Víða bjartviðri en skýjað með köflum og stöku él um landið vestanvert framan af degi. Líkur á þokulofti suðvestantil í kvöld. Frost 2 til 13 stig í byggð en allt að 17 stig til fjalla. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt vestantil á morgun og hægt hlýnandi veður, 8-15 m/s síðdegis. Þykknar upp með lítilsháttar úrkomu á Vestur- og Suðvesturlandi annað kvöld. Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum sunnan og vestanlands, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðan og austanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Suðvestan eða sunnan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-20 með slyddu á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga átt með úrkomu á köflum flestum landshlutum. Hiti í kringum frostmark. Á miðvikudag: Útlit fyrir hvassa norðanátt og snjókomu eða él, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri. Veður Flugeldar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Annars verður hægviðri víðast hvar um land og bjart með köflum en vestanlands er von á stöku él framan af degi. Í kvöld ætti þó að vera orðið bjart og viðbúið að nýtt ár hefjist með hægri breytilegri átt og bjartviðri að því er segir í athugasemd veðurfræðings. Þó eru einhverjar líkur á þokulofti við sjóinn suðvestan til í kvöld og í nótt. Frost verður á bilinu núll til tíu stig frá morgni og fram eftir degi. „Þótt veður sé oft fallegt í hægum vindi og köldu lofti þá fylgir því að það verður lítil blöndun í loftinu næst jörðu og því er útlit fyrir að flugeldaryk muni víða safnast upp og loftgæði dvína,“ skrifar veðurfræðingur. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur varaði við því á Twitter síðu sinni í gærkvöldi að loftgæði myndu minnka hratt af völdum flugeldamengunar. Hún hefur jafnframt hvatt fólk til að styrkja björgunarsveitirnar með öðrum hætti en að kaupa flugelda. Annað kvöld, sem svo illa vill til að er líka flugeldahátíð er spáð 0-2 m/s á höfuðborgarsvæðinu. Og stöðugu lofti sem þýðir engin lóðrétt blöndun. Flugeldamengun hleðst upp og loftgæði minnka hratt. #skjótumrótum pic.twitter.com/jOSAmqIf40— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 30, 2020 Árleg áminning. Þið *þurfið* ekki að kaupa flugelda. Þið getið alveg styrkt björgunarsveitirnar án þess að fara fram á eitthvað(mengandi flugelda) í staðinn. Þannig virka góðverk líka best.— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) December 28, 2020 Umhverfisstofnun bendir jafnframt á mengandi áhrif af völdum flugelda á samfélagsmiðlum í gær. Við minnum á þessa 2 ára gömlu umfjöllun á vef okkar. Í ár eru engar brennur en eins og sést á línuritinu þá hafa þær teljandi áhrif á loftgæðin á gamlárskvöld en eru samt ekki toppurinn.Það eru flugeldarnir sem eru aðalmengunarvaldurinn.https://t.co/5OwhI88lkN pic.twitter.com/cr5KeDO9vG— Umhverfisstofnun (@umhverfis) December 30, 2020 Seint á morgun, nýársdag, er annars búist við vaxandi sunnanátt vestan til á landinu og þykknar upp og hlýnar víða. Dálítil rigning annað kvöld. Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands: Hæg breytileg átt en norðvestan 8-13 m/s austast til hádegis. Víða bjartviðri en skýjað með köflum og stöku él um landið vestanvert framan af degi. Líkur á þokulofti suðvestantil í kvöld. Frost 2 til 13 stig í byggð en allt að 17 stig til fjalla. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt vestantil á morgun og hægt hlýnandi veður, 8-15 m/s síðdegis. Þykknar upp með lítilsháttar úrkomu á Vestur- og Suðvesturlandi annað kvöld. Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum sunnan og vestanlands, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðan og austanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Suðvestan eða sunnan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-20 með slyddu á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga átt með úrkomu á köflum flestum landshlutum. Hiti í kringum frostmark. Á miðvikudag: Útlit fyrir hvassa norðanátt og snjókomu eða él, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri.
Veður Flugeldar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira