Stjórnvöld hunsa ráðleggingar sérfræðinga um sykur- og alkóhólneyslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 20:41 Í fyrsta sinn eru ráðleggingarnar um alkhóhólneyslu útskýrðar. Sumir hafa haldið að eitt glas á dag þýddi bæði eitt glas á dag eða sjö glös einn dag í viku en nú hefur verið tekið fyrir þann misskilning. Eitt glas skal það vera á dag, óuppsafnanlegt. Bandarísk stjórnvöld hunsuðu ráðleggingar vísindamanna þegar ný viðmið um ráðlagða dagskammta voru gefin úr. Ráðgjafanefnd hafði mælt með því að ráðlögð neysla sykurs og alkóhóls yrðu minnkuð en ekki var farið að tillögum nefndarinnar. Umrædd viðmið um ráðlagða dagskammta eru uppfærð á fimm ára fresti, síðast í gær. Það vakti athygli að ýmis viðmið stóðu óbreytt, þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga. Þeir höfðu til dæmis lagt til að hlutfall viðbætts sykurs yrði minnkað úr tíu prósentum daglegra hitaeininga í sex prósent. Það var ekki gert. Þá var mælt með því að karlmönnum yrði ráðlagt að neyta aðeins eins áfengs drykkjar á dag, líkt og konum, en viðmiðið er enn tveir drykkir. Hin nýju en lítt endurbættu viðmið hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars fyrir að taka ekki tillit til þátta á borð við Covid-19 faraldursins eða ábendinga vísindamanna um að ráðleggingarnar taki mið af þáttum á borð við fæðuöryggi og langvarandi sjúkdóma. Undir tveggja ára eiga ekki að fá viðbættan sykur Í tillögum sínum benti ráðgjafanefndin meðal annrs á að viðbættur sykur ætti þátt í þyngdaraukningu og offitu, sem hefðu verið tengd við langvarandi sjúkdóma á borð við áunna sykursýki. Meira en tveir þriðjuhlutar fullorðinna Bandaríkjamanna eru í yfirþyngd eða þjást af offitu en offita og áunnin sykursýki eru meðal áhættuþátta alvarlegra veikinda í kjölfar Covid-19 smits. Það sem er nýtt í ráðleggingunum er að í fyrsta sinn er tekið fram að börn undir tveggja ára aldri ættu ekki að neita viðbætts sykurs en hann er að finna í ýmsum matvælum sem börnum eru gefin, til að mynda morgunmat og safadrykkjum. Ráðleggingarnar eru ekki bara bókstafur á pappír heldur hafa þær ýmis áhrif á daglegt líf. Skólamáltíðir eru til dæmis hannaðar í kringum þær og þá hafa þær áhrif á útgáfu matarmiða fyrir fátæka. Matur Heilsa Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Umrædd viðmið um ráðlagða dagskammta eru uppfærð á fimm ára fresti, síðast í gær. Það vakti athygli að ýmis viðmið stóðu óbreytt, þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga. Þeir höfðu til dæmis lagt til að hlutfall viðbætts sykurs yrði minnkað úr tíu prósentum daglegra hitaeininga í sex prósent. Það var ekki gert. Þá var mælt með því að karlmönnum yrði ráðlagt að neyta aðeins eins áfengs drykkjar á dag, líkt og konum, en viðmiðið er enn tveir drykkir. Hin nýju en lítt endurbættu viðmið hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars fyrir að taka ekki tillit til þátta á borð við Covid-19 faraldursins eða ábendinga vísindamanna um að ráðleggingarnar taki mið af þáttum á borð við fæðuöryggi og langvarandi sjúkdóma. Undir tveggja ára eiga ekki að fá viðbættan sykur Í tillögum sínum benti ráðgjafanefndin meðal annrs á að viðbættur sykur ætti þátt í þyngdaraukningu og offitu, sem hefðu verið tengd við langvarandi sjúkdóma á borð við áunna sykursýki. Meira en tveir þriðjuhlutar fullorðinna Bandaríkjamanna eru í yfirþyngd eða þjást af offitu en offita og áunnin sykursýki eru meðal áhættuþátta alvarlegra veikinda í kjölfar Covid-19 smits. Það sem er nýtt í ráðleggingunum er að í fyrsta sinn er tekið fram að börn undir tveggja ára aldri ættu ekki að neita viðbætts sykurs en hann er að finna í ýmsum matvælum sem börnum eru gefin, til að mynda morgunmat og safadrykkjum. Ráðleggingarnar eru ekki bara bókstafur á pappír heldur hafa þær ýmis áhrif á daglegt líf. Skólamáltíðir eru til dæmis hannaðar í kringum þær og þá hafa þær áhrif á útgáfu matarmiða fyrir fátæka.
Matur Heilsa Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira