Segist eitt af „líkamsræktarsmitunum“ jafnvel þótt ekki sé vitað hvar hún smitaðist Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 17:44 World Class sagði á dögunum upp 90 starfsmönnum. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn World Class hafa birt erindi frá konu sem segir farir sínar ekki sléttar af smitrakningu í kjölfar Covid-19 greiningar en smitið hafi verið sett í flokk smita á líkamsræktarstöðvum, jafnvel þótt hún hefði getað smitast á ótal öðrum stöðum. Samkvæmt frásögn konunnar greindist hún 3. október síðastliðinn og þegar smitrakningarteymið hafði samband sagði hún eins og var; að hún væri önnum kafin hágreiðslukona, að hún væri von að sækja börn sín í leikskóla og grunnskóla, og verslaði jafnan í ákveðinni Krónuverslun. Að auki stundaði hún ræktina. „Það eina sem þau spurðu mig útí af þessum stöðum var hvert ég hefði farið á æfingu. Ég svaraði „í World Class“ og þau spurðu hvaða World Class stöð og ég sagði í Laugum. Ég fór í tvo tíma þar þegar það var opið fyrir hópatíma og ég vissi nákvæmlega hvar ég hefði verið og klukkan hvað og hverjir voru næst mér í þessum tímum. Það smitaðist enginn af þeim sem ég var með í tíma né þjálfarinn sem gekk sjálfur frá búnaði fyrir og eftir tíma,“ segir konan. Að hennar sögn var smitið rakið til World Class, jafnvel þótt ekki væri hægt að staðfesta hvar hún hefði smitast. Hún væri því eitt af þeim 73 smitum sem yfirvöld segðu hafa verið rakin til líkamsræktarstöðva. „Þau höfðu engan áhuga á að vita í hvaða litlu Krónu verslun ég fór í eftir æfingu, sem ég vissi klukkan hvað ég fór í, en þau vildu bara vita hvaða æfingastöð ég fór í,“ segir hún. Þess ber að geta að eins og þekkt er þá hafa eigendur World Class ítrekað lýst óánægju sinni með lokun líkamsræktarstöðva í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Frásögnin í heild. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Samkvæmt frásögn konunnar greindist hún 3. október síðastliðinn og þegar smitrakningarteymið hafði samband sagði hún eins og var; að hún væri önnum kafin hágreiðslukona, að hún væri von að sækja börn sín í leikskóla og grunnskóla, og verslaði jafnan í ákveðinni Krónuverslun. Að auki stundaði hún ræktina. „Það eina sem þau spurðu mig útí af þessum stöðum var hvert ég hefði farið á æfingu. Ég svaraði „í World Class“ og þau spurðu hvaða World Class stöð og ég sagði í Laugum. Ég fór í tvo tíma þar þegar það var opið fyrir hópatíma og ég vissi nákvæmlega hvar ég hefði verið og klukkan hvað og hverjir voru næst mér í þessum tímum. Það smitaðist enginn af þeim sem ég var með í tíma né þjálfarinn sem gekk sjálfur frá búnaði fyrir og eftir tíma,“ segir konan. Að hennar sögn var smitið rakið til World Class, jafnvel þótt ekki væri hægt að staðfesta hvar hún hefði smitast. Hún væri því eitt af þeim 73 smitum sem yfirvöld segðu hafa verið rakin til líkamsræktarstöðva. „Þau höfðu engan áhuga á að vita í hvaða litlu Krónu verslun ég fór í eftir æfingu, sem ég vissi klukkan hvað ég fór í, en þau vildu bara vita hvaða æfingastöð ég fór í,“ segir hún. Þess ber að geta að eins og þekkt er þá hafa eigendur World Class ítrekað lýst óánægju sinni með lokun líkamsræktarstöðva í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Frásögnin í heild.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31 Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. 29. desember 2020 19:31
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44
Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51
Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. 10. desember 2020 18:11