„Vondur tímapunktur til að hætta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2020 11:01 Atli Viðar Björnsson er þriðji markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. stöð 2 sport Markaskorararnir Atli Viðar Björnsson og Patrick Pedersen voru þeir síðustu sem voru kynntir í draumaliði áratugarins. Atli Viðar og Pedersen voru til umfjöllunar í sjötta og síðasta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Í þáttunum sögðu sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem leikmennirnir sjálfir segja frá sínum ferli. Atli Viðar lék með FH á árunum 2001-18 og varð átta sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hann er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað hundrað mörk eða meira í efstu deild á Íslandi. „Þetta var langur ferill. Það er alveg hægt að hafa þá skoðun að ég hafi átt að hætta aðeins fyrr. Hlutverkið innan vallar hafði minnkað svolítið mikið undir það síðasta en mér fannst lengi vel eins og ég hefði eitthvað fram að færa, sérstaklega sem rödd og ég væri að hjálpa þótt ég væri ekki alltaf inni á vellinum,“ sagði Atli Viðar í Liði áratugarins. „Það sem mér fannst skemmtilegast og er hvað stoltastur af er að hafa tekið þátt í öllu þessu sem gerðist hjá FH. Þetta var ótrúleg uppbygging sem varð þarna. Að hafa fengið að taka þátt í því ferðalagi er það sem maður er stoltastur af.“ Klippa: Atli Viðar Björnsson Atli Viðar segir að tímabilið 2018, hans síðasta á ferlinum, hafi verið erfitt. Það var fyrsta tímabil FH eftir að Heimir Guðjónsson var látinn fara sem þjálfari liðsins og það endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Sumarið sem ég er að hætta, 2018, var rosalega erfitt að horfa upp á liðið í vandræðum og detta út úr Evrópukeppni án þess að leggja nógu mikið af mörkum. Þetta var vondur tímapunktur til að hætta en það var alveg rétt að hætta. Ég hefði viljað leggja meira af mörkum, innan vallar og utan, en það átti ekki að vera,“ sagði Atli Viðar. Mitt annað heimili Patrick Pedersen varð Íslandsmeistari með Val 2017, 2018 og 2020.stöð 2 sport Pedersen er einn allra besti erlendi leikmaður sem hefur leikið á Íslandi. Hann hefur spilað hundrað leiki í efstu deild hér á landi og skorað sjötíu mörk. Daninn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. „Þetta er frábrugðið öðrum löndum sem ég hef leikið í. Ég er hrifinn af því hvernig sóknarleikurinn er og það hentar mér. Í upphafi var þetta mikið fram og til baka og mörg færi fyrir mig. En þetta hefur orðið taktískara eftir því sem árin hafa liðið og betri leikmenn komið í deildina. Mér finnst hún alltaf verða betri og betri,“ sagði Pedersen. Daninn kveðst kunna vel við sig hér á landi. „Þetta var öðruvísi í byrjun en síðan vandist ég kuldanum. Það er ekki það mikill munur á Íslandi og Danmörku. Þetta er fallegt land og við fjölskyldan erum hrifin af því. Þetta er eins og mitt annað heimili núna,“ sagði Pedersen. Klippa: Patrick Pedersen Pepsi Max-deild karla FH Valur Tengdar fréttir „Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01 „Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01 „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Atli Viðar og Pedersen voru til umfjöllunar í sjötta og síðasta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Í þáttunum sögðu sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem leikmennirnir sjálfir segja frá sínum ferli. Atli Viðar lék með FH á árunum 2001-18 og varð átta sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hann er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað hundrað mörk eða meira í efstu deild á Íslandi. „Þetta var langur ferill. Það er alveg hægt að hafa þá skoðun að ég hafi átt að hætta aðeins fyrr. Hlutverkið innan vallar hafði minnkað svolítið mikið undir það síðasta en mér fannst lengi vel eins og ég hefði eitthvað fram að færa, sérstaklega sem rödd og ég væri að hjálpa þótt ég væri ekki alltaf inni á vellinum,“ sagði Atli Viðar í Liði áratugarins. „Það sem mér fannst skemmtilegast og er hvað stoltastur af er að hafa tekið þátt í öllu þessu sem gerðist hjá FH. Þetta var ótrúleg uppbygging sem varð þarna. Að hafa fengið að taka þátt í því ferðalagi er það sem maður er stoltastur af.“ Klippa: Atli Viðar Björnsson Atli Viðar segir að tímabilið 2018, hans síðasta á ferlinum, hafi verið erfitt. Það var fyrsta tímabil FH eftir að Heimir Guðjónsson var látinn fara sem þjálfari liðsins og það endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Sumarið sem ég er að hætta, 2018, var rosalega erfitt að horfa upp á liðið í vandræðum og detta út úr Evrópukeppni án þess að leggja nógu mikið af mörkum. Þetta var vondur tímapunktur til að hætta en það var alveg rétt að hætta. Ég hefði viljað leggja meira af mörkum, innan vallar og utan, en það átti ekki að vera,“ sagði Atli Viðar. Mitt annað heimili Patrick Pedersen varð Íslandsmeistari með Val 2017, 2018 og 2020.stöð 2 sport Pedersen er einn allra besti erlendi leikmaður sem hefur leikið á Íslandi. Hann hefur spilað hundrað leiki í efstu deild hér á landi og skorað sjötíu mörk. Daninn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. „Þetta er frábrugðið öðrum löndum sem ég hef leikið í. Ég er hrifinn af því hvernig sóknarleikurinn er og það hentar mér. Í upphafi var þetta mikið fram og til baka og mörg færi fyrir mig. En þetta hefur orðið taktískara eftir því sem árin hafa liðið og betri leikmenn komið í deildina. Mér finnst hún alltaf verða betri og betri,“ sagði Pedersen. Daninn kveðst kunna vel við sig hér á landi. „Þetta var öðruvísi í byrjun en síðan vandist ég kuldanum. Það er ekki það mikill munur á Íslandi og Danmörku. Þetta er fallegt land og við fjölskyldan erum hrifin af því. Þetta er eins og mitt annað heimili núna,“ sagði Pedersen. Klippa: Patrick Pedersen
Pepsi Max-deild karla FH Valur Tengdar fréttir „Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01 „Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01 „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01
„Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01
„Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00
Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01
Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00