Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:45 Ágústa Eva Erlendsdóttir sér ekki vandamálið við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi verið grímulaus í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. „Sífellt kemur smáborgarinn Íslenski sparkandi á óvart. Kvartandi undan hári í súpu og vill leggja allt niður og loka, á samfélgsmiðlahrífufundi. Einn byrjar að sparka og svo koma þeir allir sparkandi, hver öðrum reiðari, yfir helvítis hárinu sem HEFÐI getað kyrkt einhvern,“ skrifar Ágústa Eva í fræslu á Facebook í gær. Henni þyki undarlegt, af öllu því sem á hafi gengið á þessu ári, að málið í Ásmundarsal virðist vera „það mál sem er hvað alvarlegast af öllu.“ „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna í þessum gáfumannasamfélagssaumaklúbbi. Framtiðin er björt SUF og þið hin, þið vitið hver þið eruð,“ skrifar Ágústa, sem líkur færslu sinni með því að segja „Áfram Ísland. #bjarniben“. Fjöldi manns hefur lagt orð í belg við færslu Ágústu Evu. Þeirra á meðal ein kona sem segist sár yfir hegðun ráðherra því á sama tíma og hann mæti í gleðskap á við þennan geti hún ekki hitt 99 ára afa sinn sem liggi fyrir dauðanum. „Búhú. Það eru fleiri tragediur, alvarlegri og sorglegri en sandkornin undir húsinu þinu en að fá ekki að knúsa afa sinn. Sorry en ég hef enga samúð með þessu dæmi þó mér þyki vænt um þig,“ segir Ágústa Eva. „Lífið er talsvert ljótara og mistökin mun alvarlegri en þessi meintu mistök Bjarna að vera of lengi á sölusýningu. Get a grip people. Ef þu vilt kenna einhverjum um að geta ekki hitt afa þinn þá eru þeir fjölmargir, og íslenskir og frægir i þokkabót en Bjarni er ekki einn af þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Sífellt kemur smáborgarinn Íslenski sparkandi á óvart. Kvartandi undan hári í súpu og vill leggja allt niður og loka, á samfélgsmiðlahrífufundi. Einn byrjar að sparka og svo koma þeir allir sparkandi, hver öðrum reiðari, yfir helvítis hárinu sem HEFÐI getað kyrkt einhvern,“ skrifar Ágústa Eva í fræslu á Facebook í gær. Henni þyki undarlegt, af öllu því sem á hafi gengið á þessu ári, að málið í Ásmundarsal virðist vera „það mál sem er hvað alvarlegast af öllu.“ „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna í þessum gáfumannasamfélagssaumaklúbbi. Framtiðin er björt SUF og þið hin, þið vitið hver þið eruð,“ skrifar Ágústa, sem líkur færslu sinni með því að segja „Áfram Ísland. #bjarniben“. Fjöldi manns hefur lagt orð í belg við færslu Ágústu Evu. Þeirra á meðal ein kona sem segist sár yfir hegðun ráðherra því á sama tíma og hann mæti í gleðskap á við þennan geti hún ekki hitt 99 ára afa sinn sem liggi fyrir dauðanum. „Búhú. Það eru fleiri tragediur, alvarlegri og sorglegri en sandkornin undir húsinu þinu en að fá ekki að knúsa afa sinn. Sorry en ég hef enga samúð með þessu dæmi þó mér þyki vænt um þig,“ segir Ágústa Eva. „Lífið er talsvert ljótara og mistökin mun alvarlegri en þessi meintu mistök Bjarna að vera of lengi á sölusýningu. Get a grip people. Ef þu vilt kenna einhverjum um að geta ekki hitt afa þinn þá eru þeir fjölmargir, og íslenskir og frægir i þokkabót en Bjarni er ekki einn af þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43