Eignin er í Los Olivos í Kaliforníu, ekki langt frá Santa Barbara. Eignin hefur um nokkurra ára skeið verið af og á til sölu en árið 2015 var eignin verðlögð á hundrað milljónir dollara. Síðan þá hefur upphæðin farið nokkuð lækkandi en síðast í fyrra hljóðaði verðmiðinn upp á 31 milljón dollara. Burkle er fyrrum samstarfsmaður Jackson og meðal stofnenda fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies.

Búgarðurinn var enn í eigu dánarbús Jackson ásamt fasteignafjárfestingasjóðs í stýringu Colont Capital að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal um söluna. Sjálfur greiddi Jackson 19,5 milljónir dollara fyrir búgarðinn á sínum tíma árið 1987.
Michael Jackson gerði Neverland-búgarðinn frægan en hann skartaði meðal annars járnbrautarlest, dýragarði og skemmtigarði þar sem var að finna bæði parísarhjól og hringekju. Þá hélt hann meðal annars oragnútan apa og fíl í dýragarði búgarðsins. Nafn sitt dró búgarðurinn af Hvergilandi, eða Neverland, úr sögunni um Pétur Pan.