Stjarnan selur fyrirliða sinn til Svíþjóðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 16:10 Alex Þór Hauksson kveður Stjörnuna og spilar í Svíþjóð á næsta tímabili. Vísir/Vilhelm Stjarnan hefur samþykkt tilboð frá Öster í Alex Þór Hauksson, fyrirliða liðsins og leikmanns 21 árs landsliðs Íslands. Alex Þór Hauksson var fyrirliði Stjörnunnar í sumar en hann er 21 árs gamall síðan í lok nóvember og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 72 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild. Alex Þór er öflugur og vinnusamur miðjumaður sem hefur skorað nokkur frábær mörk með langskotum í Pepsi Max deildinni. Östers IF hefur fjórum sinnum orðið sænskur meistari en Skagamaðurinn Teitur Þórðarson lék með liðinu þegar það var síðast Svíþjóðarmeistari árið 1981. Liðið endaði í fjórða sæti í sæsnku b-deildinni á síðasta tímabili en var tólf stigum frá sæti í úrvalsdeildinni. „Við vissum að Alex hefur haft metnað til þess að stiga skrefið út og núna þegar tækifærið gafst vildum við styðja við bakið á honum til að þróa sinn leik enn frekar. Við óskum Alex innilega til hamingju og munum fylgjast stolt með honum á komandi árum og vitum að hann mun einn góðan veðurdag snúa til baka í bláa búninginn,“ sagði Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistarflokksráðs karla, í fréttatilkynningu Stjörnunnar. Alex Þór gaf einnig frá sér yfirlýsingu við þessi tímamót. „Eftir fjögur góð tímabil fyrir framan bestu stuðningsmenn landsins er ég mjög þakklátur að hafa fengið að taka þátt í fullt af stórum leikjum og vinna bikarmeistaratitill sem og að kynnast öllu því góða fólki sem er innan Stjörnunnar. Það hefur verið mikill heiður að fá að vera fyrirliði liðsins en ég hef ákveðið að það sé kominn tími á nýja áskorun hjá mér og hlakka ég til að taka við nýju hlutverki sem fulltrúi Stjörnunnar á erlendri grundu. Takk fyrir mig kæra Stjörnufólk og ég hlakka til að fá að setja bláu treyjuna aftur á mig,“ Alex Þór Hauksson. Alex kveður! Stjarnan hefur samþykkt tilboð fra O ster i Alex Þo r Hauksson. Alex hefur verið mikilvægur partur af...Posted by Stjarnan FC on Miðvikudagur, 23. desember 2020 Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Alex Þór Hauksson var fyrirliði Stjörnunnar í sumar en hann er 21 árs gamall síðan í lok nóvember og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 72 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild. Alex Þór er öflugur og vinnusamur miðjumaður sem hefur skorað nokkur frábær mörk með langskotum í Pepsi Max deildinni. Östers IF hefur fjórum sinnum orðið sænskur meistari en Skagamaðurinn Teitur Þórðarson lék með liðinu þegar það var síðast Svíþjóðarmeistari árið 1981. Liðið endaði í fjórða sæti í sæsnku b-deildinni á síðasta tímabili en var tólf stigum frá sæti í úrvalsdeildinni. „Við vissum að Alex hefur haft metnað til þess að stiga skrefið út og núna þegar tækifærið gafst vildum við styðja við bakið á honum til að þróa sinn leik enn frekar. Við óskum Alex innilega til hamingju og munum fylgjast stolt með honum á komandi árum og vitum að hann mun einn góðan veðurdag snúa til baka í bláa búninginn,“ sagði Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistarflokksráðs karla, í fréttatilkynningu Stjörnunnar. Alex Þór gaf einnig frá sér yfirlýsingu við þessi tímamót. „Eftir fjögur góð tímabil fyrir framan bestu stuðningsmenn landsins er ég mjög þakklátur að hafa fengið að taka þátt í fullt af stórum leikjum og vinna bikarmeistaratitill sem og að kynnast öllu því góða fólki sem er innan Stjörnunnar. Það hefur verið mikill heiður að fá að vera fyrirliði liðsins en ég hef ákveðið að það sé kominn tími á nýja áskorun hjá mér og hlakka ég til að taka við nýju hlutverki sem fulltrúi Stjörnunnar á erlendri grundu. Takk fyrir mig kæra Stjörnufólk og ég hlakka til að fá að setja bláu treyjuna aftur á mig,“ Alex Þór Hauksson. Alex kveður! Stjarnan hefur samþykkt tilboð fra O ster i Alex Þo r Hauksson. Alex hefur verið mikilvægur partur af...Posted by Stjarnan FC on Miðvikudagur, 23. desember 2020
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn