Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Anton Ingi Leifsson skrifar 27. desember 2020 11:01 Eiður Aron Sigurbjörnsson, til vinstri, og Daníel Laxda, til hægri. SKJÁSKOT STÖÐ 2 SPORT Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. Annar þátturinn af „Liði áratugarins“ á Stöð 2 Sport var á Stöð 2 Sport í gær en þar voru kynntir tveir fyrstu leikmenn úrvalsliðs efstu deildar í knattspyrnu frá 2010 til 2020. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson segja álit sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu í þáttum milli jóla og nýárs. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Fyrstu tveir leikmenn úrvalsliðsins sem kynntir voru í þættinum í fyrradag voru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og varnarmaðurinn Pétur Viðarsson. Í gær bættust svo við þeir Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Varnarmaður númer tvö er Daníel Laxdal Daníel Laxdal hefur leikið allan sinn feril með Stjörnunni. Hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki félagsins árið 2004. Á árunum 2010 til 2020 lék hann 215 deildarleiki fyrir Stjörnuna af þeim 264 sem liðið spilaði á þeim tíma. Hann var lykilmaður liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti árið 2014 og var ekki í minna hlutverki er Stjarnan varð bikarmeistari árið 2018 með 4-1 sigri á Breiðabliki í Laugardalnum. Hann hefur verið fastamaður í vörn liðsins en oft á tíðum skeiðað upp völlinn og sýnt listir sínar með boltann, framar á vellinum. „Ef þú vilt komast lengra þá verðurðu að leggja aukalega á þig og sýna metnað. Ég var ekki bestur í að nenna æfa aukalega. Þá hefði ég kannski farið út og misst af titlunum svo, svona er þetta,“ sagði Daníel. Logi Ólafsson segir Daníel einn af aðalmönnunum í Garðabænum. „Daníel Laxdal er sérstakur knattspyrnumaður. Hann hefur spilað með Stjörnunni í öllum deildum og einn af aðalmönnunum á bak við árangur liðsins í Garðabænum,“ sagði Logi áður en Daníel tók aftur við boltanum. „Mér finnst persónulega geggjað að vera alltaf í sama liðinu, mínu liði. Uppalinn og ég get ekki talað fyrir aðra en að vinna titil fyrir sitt lið. Mér finnst það extra sætt. Ég er þakklátur og stoltur að hafa tekið þátt í uppbyggingu félagsins og að skrifa söguna.“ Klippa: Daníel Laxdal Varnarmaður númer þrjú er Eiður Aron Sigurbjörnsson Eiður Aron Sigurbjörnsson er þriðji varnarmaðurinn af fjórum sem er nú kominn í liðið. Hann lék með ÍBV árin 2010 og 2011 á þessum áratugi áður en hann fór í atvinnumennsku þar sem hann lék meðal annars með Örebro og Sandnes Ulf. Hann var þó lánaður til ÍBV tímabilin 2013 og 2014 áður en hann snéri svo alfarið heim til Vals eftir veru hjá Holsten Kiel. Þar lék Eyjapeyjinn við hvurn sinn fingur og varð Íslandsmeistari með liðinu í þrígang; 2017, 2018 og 2020. Hann spilaði á síðasta ári einnig sinn fyrsta og eina A-landsleik. Fyrr í þessum mánuði var þó tilkynnt að Eiður ætlaði að snúa aftur heim; hann hafði samið við ÍBV um að leika með liðinu á næsta ári en liðið leikur í fyrstu deildinni. „Það kom mér eilítið á óvart,“ sagði Reynir Leósson, sparkspekingur um þá ákvörðun Eiðs Arons að snúa aftur heim til Eyja. „Hann er Eyjamaður og taugin er greinilega sterk þangað. Það kemur ekki á óvart að hann fari heim en mér finnst hann enn á því „leveli“ að hann eigi að spila í efstu deild á Íslandi. Hann er ekki á leiðinni niður á við svo fyrst hann fór frá Val, besta liði á Íslandi, þá kom mér það á óvart að hann myndi ekki fara í lið í toppbaráttunni á Íslandi en kannski hefur þetta vera leiðin að losna frá Valsmönnum.“ „Þetta er búið að vera frábær tími hjá Val og hef ekkert nema gott að segja um þjálfarana og leikmennina. Þetta eru strákar sem verða mér vinir að eilífðu. Mér fannst ég standa í stað og svo hefur viljað heim í einhvern tíma. ÍBV fór ekki upp og mér fannst það undir mér komið að sýna Eyjahjarta og hjálpa liðinu upp því þeir eiga heima í efstu deild. Þeir eru með topp aðstæður og þetta er félag með mikla sögu. Þetta var ekki ósætti í Val. Þetta eru fjölskylduástæður,“ sagði Eiður sjálfur. Klippa: Eiður Aron Sigurbjörnsson Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af „Liði áratugarins“ en þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Annar þátturinn af „Liði áratugarins“ á Stöð 2 Sport var á Stöð 2 Sport í gær en þar voru kynntir tveir fyrstu leikmenn úrvalsliðs efstu deildar í knattspyrnu frá 2010 til 2020. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson segja álit sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu í þáttum milli jóla og nýárs. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Fyrstu tveir leikmenn úrvalsliðsins sem kynntir voru í þættinum í fyrradag voru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og varnarmaðurinn Pétur Viðarsson. Í gær bættust svo við þeir Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Varnarmaður númer tvö er Daníel Laxdal Daníel Laxdal hefur leikið allan sinn feril með Stjörnunni. Hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki félagsins árið 2004. Á árunum 2010 til 2020 lék hann 215 deildarleiki fyrir Stjörnuna af þeim 264 sem liðið spilaði á þeim tíma. Hann var lykilmaður liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti árið 2014 og var ekki í minna hlutverki er Stjarnan varð bikarmeistari árið 2018 með 4-1 sigri á Breiðabliki í Laugardalnum. Hann hefur verið fastamaður í vörn liðsins en oft á tíðum skeiðað upp völlinn og sýnt listir sínar með boltann, framar á vellinum. „Ef þú vilt komast lengra þá verðurðu að leggja aukalega á þig og sýna metnað. Ég var ekki bestur í að nenna æfa aukalega. Þá hefði ég kannski farið út og misst af titlunum svo, svona er þetta,“ sagði Daníel. Logi Ólafsson segir Daníel einn af aðalmönnunum í Garðabænum. „Daníel Laxdal er sérstakur knattspyrnumaður. Hann hefur spilað með Stjörnunni í öllum deildum og einn af aðalmönnunum á bak við árangur liðsins í Garðabænum,“ sagði Logi áður en Daníel tók aftur við boltanum. „Mér finnst persónulega geggjað að vera alltaf í sama liðinu, mínu liði. Uppalinn og ég get ekki talað fyrir aðra en að vinna titil fyrir sitt lið. Mér finnst það extra sætt. Ég er þakklátur og stoltur að hafa tekið þátt í uppbyggingu félagsins og að skrifa söguna.“ Klippa: Daníel Laxdal Varnarmaður númer þrjú er Eiður Aron Sigurbjörnsson Eiður Aron Sigurbjörnsson er þriðji varnarmaðurinn af fjórum sem er nú kominn í liðið. Hann lék með ÍBV árin 2010 og 2011 á þessum áratugi áður en hann fór í atvinnumennsku þar sem hann lék meðal annars með Örebro og Sandnes Ulf. Hann var þó lánaður til ÍBV tímabilin 2013 og 2014 áður en hann snéri svo alfarið heim til Vals eftir veru hjá Holsten Kiel. Þar lék Eyjapeyjinn við hvurn sinn fingur og varð Íslandsmeistari með liðinu í þrígang; 2017, 2018 og 2020. Hann spilaði á síðasta ári einnig sinn fyrsta og eina A-landsleik. Fyrr í þessum mánuði var þó tilkynnt að Eiður ætlaði að snúa aftur heim; hann hafði samið við ÍBV um að leika með liðinu á næsta ári en liðið leikur í fyrstu deildinni. „Það kom mér eilítið á óvart,“ sagði Reynir Leósson, sparkspekingur um þá ákvörðun Eiðs Arons að snúa aftur heim til Eyja. „Hann er Eyjamaður og taugin er greinilega sterk þangað. Það kemur ekki á óvart að hann fari heim en mér finnst hann enn á því „leveli“ að hann eigi að spila í efstu deild á Íslandi. Hann er ekki á leiðinni niður á við svo fyrst hann fór frá Val, besta liði á Íslandi, þá kom mér það á óvart að hann myndi ekki fara í lið í toppbaráttunni á Íslandi en kannski hefur þetta vera leiðin að losna frá Valsmönnum.“ „Þetta er búið að vera frábær tími hjá Val og hef ekkert nema gott að segja um þjálfarana og leikmennina. Þetta eru strákar sem verða mér vinir að eilífðu. Mér fannst ég standa í stað og svo hefur viljað heim í einhvern tíma. ÍBV fór ekki upp og mér fannst það undir mér komið að sýna Eyjahjarta og hjálpa liðinu upp því þeir eiga heima í efstu deild. Þeir eru með topp aðstæður og þetta er félag með mikla sögu. Þetta var ekki ósætti í Val. Þetta eru fjölskylduástæður,“ sagði Eiður sjálfur. Klippa: Eiður Aron Sigurbjörnsson Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af „Liði áratugarins“ en þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01
Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00