Byrjað að steypa upp meðferðarkjarna Landspítala eftir áramót Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2020 19:21 Það mun taka þrjú ár að steypa upp tvo kjallara og sex hæðir ofan jarðar nýja meðferðakjarnans. Stöð 27Sigurjón Byrjað verður að steypa upp meðferðarkjarna nýja Landspítalans fljótlega upp úr áramótum. Þetta verður stærsta bygging nýja Landspítalans eða sjötíu þúsund fermetrar og fara um sextíu þúsund rúmmetrar af steypu í húsið. Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira