Undirrituðu samning vegna uppsteypu nýja Landspítalans Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 14:15 Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. NLSH Stjórnvöld og Eykt skrifuðu í dag undir samning um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Stefnt að þvi að uppsteypan hefjist fljótlega eftir áramót. Meðferðarkjarninn, sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð, er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru rannsóknahúsið, bílastæða og tæknihús og nýtt sjúkrahótel sem þegar hefur verið tekið í notkun. Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd stjórnvalda, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra forfallaðist. Fyrir hönd Eyktar undirritaði Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri samninginn, en auk þess vottuðu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala, samninginn ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en tilboð Eyktar hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, Ásta Valdimarsdóttir, Gunnar Svavarsson og Páll Matthíasson.NLSH Undirstöður og kjallarar Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Burðarvirki þess hluta byggingarinnar eru veggir, súlur, eftirspenntar plötur, auk botnplötu og undirstaðna. Þá sér Eykt um að steypa upp efri hluta byggingarinnar, þ.e. hæðir 1 – 6. Burðarvirki efri hluta byggingarinnar er í meginatriðum rammar, súlur og eftirspenntar plötur. Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið.NLSH Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m². Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu.NLSH Nánar um meðferðarkjarnann: Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafa verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Aðalhönnuðir hússins eru Corpus hópurinn en beitt er aðferðafræði notendastuddrar hönnunar þ.a. starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferlinu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Gunnar Svavarsson í Víglínunni fyrr í vetur þar sem rætt var um framkvæmdirnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Aðrar byggingar eru rannsóknahúsið, bílastæða og tæknihús og nýtt sjúkrahótel sem þegar hefur verið tekið í notkun. Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd stjórnvalda, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra forfallaðist. Fyrir hönd Eyktar undirritaði Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri samninginn, en auk þess vottuðu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala, samninginn ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en tilboð Eyktar hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, Ásta Valdimarsdóttir, Gunnar Svavarsson og Páll Matthíasson.NLSH Undirstöður og kjallarar Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Burðarvirki þess hluta byggingarinnar eru veggir, súlur, eftirspenntar plötur, auk botnplötu og undirstaðna. Þá sér Eykt um að steypa upp efri hluta byggingarinnar, þ.e. hæðir 1 – 6. Burðarvirki efri hluta byggingarinnar er í meginatriðum rammar, súlur og eftirspenntar plötur. Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið.NLSH Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m². Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu.NLSH Nánar um meðferðarkjarnann: Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafa verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Aðalhönnuðir hússins eru Corpus hópurinn en beitt er aðferðafræði notendastuddrar hönnunar þ.a. starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferlinu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Gunnar Svavarsson í Víglínunni fyrr í vetur þar sem rætt var um framkvæmdirnar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54