Undirrituðu samning vegna uppsteypu nýja Landspítalans Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 14:15 Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. NLSH Stjórnvöld og Eykt skrifuðu í dag undir samning um uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Stefnt að þvi að uppsteypan hefjist fljótlega eftir áramót. Meðferðarkjarninn, sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð, er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar eru rannsóknahúsið, bílastæða og tæknihús og nýtt sjúkrahótel sem þegar hefur verið tekið í notkun. Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd stjórnvalda, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra forfallaðist. Fyrir hönd Eyktar undirritaði Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri samninginn, en auk þess vottuðu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala, samninginn ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en tilboð Eyktar hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, Ásta Valdimarsdóttir, Gunnar Svavarsson og Páll Matthíasson.NLSH Undirstöður og kjallarar Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Burðarvirki þess hluta byggingarinnar eru veggir, súlur, eftirspenntar plötur, auk botnplötu og undirstaðna. Þá sér Eykt um að steypa upp efri hluta byggingarinnar, þ.e. hæðir 1 – 6. Burðarvirki efri hluta byggingarinnar er í meginatriðum rammar, súlur og eftirspenntar plötur. Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið.NLSH Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m². Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu.NLSH Nánar um meðferðarkjarnann: Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafa verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Aðalhönnuðir hússins eru Corpus hópurinn en beitt er aðferðafræði notendastuddrar hönnunar þ.a. starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferlinu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Gunnar Svavarsson í Víglínunni fyrr í vetur þar sem rætt var um framkvæmdirnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Aðrar byggingar eru rannsóknahúsið, bílastæða og tæknihús og nýtt sjúkrahótel sem þegar hefur verið tekið í notkun. Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd stjórnvalda, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra forfallaðist. Fyrir hönd Eyktar undirritaði Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri samninginn, en auk þess vottuðu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala, samninginn ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en tilboð Eyktar hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, Ásta Valdimarsdóttir, Gunnar Svavarsson og Páll Matthíasson.NLSH Undirstöður og kjallarar Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Burðarvirki þess hluta byggingarinnar eru veggir, súlur, eftirspenntar plötur, auk botnplötu og undirstaðna. Þá sér Eykt um að steypa upp efri hluta byggingarinnar, þ.e. hæðir 1 – 6. Burðarvirki efri hluta byggingarinnar er í meginatriðum rammar, súlur og eftirspenntar plötur. Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið.NLSH Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m². Í tilkynningu frá NLSH segir að helstu verkefni Eyktar séu að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu.NLSH Nánar um meðferðarkjarnann: Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafa verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Aðalhönnuðir hússins eru Corpus hópurinn en beitt er aðferðafræði notendastuddrar hönnunar þ.a. starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferlinu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Gunnar Svavarsson í Víglínunni fyrr í vetur þar sem rætt var um framkvæmdirnar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. 28. ágúst 2020 13:54