102 milljónir í upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem fjölgar enn Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2020 14:36 Dagur B. Eggersson segir að engir aldursfordómar hafi ráðið því að auglýsingin á Facebook sé miðuð við þá sem yngri eru en 55 ára. Eldra fólkið lesi blöðin og því best að ná í það þar. vísir/vilhelm Launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna upplýsingafulltrúa hjá borginni er 102 milljónir árlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra. Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira