Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 09:36 Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. AP/Gerald Herbert Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. Það verði ekki eingöngu gert með viðskiptaþvingunum og öðrum sambærilegum refsiaðgerðum heldur einnig með aðgerðum sem ætlað sé að draga úr getu Rússa til að gera tölvuárásir og jafnvel verði sambærilegum árásum beitt gegn þeim. Þetta sagði Klain í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa sérfræðingar, þingmenn og embættismenn og þeirra á meðal Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagt að um mjög alvarlega árás sé að ræða og að spjótin beinist að yfirvöldum í Rússlandi. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur þó haldið öðru fram. Um helgina sagði hann að yfirvöld í Kína hefðu mögulega framkvæmt töluvárásina. Hann sagði einnig að ekki væri um alvarlega árás að ræða, sem er þvert á það sem Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt. Eins og tekið er fram í grein AP fréttaveitunnar hefur Trump ítrekað á forsetatíð sinni neitað að saka Rússa fyrir aðgerðir þeirra sem beinst hafa gegn Bandaríkjunu, jafnvel þó þær séu vel skráðar. Samkvæmt heimildum Reuters eru Biden-liðar að íhuga viðskiptaþvinganir og tölvuárásir á innviði Rússlands. Mark Warner, æðsti þingmaður Demókrataflokksins í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði í viðtali í gær að enn væri ekki ljóst hve umfangsmikil tölvuárásin væri og og hún gæti enn verið yfirstandandi. Rússland Bandaríkin Tölvuárásir Joe Biden Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Það verði ekki eingöngu gert með viðskiptaþvingunum og öðrum sambærilegum refsiaðgerðum heldur einnig með aðgerðum sem ætlað sé að draga úr getu Rússa til að gera tölvuárásir og jafnvel verði sambærilegum árásum beitt gegn þeim. Þetta sagði Klain í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa sérfræðingar, þingmenn og embættismenn og þeirra á meðal Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagt að um mjög alvarlega árás sé að ræða og að spjótin beinist að yfirvöldum í Rússlandi. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur þó haldið öðru fram. Um helgina sagði hann að yfirvöld í Kína hefðu mögulega framkvæmt töluvárásina. Hann sagði einnig að ekki væri um alvarlega árás að ræða, sem er þvert á það sem Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt. Eins og tekið er fram í grein AP fréttaveitunnar hefur Trump ítrekað á forsetatíð sinni neitað að saka Rússa fyrir aðgerðir þeirra sem beinst hafa gegn Bandaríkjunu, jafnvel þó þær séu vel skráðar. Samkvæmt heimildum Reuters eru Biden-liðar að íhuga viðskiptaþvinganir og tölvuárásir á innviði Rússlands. Mark Warner, æðsti þingmaður Demókrataflokksins í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði í viðtali í gær að enn væri ekki ljóst hve umfangsmikil tölvuárásin væri og og hún gæti enn verið yfirstandandi.
Rússland Bandaríkin Tölvuárásir Joe Biden Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira