Sér enn eftir að hafa hætt við að gefa út Dansaðu vindur með Eivør Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. desember 2020 09:45 Hera Björk Þórhallsdóttir segir að hún sé enn að læra að setja sjálfa sig í forgang. Vísir/Vilhelm „Þetta breyttist úr hátíðartónleikum í Hallgrímskirkju yfir í streymistónleika heim í stofu út af dálitlu“ segir söngkonan Hera Björk, sem heldur sína árlegu jólatónleika annað kvöld. Hún er svekkt að geta ekki boðið fólki á tónleikana sem hún hafði séð fyrir sér, en þakklát að fá að halda þá þó að það sé með breyttu sniði. „Við ætlum að vera bara svona á heimilislegu nótunum, spila hátíðleg og falleg jólalög. Við verðum tíu saman, ég er með hljómsveit og fjórar raddir.“ Hera segir að hún voni að þetta verði notaleg jólastund hjá áhorfendum heima í stofu. Jólaplatan Ilmur af jólum var að koma út á vínylplötu í tilefni af 20 ára útgáfuafmæli. Lögin hefur Hera flutt nánast árlega síðan og á hún erfitt með að velja uppáhalds lagið sitt af plötunni. „Hin fyrstu jól er íslenskt jólalag sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég næ því miður allt of sjaldan að syngja það samt, en mér finnst það alveg geggjað. Textinn svo fallegur og lagið svo fallegt. En að spyrja mig um uppáhalds jólalag er eins og að spyrja mig um uppáhalds Eurovision lag, ég get varla svarað því ég á svo mörg.“ Heppin að hafa aðra atvinnu Með aðstoð Karolina fund safnaði Hera Björk fyrir útgáfu plötunnar á vínyl og fékk hún plötuna loksins í hendurnar á fimmtudag. „Ég hefði alveg verið til í að fá hana fyrr, en út af dálitlu þá var ég bara að fá hana núna. Hún er ótrúlega falleg og ég er svo ánægð með hana,“ segir Hera spennt. Heimsfaraldurinn varð til þess að söngkonan rétt nær að koma plötunni til kaupenda og í verslanir fyrir jólin. Hera segir að árið 2020 hafi verið skrítið fyrir hana og lærdómsríkt á mörgum sviðum. „Ég er heppin að ég er í annarri vinnu líka og það er búið að vera rosalega mikið að gera. Ég á ekki lengur ung börn svo ég hef ekki þurft að vera heima með börn úr skóla svo ég er svolítið búin að vera að vinna.“ Hera saknar þess samt mikið að geta sungið á tónleikum fyrir framan fólk. Eins og flestir tónlistarmenn hér á landi, hefur hún ekki náð að stíga mikið á svið á þessu ári. „Heimurinn er allur á öðru tempói og maður þarf að læra að anda með tilverunni og missa ekki svefn yfir einhverju sem að maður hefur ekki stjórn á. Þetta hefur þjappað fjölskyldunni saman og vinunum, maður er einbeittari með það í hvað maður eyðir tímanum sínum og með hverjum.“ Hún segist finna sig mjög mikið í starfi sínu sem fasteingasali, enda hafi hún mjög gaman að fólki. „Þetta snýst náttúrulega meira og minna um samskipti.“ Allur skali tilfinninga Andlega heilsan hefur verið „upp og niður“ hjá henni eins og svo mörgum öðrum í þessu ástandi. „Ég náttúrulega bara anda með þjóðinni. Við erum svo lítil af því að við erum öl svo tengd og erum öll að hlusta á sömu fjölmiðla. Við erum náttúrulega að hlusta á þríeykið og hlýða Víði, mér líður stundum eins og við séum öll börnin hans Víðis og gerum bara eins og mamma og pabbi segjum okkur,“ segir Hera og hlær. „Stundum er ég sorgmædd og stundum er ég bjartsýn, svo missi ég stundum alveg vonina og svo er ég rosa kát. Svo verð ég kvíðin, bara allur skalinn eins og hjá öllum.“ Aðspurð hvað standi upp úr eftir öll þessi ár síðan fyrsta sólóplatan hennar kom út fyrir tuttugu árum, er Hera snögg að svara „Allt fólkið sem ég hef fengið að vinna með, allir staðirnir sem ég er búin að fá að hugsa og öll tækifærin sem ég hef getað nýtt mér. En fyrst og fremst fólkið og vináttan og allar þessar góðu minningar.“ Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona segir að það sé ágæt sárabót að fá að halda streimistónleika fyrst hún þurfti að hætta við stóru jólatónleikana í Hallgrímskirkju.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Frammistöðukvíði og minnimáttarkennd Aðspurð hvort hún sjái eftir að hafa sagt nei við einhver verkefni eða tækifæri á ferlinum, þá er eitt sem er henni ofarlega í huga. „Ég sé alltaf eftir að hafa sagt nei við að syngja dúett með Eivør sem heitir Dansaðu vindur, það eru mestu mistök mín á ferlinum. En hún gerði þetta bara svo dásamlega fallega að hún bara varð að fá að eiga þetta ein.“ Lagið gaf Færeyska söngkonan út árið 2010 og hefur það fengið meira en tvær milljónir spilana á Youtube. Lagið er eftir Peter og Nanne Grönvall og textann á Kristján Hreinsson. „Ég verð fræg fyrir það að hafa sagt nei við því, ég sagði mig bara frá þeim dúett. En ég horfi alltaf á það þannig að allt er eins og það á að vera, ákvörðunin sem ég tók á þeim tíma hún er rétt. Ég kannski sá það ekki þá en ég sé það núna og ef ég sé það ekki núna þá sé ég það seinna. Ég lifi svolítið eftir þessu mottói, ef að innsæið segir mér að segja nei eða já þá er það út af einhverju.“ Hera segir að frammistöðukvíði hafi verið ástæðan fyrir því að hún bakkaði út úr verkefninu. „Ég fékk minnimáttarkennd gagnvart Eivør, hún söng þetta svo dásamlega fallega og mér fannst ég ekki bæta neinu við. Þannig að ég og Kalli Olgeirs sem sá um þessar upptökur vorum sammála um að leyfa henni að eiga þetta lag. Það var mitt eigið óöryggi og frammistöðukvíði.“ Hún segist elska að syngja þetta lag í dag og njóta þess mikið. „En það var skrifað í skýin að Eivør myndi syngja þetta ein.“ Sátt við sjálfa sig Hera segir að það sem hafi breyst hvað mest á þessum árum sé ákveðinn þroski. „Mér líður miklu betur, ég sit miklu betur í sjálfri mér, ég er sáttari við sjálfa mig og mína rödd og það sem ég hef fram að færa. Það er stóra breytingin. Ég er búin að læra að samgleðjast og sýna fólki samkennd.“ Fyrir nokkrum árum flutti Hera tímabundið til Chile með fjölskyldunni og hafði það mikil áhrif á hennar hugarfar. „Stóri lærdómurinn úr þeirri ferð var hvað fjölskyldan er mikilvæg og hvað við náðum litla fjölskyldan að þétta raðirnar vel. Við lærðum inn á hvert annað því að við vorum í miklu óöryggi, töluðum ekki tungumálið, þekktum engan og kunnum ekkert. Þá verður maður auðvitað mjög auðveldlega mjög pirraður og leiðinlegur og þurftum við að umbera hvert annað í gegnum þetta ferli.“ Hera segir að það hafi líka verið gott að sakna Íslands, fara í burtu og finna hvað Ísland er dásamlegt og maður er ríkur. Þó að Hera hafi gert ýmsar breytingar eftir þessa dvöl eins og tengt heilsunni, þá er hún enn að læra að setja sjálfa sig í forgang. „Sérstaklega að passa að vinnan éti mig ekki. Ég er ekkert alveg rosalega góð í þessu ennþá. Ég þarf greinilega að fara í flugfreyjuna, læra að setja grímuna á mig fyrst.“ Mæðgurnar syngja saman Tónleikarnir Ilmur af jólum hefjast klukkan átta á sunnudagskvöld og hægt er að horfa á þá í gegnum heimasíðuna Herabjork.com. „Óskar Einarsson verður með mér, hann hefur verið með mér alveg frá byrjun og tók upp fyrstu plötuna fyrir tuttugu árum. Jói Ásmunds bassaleikari verður með mér, Einar Valur Scheving trommari og Matti Stefáns gítar- og fiðluleikari. Síðan er ég með fjórar söngkonur með mér, þær Ágústu Ósk, Hrefnu Hrund, Evu Björk og Rögnu.“ Margrét Eir vinkona Heru mun syngja með henni og svo fá áhorfendur einnig að njóta mæðgnaflutnings, þegar þrjár kynslóðir syngja saman. Hjördís Geirsdóttir móðir Heru og Þórdís Petra dóttir hennar munu koma fram á tónleikunum. „Þetta verður æðislega gaman og við ætlum að syngja þrjár. Stelpan mín er náttúrulega að taka við af mér og ég tók náttúrulega við af mömmu en samt erum við allar að.“ Jólasmákökur og smurbrauð „Þetta er sárabótin mín til mín af því að ég fæ ekki að vera í Hallgrímskirkju með alla kórana og gestasöngvarana og vera í stóra kjólnum. Þetta er sárabótin mín og ég vona að fleiri muni njóta með mér.“ Eftir tónleikana ætlar Hera svo að njóta jólanna með fjölskyldunni. „Við förum og kaupum bækur fjölskyldan, bökum og svo geri ég jólarauðkál við mikla athöfn, ég elska lyktina af því. Hlusta á jólatónlist, hlusta á útvarpskveðjurnar og taka rölt niður í bæ. Svo pössum við að borða allar jólasmákökurnar áður en aðfangadagur kemur, af því að eftir hann er svo mikið annað sem þarf að borða. Við höfum því markmiðið að klára alltaf smákökurnar á aðventunni.“ Hún stefnir líka á að reyna að komast á Jómfrúna með vinkonunum og borða með þeim smørrebrød. „Maður gerir kannski minna af hefðum, fækkar þeim aðeins út af ástandinu.“ Tónlist Jól Helgarviðtal Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
„Við ætlum að vera bara svona á heimilislegu nótunum, spila hátíðleg og falleg jólalög. Við verðum tíu saman, ég er með hljómsveit og fjórar raddir.“ Hera segir að hún voni að þetta verði notaleg jólastund hjá áhorfendum heima í stofu. Jólaplatan Ilmur af jólum var að koma út á vínylplötu í tilefni af 20 ára útgáfuafmæli. Lögin hefur Hera flutt nánast árlega síðan og á hún erfitt með að velja uppáhalds lagið sitt af plötunni. „Hin fyrstu jól er íslenskt jólalag sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég næ því miður allt of sjaldan að syngja það samt, en mér finnst það alveg geggjað. Textinn svo fallegur og lagið svo fallegt. En að spyrja mig um uppáhalds jólalag er eins og að spyrja mig um uppáhalds Eurovision lag, ég get varla svarað því ég á svo mörg.“ Heppin að hafa aðra atvinnu Með aðstoð Karolina fund safnaði Hera Björk fyrir útgáfu plötunnar á vínyl og fékk hún plötuna loksins í hendurnar á fimmtudag. „Ég hefði alveg verið til í að fá hana fyrr, en út af dálitlu þá var ég bara að fá hana núna. Hún er ótrúlega falleg og ég er svo ánægð með hana,“ segir Hera spennt. Heimsfaraldurinn varð til þess að söngkonan rétt nær að koma plötunni til kaupenda og í verslanir fyrir jólin. Hera segir að árið 2020 hafi verið skrítið fyrir hana og lærdómsríkt á mörgum sviðum. „Ég er heppin að ég er í annarri vinnu líka og það er búið að vera rosalega mikið að gera. Ég á ekki lengur ung börn svo ég hef ekki þurft að vera heima með börn úr skóla svo ég er svolítið búin að vera að vinna.“ Hera saknar þess samt mikið að geta sungið á tónleikum fyrir framan fólk. Eins og flestir tónlistarmenn hér á landi, hefur hún ekki náð að stíga mikið á svið á þessu ári. „Heimurinn er allur á öðru tempói og maður þarf að læra að anda með tilverunni og missa ekki svefn yfir einhverju sem að maður hefur ekki stjórn á. Þetta hefur þjappað fjölskyldunni saman og vinunum, maður er einbeittari með það í hvað maður eyðir tímanum sínum og með hverjum.“ Hún segist finna sig mjög mikið í starfi sínu sem fasteingasali, enda hafi hún mjög gaman að fólki. „Þetta snýst náttúrulega meira og minna um samskipti.“ Allur skali tilfinninga Andlega heilsan hefur verið „upp og niður“ hjá henni eins og svo mörgum öðrum í þessu ástandi. „Ég náttúrulega bara anda með þjóðinni. Við erum svo lítil af því að við erum öl svo tengd og erum öll að hlusta á sömu fjölmiðla. Við erum náttúrulega að hlusta á þríeykið og hlýða Víði, mér líður stundum eins og við séum öll börnin hans Víðis og gerum bara eins og mamma og pabbi segjum okkur,“ segir Hera og hlær. „Stundum er ég sorgmædd og stundum er ég bjartsýn, svo missi ég stundum alveg vonina og svo er ég rosa kát. Svo verð ég kvíðin, bara allur skalinn eins og hjá öllum.“ Aðspurð hvað standi upp úr eftir öll þessi ár síðan fyrsta sólóplatan hennar kom út fyrir tuttugu árum, er Hera snögg að svara „Allt fólkið sem ég hef fengið að vinna með, allir staðirnir sem ég er búin að fá að hugsa og öll tækifærin sem ég hef getað nýtt mér. En fyrst og fremst fólkið og vináttan og allar þessar góðu minningar.“ Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona segir að það sé ágæt sárabót að fá að halda streimistónleika fyrst hún þurfti að hætta við stóru jólatónleikana í Hallgrímskirkju.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Frammistöðukvíði og minnimáttarkennd Aðspurð hvort hún sjái eftir að hafa sagt nei við einhver verkefni eða tækifæri á ferlinum, þá er eitt sem er henni ofarlega í huga. „Ég sé alltaf eftir að hafa sagt nei við að syngja dúett með Eivør sem heitir Dansaðu vindur, það eru mestu mistök mín á ferlinum. En hún gerði þetta bara svo dásamlega fallega að hún bara varð að fá að eiga þetta ein.“ Lagið gaf Færeyska söngkonan út árið 2010 og hefur það fengið meira en tvær milljónir spilana á Youtube. Lagið er eftir Peter og Nanne Grönvall og textann á Kristján Hreinsson. „Ég verð fræg fyrir það að hafa sagt nei við því, ég sagði mig bara frá þeim dúett. En ég horfi alltaf á það þannig að allt er eins og það á að vera, ákvörðunin sem ég tók á þeim tíma hún er rétt. Ég kannski sá það ekki þá en ég sé það núna og ef ég sé það ekki núna þá sé ég það seinna. Ég lifi svolítið eftir þessu mottói, ef að innsæið segir mér að segja nei eða já þá er það út af einhverju.“ Hera segir að frammistöðukvíði hafi verið ástæðan fyrir því að hún bakkaði út úr verkefninu. „Ég fékk minnimáttarkennd gagnvart Eivør, hún söng þetta svo dásamlega fallega og mér fannst ég ekki bæta neinu við. Þannig að ég og Kalli Olgeirs sem sá um þessar upptökur vorum sammála um að leyfa henni að eiga þetta lag. Það var mitt eigið óöryggi og frammistöðukvíði.“ Hún segist elska að syngja þetta lag í dag og njóta þess mikið. „En það var skrifað í skýin að Eivør myndi syngja þetta ein.“ Sátt við sjálfa sig Hera segir að það sem hafi breyst hvað mest á þessum árum sé ákveðinn þroski. „Mér líður miklu betur, ég sit miklu betur í sjálfri mér, ég er sáttari við sjálfa mig og mína rödd og það sem ég hef fram að færa. Það er stóra breytingin. Ég er búin að læra að samgleðjast og sýna fólki samkennd.“ Fyrir nokkrum árum flutti Hera tímabundið til Chile með fjölskyldunni og hafði það mikil áhrif á hennar hugarfar. „Stóri lærdómurinn úr þeirri ferð var hvað fjölskyldan er mikilvæg og hvað við náðum litla fjölskyldan að þétta raðirnar vel. Við lærðum inn á hvert annað því að við vorum í miklu óöryggi, töluðum ekki tungumálið, þekktum engan og kunnum ekkert. Þá verður maður auðvitað mjög auðveldlega mjög pirraður og leiðinlegur og þurftum við að umbera hvert annað í gegnum þetta ferli.“ Hera segir að það hafi líka verið gott að sakna Íslands, fara í burtu og finna hvað Ísland er dásamlegt og maður er ríkur. Þó að Hera hafi gert ýmsar breytingar eftir þessa dvöl eins og tengt heilsunni, þá er hún enn að læra að setja sjálfa sig í forgang. „Sérstaklega að passa að vinnan éti mig ekki. Ég er ekkert alveg rosalega góð í þessu ennþá. Ég þarf greinilega að fara í flugfreyjuna, læra að setja grímuna á mig fyrst.“ Mæðgurnar syngja saman Tónleikarnir Ilmur af jólum hefjast klukkan átta á sunnudagskvöld og hægt er að horfa á þá í gegnum heimasíðuna Herabjork.com. „Óskar Einarsson verður með mér, hann hefur verið með mér alveg frá byrjun og tók upp fyrstu plötuna fyrir tuttugu árum. Jói Ásmunds bassaleikari verður með mér, Einar Valur Scheving trommari og Matti Stefáns gítar- og fiðluleikari. Síðan er ég með fjórar söngkonur með mér, þær Ágústu Ósk, Hrefnu Hrund, Evu Björk og Rögnu.“ Margrét Eir vinkona Heru mun syngja með henni og svo fá áhorfendur einnig að njóta mæðgnaflutnings, þegar þrjár kynslóðir syngja saman. Hjördís Geirsdóttir móðir Heru og Þórdís Petra dóttir hennar munu koma fram á tónleikunum. „Þetta verður æðislega gaman og við ætlum að syngja þrjár. Stelpan mín er náttúrulega að taka við af mér og ég tók náttúrulega við af mömmu en samt erum við allar að.“ Jólasmákökur og smurbrauð „Þetta er sárabótin mín til mín af því að ég fæ ekki að vera í Hallgrímskirkju með alla kórana og gestasöngvarana og vera í stóra kjólnum. Þetta er sárabótin mín og ég vona að fleiri muni njóta með mér.“ Eftir tónleikana ætlar Hera svo að njóta jólanna með fjölskyldunni. „Við förum og kaupum bækur fjölskyldan, bökum og svo geri ég jólarauðkál við mikla athöfn, ég elska lyktina af því. Hlusta á jólatónlist, hlusta á útvarpskveðjurnar og taka rölt niður í bæ. Svo pössum við að borða allar jólasmákökurnar áður en aðfangadagur kemur, af því að eftir hann er svo mikið annað sem þarf að borða. Við höfum því markmiðið að klára alltaf smákökurnar á aðventunni.“ Hún stefnir líka á að reyna að komast á Jómfrúna með vinkonunum og borða með þeim smørrebrød. „Maður gerir kannski minna af hefðum, fækkar þeim aðeins út af ástandinu.“
Tónlist Jól Helgarviðtal Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira