„Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 11:54 Þórhallur Árnason er varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi. Vísir/Egill Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. Enn er töluvert vatnsveður í bænum og appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu en seinni skriðan sem féll í nótt fór á einbýlishús og flutti það með sér tugi metra. Ekki er búið í húsinu að staðaldri svo það var mannlaust en auk þess var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg og hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, hafa verið á ferð um Seyðisfjörð í morgun og ræddu við Þórhall skömmu áður en það tók að birta almennilega til nú undir hádegi. Hann sagði allar varúðarráðstafanir enn í gildi. Mikilvægt væri að gæta áfram fyllsta öryggis og bregðast við ef svo bæri undir. Aðspurður hvort óttast væri að fleiri skriður gætu fallið sagði Þórhallur ekki alveg vitað hvað væri í miðju Nautaklaufarinnar, þeim stað þaðan sem skriðurnar féllu í nótt. Það myndi koma betur í ljós í birtingu. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum, eitt hús hefur færst úr stað eins og áður er getið og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Þórhallur segir örugglega erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þessar hamfarir. „Ég held að fólk sé bara að vinna úr þessu eins og þetta er frá degi til dags. Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta og eins líka fólk sem hefur þurft að fara frá heimilum sínum og svo framvegis og öll þessi óvissa, og taka svo bara stöðuna eftir því sem tíminn líður,“ sagði Þórhallur. Aurskriður á Seyðisfirði hættustig Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Friday, December 18, 2020 Múlaþing Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Enn er töluvert vatnsveður í bænum og appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu en seinni skriðan sem féll í nótt fór á einbýlishús og flutti það með sér tugi metra. Ekki er búið í húsinu að staðaldri svo það var mannlaust en auk þess var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg og hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, hafa verið á ferð um Seyðisfjörð í morgun og ræddu við Þórhall skömmu áður en það tók að birta almennilega til nú undir hádegi. Hann sagði allar varúðarráðstafanir enn í gildi. Mikilvægt væri að gæta áfram fyllsta öryggis og bregðast við ef svo bæri undir. Aðspurður hvort óttast væri að fleiri skriður gætu fallið sagði Þórhallur ekki alveg vitað hvað væri í miðju Nautaklaufarinnar, þeim stað þaðan sem skriðurnar féllu í nótt. Það myndi koma betur í ljós í birtingu. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum, eitt hús hefur færst úr stað eins og áður er getið og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Þórhallur segir örugglega erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þessar hamfarir. „Ég held að fólk sé bara að vinna úr þessu eins og þetta er frá degi til dags. Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta og eins líka fólk sem hefur þurft að fara frá heimilum sínum og svo framvegis og öll þessi óvissa, og taka svo bara stöðuna eftir því sem tíminn líður,“ sagði Þórhallur. Aurskriður á Seyðisfirði hættustig Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Friday, December 18, 2020
Múlaþing Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20
Gripið verði til viðeigandi ráðstafana og stuðnings vegna hamfaranna á Seyðisfirði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi mála á Seyðisfirði. Verið sé að leggja mat á umfang þess tjóns sem orðið hefur í aurskriðunum sem fallið hafa á bæinn í vikunni og áhrif þeirra á samfélagið og sveitarfélagið. 18. desember 2020 11:01