Gert að selja íbúðina: Lögregla kölluð til 27 sinnum á níu mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 11:12 Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp þann dóm að konu bæri að flytja úr íbúð sinni innan mánaðar og selja hana innan þriggja, vegna grófra og ítrekaðra brota á skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í umræddu fjölbýlishúsi. Konan flutti inn í íbúðina 15. september 2019 en sama dag barst tilkynning til lögreglu vegna íbúðarinnar. Eftir það var lögregla kölluð 27 sinnum að húsinu á níu mánaða tímabili, stundum af konunni en oftast af nágrönnum. Samkvæmt dóminum var aðkoma lögreglu aðallega vegna samkvæmishávaða, láta frá hundum konunnar og vegna gesta hennar í húsinu. Þá hafi lögregla einnig verið kölluð til þegar gestir konunnar reyndu að komast inn í íbúðir annarra íbúa, þegar þeir höfðu í hótunum við nágranna konunnar og vegna líkamsárásar af hálfu gesta á einn íbúa. Bar fyrir sig heilsuleysi, ofbeldissambandi og dóttur í neyslu Húsfélagið greip fyrst til aðgerða 8. nóvember 2019 og sendi konunni bréf með aðvörun og áskorun. Bréfið var endursent húsfélaginu 20. desember og því óvíst um gildi þess. Konan kannaðist hins vegar við að hafa fengið annað bréf sama efnis í janúar 2020 en bar því við að á þeim tíma hefði hún ekki haft heilsu til að gera sér grein fyrir innihaldi bréfsins. Sagðist hún mánuði síðar hafa farið í aðgerð vegna heilaæxlis. Auk heilsufarslegra ástæðna sagði konan vandkvæði sín mega rekja til sambúðar hennar með ofbeldismanni, sem nú væri fluttur út, og hegðunar dóttur sinnar, sem væri í mikilli óreglu og neyslu. Vísaði konan fyrir dómi meðal annars til þess að eftir að dóttir hennar hefði farið erlendis í mars 2020 hefði útköllum lögreglu fækkað verulega. Þá hefði þeim enn fækkað eftir að konan losnaði úr ofbeldissambandinu í júní 2020. Íbúar sögðust óttast að nota sameignina Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að konan hefði ekki lagt fram gögn til að færa sönnur á fullyrðingar um heilsuleysi. Eins lægju engin gögn fyrir um dóttur konunnar. Þá hefði hún haldið umrædda hunda án samþykkis annarra íbúa. Enda þótt hún hefði sjálf óskað eftir aðstoð lögreglu nokkrum sinnum þá væri ekki hægt að líta svo á að eftir stæðu svo fá tilvik eða léttvæg að ótímabært hefði verið að senda henni erindi. Er meðal annars vísað til vitnisburða annarra íbúa um veislur sem entust fram að hádegi daginn eftir að þær hófust. Að fólk í annarlegu ástandi hefði hangið í sameigninni og í þvottahúsinu. Að mikið hefði verið um öskur og rifrildi í íbúð stefndu, auk hávaða frá hundum. Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Konunni var sem fyrr segir gert að flytja út úr íbúð sinni og selja hana en auk þess að greiða húsfélaginu 1,1 milljón í málskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur Lögreglumál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Konan flutti inn í íbúðina 15. september 2019 en sama dag barst tilkynning til lögreglu vegna íbúðarinnar. Eftir það var lögregla kölluð 27 sinnum að húsinu á níu mánaða tímabili, stundum af konunni en oftast af nágrönnum. Samkvæmt dóminum var aðkoma lögreglu aðallega vegna samkvæmishávaða, láta frá hundum konunnar og vegna gesta hennar í húsinu. Þá hafi lögregla einnig verið kölluð til þegar gestir konunnar reyndu að komast inn í íbúðir annarra íbúa, þegar þeir höfðu í hótunum við nágranna konunnar og vegna líkamsárásar af hálfu gesta á einn íbúa. Bar fyrir sig heilsuleysi, ofbeldissambandi og dóttur í neyslu Húsfélagið greip fyrst til aðgerða 8. nóvember 2019 og sendi konunni bréf með aðvörun og áskorun. Bréfið var endursent húsfélaginu 20. desember og því óvíst um gildi þess. Konan kannaðist hins vegar við að hafa fengið annað bréf sama efnis í janúar 2020 en bar því við að á þeim tíma hefði hún ekki haft heilsu til að gera sér grein fyrir innihaldi bréfsins. Sagðist hún mánuði síðar hafa farið í aðgerð vegna heilaæxlis. Auk heilsufarslegra ástæðna sagði konan vandkvæði sín mega rekja til sambúðar hennar með ofbeldismanni, sem nú væri fluttur út, og hegðunar dóttur sinnar, sem væri í mikilli óreglu og neyslu. Vísaði konan fyrir dómi meðal annars til þess að eftir að dóttir hennar hefði farið erlendis í mars 2020 hefði útköllum lögreglu fækkað verulega. Þá hefði þeim enn fækkað eftir að konan losnaði úr ofbeldissambandinu í júní 2020. Íbúar sögðust óttast að nota sameignina Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að konan hefði ekki lagt fram gögn til að færa sönnur á fullyrðingar um heilsuleysi. Eins lægju engin gögn fyrir um dóttur konunnar. Þá hefði hún haldið umrædda hunda án samþykkis annarra íbúa. Enda þótt hún hefði sjálf óskað eftir aðstoð lögreglu nokkrum sinnum þá væri ekki hægt að líta svo á að eftir stæðu svo fá tilvik eða léttvæg að ótímabært hefði verið að senda henni erindi. Er meðal annars vísað til vitnisburða annarra íbúa um veislur sem entust fram að hádegi daginn eftir að þær hófust. Að fólk í annarlegu ástandi hefði hangið í sameigninni og í þvottahúsinu. Að mikið hefði verið um öskur og rifrildi í íbúð stefndu, auk hávaða frá hundum. Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Konunni var sem fyrr segir gert að flytja út úr íbúð sinni og selja hana en auk þess að greiða húsfélaginu 1,1 milljón í málskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
Lögreglumál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent