Reiðir sig á hjálparsamtök svo börnin fái að borða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2020 19:00 Kolbrún Inga Carlsen er alin upp við fátækt. Sjálf segist hún vera í fátæktargildru. Hún er í hundrað prósent vinnu en peningarnir eru búnir fimmta hvers mánaðar. VÍSIR/SIGURJÓN Einstæð tveggja barna móðir sem býr við mikla fátækt kvíðir jólunum. Hún segir að þó að hún sé í fullri vinnu þá séu peningarnir búnir þann fimmta hvers mánaðar. Hún þurfi að reiða sig á hjálparsamtök til að geta gefið börnum sínum að borða. Kolbrún Inga Carlsen er 34 ára gömul tveggja barna móðir. Hún ólst sjálf upp við fátækt hjá einstæðri móðir sem er öryrki. Kolbrún er hún með gigt og hjartagalla og gat ekkert unnið um tíma. Í dag er hún í hundrað prósent vinnu og fær um 320 þúsund krónur útborgað á mánuði. Þegar hún er búin að greiða leiguna segist hún eiga eftir um hundrað þúsund krónur. Þá á hún eftir að greiða mat í skólanum fyrir strákana sína, net, tryggingar og símreikning. Þá segist hún skulda mikið þar sem hún hafi stöðugt þurft að taka lán til að eiga ofan í sig og á. „Svo er ég bara með svona lán hér og þar, yfirdrátt sem ég hef þurft að taka í gegn um tíðina, ég þurfti að að redda mér pening fyrir tryggingu fyrir íbúðinni því ég á ekkert bakland,“ segir Kolbrún Inga. Hafragrautur eða morgunkorn í kvöldmat Á hvaða degi mánaðarins er allur peningur búinn? „Svona frá fyrsta til fimmta. Ég yfirleitt næ ekki að borga alla reikninga og þá er eftir matur og lyf út mánuðinn, þannig að það er strögl,“ segir Kolbrún Inga. Oftast tekst henni að hafa heitan mat tvö kvöld í viku með hjálp hjálparsamtaka. „Við borðum mikið af pylsum, núðlur og súpur,“ segir hún og tekur dæmi um pakkanúðlur og stafasúpu. „Það er ekki matur á hverjum degi,“ segir hún. Stundum fái þau sér morgunkorn eða hafragraut í kvöldmat. Er með stanslausar áhyggjur „Ég er með stanslausar áhyggjur. Ég myndi segja að ég gráti mig í svefn svona tvisvar í viku því ég er með áhyggjur af því hvernig ég eigi að kaupa í matinn í næstu viku,“ segir Kolbrún Inga. Strákarnir hennar fái sem betur fer mat í skólanum þó hún eigi oft erfitt með að borga hann. Hún segist borga um tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir matinn sem þeir fá. „Tuttugu þúsund er tuttugu þúsund og fyrir það gæti ég keypt mat hingað heim í tvær vikur. Svo finnst mér að það mætti niðurgreiða tómstundir,“ segir Kolbrún Inga en hún hefur ekki átt efni á því að hafa strákana sína í tómstundum. Þessa önn greiddi mæðrastyrksnefnd fyrir þá í körfubolta. Stráknum strítt vegna fátæktarinnar Hún segir að eldri stráknum hafi verið strítt vegna ástandsins. „Hann á ekki iphone og er ekki í flottustu fötunum og hann fær ekki að fara í bíó. Þar finnur hann rosalega mikið fyrir því,“ segir Kolbrún Inga. Hann þurfi að taka lyf við ADHD og er lyfjakostnaður fjölskyldunnar um 30 þúsund krónur á mánuði. Desember alltaf erfiðastur „Hann þyrfti líka að komast til sálfræðings einu sinni til tvisvar í mánuði og það er ekki niðurgreitt,“ segir Kolbrún Inga sem hefur ekki geta sent hann til sálfræðings vegna kostnaðar. Kolbrún segir desember stressa sig mest. Þó fær hún jólamat og gjafir fyrir strákana hjá hjálparsamtökum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og ég er að reyna allt sem ég get til að geta boðið þeim upp á betra líf en ég bara get það ekki,“ segir hún og bætir við að erfiðast sé að þurfa alltaf að segja nei við börnin sín. Félagsmál Hjálparstarf Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kolbrún Inga Carlsen er 34 ára gömul tveggja barna móðir. Hún ólst sjálf upp við fátækt hjá einstæðri móðir sem er öryrki. Kolbrún er hún með gigt og hjartagalla og gat ekkert unnið um tíma. Í dag er hún í hundrað prósent vinnu og fær um 320 þúsund krónur útborgað á mánuði. Þegar hún er búin að greiða leiguna segist hún eiga eftir um hundrað þúsund krónur. Þá á hún eftir að greiða mat í skólanum fyrir strákana sína, net, tryggingar og símreikning. Þá segist hún skulda mikið þar sem hún hafi stöðugt þurft að taka lán til að eiga ofan í sig og á. „Svo er ég bara með svona lán hér og þar, yfirdrátt sem ég hef þurft að taka í gegn um tíðina, ég þurfti að að redda mér pening fyrir tryggingu fyrir íbúðinni því ég á ekkert bakland,“ segir Kolbrún Inga. Hafragrautur eða morgunkorn í kvöldmat Á hvaða degi mánaðarins er allur peningur búinn? „Svona frá fyrsta til fimmta. Ég yfirleitt næ ekki að borga alla reikninga og þá er eftir matur og lyf út mánuðinn, þannig að það er strögl,“ segir Kolbrún Inga. Oftast tekst henni að hafa heitan mat tvö kvöld í viku með hjálp hjálparsamtaka. „Við borðum mikið af pylsum, núðlur og súpur,“ segir hún og tekur dæmi um pakkanúðlur og stafasúpu. „Það er ekki matur á hverjum degi,“ segir hún. Stundum fái þau sér morgunkorn eða hafragraut í kvöldmat. Er með stanslausar áhyggjur „Ég er með stanslausar áhyggjur. Ég myndi segja að ég gráti mig í svefn svona tvisvar í viku því ég er með áhyggjur af því hvernig ég eigi að kaupa í matinn í næstu viku,“ segir Kolbrún Inga. Strákarnir hennar fái sem betur fer mat í skólanum þó hún eigi oft erfitt með að borga hann. Hún segist borga um tuttugu þúsund krónur á mánuði fyrir matinn sem þeir fá. „Tuttugu þúsund er tuttugu þúsund og fyrir það gæti ég keypt mat hingað heim í tvær vikur. Svo finnst mér að það mætti niðurgreiða tómstundir,“ segir Kolbrún Inga en hún hefur ekki átt efni á því að hafa strákana sína í tómstundum. Þessa önn greiddi mæðrastyrksnefnd fyrir þá í körfubolta. Stráknum strítt vegna fátæktarinnar Hún segir að eldri stráknum hafi verið strítt vegna ástandsins. „Hann á ekki iphone og er ekki í flottustu fötunum og hann fær ekki að fara í bíó. Þar finnur hann rosalega mikið fyrir því,“ segir Kolbrún Inga. Hann þurfi að taka lyf við ADHD og er lyfjakostnaður fjölskyldunnar um 30 þúsund krónur á mánuði. Desember alltaf erfiðastur „Hann þyrfti líka að komast til sálfræðings einu sinni til tvisvar í mánuði og það er ekki niðurgreitt,“ segir Kolbrún Inga sem hefur ekki geta sent hann til sálfræðings vegna kostnaðar. Kolbrún segir desember stressa sig mest. Þó fær hún jólamat og gjafir fyrir strákana hjá hjálparsamtökum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og ég er að reyna allt sem ég get til að geta boðið þeim upp á betra líf en ég bara get það ekki,“ segir hún og bætir við að erfiðast sé að þurfa alltaf að segja nei við börnin sín.
Félagsmál Hjálparstarf Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira