Má ekki lengur segja móðir? Karl Gauti Hjaltason skrifar 17. desember 2020 17:00 Nokkur frumvörp hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem tengjast lögum um kynrænt sjálfræði. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er verið að hreinsa út úr ýmsum lögum orð eins og móðir, kona, karl, barn, kvæntur maður og gift kona, faðerni og móðerni, kvenmaður, eiginkona, eiginmaður, sambúðarkona og sambúðarmaður. Orðið móðir hreinsað út Í mörgum tilfellum er um tiltölulega saklausar breytingar að ræða, en í öðrum tilfellum hreint alls ekki. Sérstaklega fer illa á því að taka út orðið móðir í nokkrum greinum hegningarlaga, orð sem er rótgróið í vitund landsmanna. Í hegningarlögunum er orðið notað í hefðbundnum skilningi þess og haft um þá manneskju sem ber barn undir belti eða fæðir barn. Fórn Ekki verður séð að orðið móðir í skilningi hegningarlaga þurfi að hreinsa úr lögunum. Hvaða máli skiptir í því sambandi hvernig kynfæri manneskjunnar líta út? Eða hvaða kynskráningu sú manneskja sem ber barn undir belti kýs sér? Manneskjan er verðandi móðir ef hún ber barn undir belti og móðir þegar hún fæðir barn. Orðið móðir er fallegt og lýsandi íslenskt orð og óviðunandi ef því á að fórna fyrir öfgar. Krukkað í refsilög Til þess að skýra þetta nánar má í þessu sambandi líta til lagabreytingar á 192. gr. hegningarlaga sem leggur refsingu við því ef einhver rangfærir sönnun fyrir faðerni eða móðerni barns, t.d. með rangri skýrslu fyrir yfirvaldi. Þarna er verið að fella brott orðin faðerni og móðerni. Í stað þess er sett inn orðið foreldrastaða! Hér er um afkáralega breytingu að ræða. Orðið foreldrastaða kemur hér ekki í stað orðanna móðerni eða faðerni og afbakar refsiákvæðið og það verður markleysa. Engin sérfræðingur á sviði refsiréttar veitti umsögn um þessar breytingar á refsilögum. Er slíkt mál tækt til afgreiðslu á Alþingi? En það skiptir líklega engu máli, því tilgangurinn helgar meðalið. Öfgar í fyrirrúmi Eins og stundum áður er hér gengið allt of langt og má vel tala um öfga í því sambandi. Ákvæðið leggur refsingu við því að leggja stein í götu yfirvalda þegar þau grennslast fyrir um faðerni eða móðerni barns og þar hefur verið átt við líffræðilegan föður eða móður. Ef átt er við eitthvað annað en það, þá er búið að breyta algerlega um hugsun í ákvæðinu. Er þá ekki lengur átt við að leitast sé við að grennslast fyrir um blóðtengsl móður eða föður við barnið. Öfgar? Já, allir ættu að geta séð að hér eru á ferðinni glórulausir öfgar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nokkur frumvörp hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem tengjast lögum um kynrænt sjálfræði. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er verið að hreinsa út úr ýmsum lögum orð eins og móðir, kona, karl, barn, kvæntur maður og gift kona, faðerni og móðerni, kvenmaður, eiginkona, eiginmaður, sambúðarkona og sambúðarmaður. Orðið móðir hreinsað út Í mörgum tilfellum er um tiltölulega saklausar breytingar að ræða, en í öðrum tilfellum hreint alls ekki. Sérstaklega fer illa á því að taka út orðið móðir í nokkrum greinum hegningarlaga, orð sem er rótgróið í vitund landsmanna. Í hegningarlögunum er orðið notað í hefðbundnum skilningi þess og haft um þá manneskju sem ber barn undir belti eða fæðir barn. Fórn Ekki verður séð að orðið móðir í skilningi hegningarlaga þurfi að hreinsa úr lögunum. Hvaða máli skiptir í því sambandi hvernig kynfæri manneskjunnar líta út? Eða hvaða kynskráningu sú manneskja sem ber barn undir belti kýs sér? Manneskjan er verðandi móðir ef hún ber barn undir belti og móðir þegar hún fæðir barn. Orðið móðir er fallegt og lýsandi íslenskt orð og óviðunandi ef því á að fórna fyrir öfgar. Krukkað í refsilög Til þess að skýra þetta nánar má í þessu sambandi líta til lagabreytingar á 192. gr. hegningarlaga sem leggur refsingu við því ef einhver rangfærir sönnun fyrir faðerni eða móðerni barns, t.d. með rangri skýrslu fyrir yfirvaldi. Þarna er verið að fella brott orðin faðerni og móðerni. Í stað þess er sett inn orðið foreldrastaða! Hér er um afkáralega breytingu að ræða. Orðið foreldrastaða kemur hér ekki í stað orðanna móðerni eða faðerni og afbakar refsiákvæðið og það verður markleysa. Engin sérfræðingur á sviði refsiréttar veitti umsögn um þessar breytingar á refsilögum. Er slíkt mál tækt til afgreiðslu á Alþingi? En það skiptir líklega engu máli, því tilgangurinn helgar meðalið. Öfgar í fyrirrúmi Eins og stundum áður er hér gengið allt of langt og má vel tala um öfga í því sambandi. Ákvæðið leggur refsingu við því að leggja stein í götu yfirvalda þegar þau grennslast fyrir um faðerni eða móðerni barns og þar hefur verið átt við líffræðilegan föður eða móður. Ef átt er við eitthvað annað en það, þá er búið að breyta algerlega um hugsun í ákvæðinu. Er þá ekki lengur átt við að leitast sé við að grennslast fyrir um blóðtengsl móður eða föður við barnið. Öfgar? Já, allir ættu að geta séð að hér eru á ferðinni glórulausir öfgar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun