Að fela peninga yfir áramótin Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 10:31 Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar. En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: Eignaskattur er ekki lengur innheimtur Auðlegðarskattur var hér á landi árin 2010-2014 en í dag er ekki greiddur skattur af peningalegum eignum. Það breytir því engu um slíka skattheimtu hvort inneign sé á reikningi um áramót eða ekki. Fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun, ekki eignum Með öðrum orðum: Það skiptir ekki máli hvað þú átt inni á reikningnum, bara hvað þú hefur fengið í vexti, verðbætur eða aðrar fjármagnstekjur. Þú kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt með því að taka út peninga yfir áramótin. Mundu svo að frítekjumark er á fjármagnstekjum sem þýðir að þú færð væntanlega stóran hluta skattsins endurgreiddan á næsta ári. Tryggingastofnun skerðir ekki vegna eigna Þú þarft ekki að fela peninga fyrir TR. Skerðingar ellilífeyris stofnunarinnar eiga aðeins við um þær tekjur sem þú hefur en ekki eignir. Þar að auki er ekki er skert um krónu á móti krónu eins og stundum er haldið fram. Það er því skárra að fá einhverja vexti en enga, þrátt fyrir skerðingar og skatta. Þó svo peningur sé geymdur undir kodda ber að telja hann fram á skattframtali Séu reikningar tæmdir um áramót og þeirra ekki getið annars staðar getur litið svo út á framtali að viðkomandi hafi fengið vexti á árinu án þess þó að eiga sparnað. Ýmsum jólahefðum má viðhalda en kannski er kominn tími til að leggja þessari. Umræða um upptöku eignaskatts skýtur vissulega upp kollinum annað slagið og ekki er útilokað að hann verði hér innleiddur að nýju en á meðan svo er ekki skilar þessi æfing sennilega engu nema líkamsræktinni sem ferðalaginu fylgir. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar. En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: Eignaskattur er ekki lengur innheimtur Auðlegðarskattur var hér á landi árin 2010-2014 en í dag er ekki greiddur skattur af peningalegum eignum. Það breytir því engu um slíka skattheimtu hvort inneign sé á reikningi um áramót eða ekki. Fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun, ekki eignum Með öðrum orðum: Það skiptir ekki máli hvað þú átt inni á reikningnum, bara hvað þú hefur fengið í vexti, verðbætur eða aðrar fjármagnstekjur. Þú kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt með því að taka út peninga yfir áramótin. Mundu svo að frítekjumark er á fjármagnstekjum sem þýðir að þú færð væntanlega stóran hluta skattsins endurgreiddan á næsta ári. Tryggingastofnun skerðir ekki vegna eigna Þú þarft ekki að fela peninga fyrir TR. Skerðingar ellilífeyris stofnunarinnar eiga aðeins við um þær tekjur sem þú hefur en ekki eignir. Þar að auki er ekki er skert um krónu á móti krónu eins og stundum er haldið fram. Það er því skárra að fá einhverja vexti en enga, þrátt fyrir skerðingar og skatta. Þó svo peningur sé geymdur undir kodda ber að telja hann fram á skattframtali Séu reikningar tæmdir um áramót og þeirra ekki getið annars staðar getur litið svo út á framtali að viðkomandi hafi fengið vexti á árinu án þess þó að eiga sparnað. Ýmsum jólahefðum má viðhalda en kannski er kominn tími til að leggja þessari. Umræða um upptöku eignaskatts skýtur vissulega upp kollinum annað slagið og ekki er útilokað að hann verði hér innleiddur að nýju en á meðan svo er ekki skilar þessi æfing sennilega engu nema líkamsræktinni sem ferðalaginu fylgir. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar