Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2020 06:33 Í lyfjaglösunum eiga að vera fimm skammtar en í sumum hafa fundist allt að sjö. epa/Pfizer Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að í sumum glösum mátti finna allt að tvo auka skammta en samkvæmt Guardian gæti þetta þýtt að birgðir Bandaríkjamanna af bóluefninu séu 40% meiri en gert var ráð fyrir. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar viðbótarefnisins og hefur bent þeim sem hafa umsjón með bólusetningum að hafa samband við viðeigandi stofnanir. Politico hefur eftir fræðamanni að það sé algengt að framleiðendur setji aðeins meira í lyfjaglös þar sem gert sé ráð fyrir að eitthvað fari til spillis. Lyfjasérfræðingurinn Erin Fox við University of Utah segir þó óvenjulegt að finna heila aukaskammta afgangs í glösunum. Sharon Castillo, talskona Pfizer, sagði í yfirlýsingu til Washington Post að umframmagnið í lyfjaglösunum, sem eiga að innihalda fimm skammta, sé mismikið eftir því hvaða nálar og sprautur séu notaðar. En jafnvel þótt FDA hafi gefið heimild fyrir notkun aukaskammtanna er þó mælt gegn því að blanda skömmtum saman milli glasa. Eftirlitsaðilar vestanhafs munu taka til umfjöllunar í dag beiðni lyfjafyrirtækisins Moderna um neyðarheimild vegna bóluefnis fyrirtækisins gegn Covid-19. Þá munu Joe Biden, kjörinn forseti, og varaforsetinn Mike Pence verða bólusettir opinberlega fljótlega. Pence jafnvel á morgun og Biden líklega í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að í sumum glösum mátti finna allt að tvo auka skammta en samkvæmt Guardian gæti þetta þýtt að birgðir Bandaríkjamanna af bóluefninu séu 40% meiri en gert var ráð fyrir. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar viðbótarefnisins og hefur bent þeim sem hafa umsjón með bólusetningum að hafa samband við viðeigandi stofnanir. Politico hefur eftir fræðamanni að það sé algengt að framleiðendur setji aðeins meira í lyfjaglös þar sem gert sé ráð fyrir að eitthvað fari til spillis. Lyfjasérfræðingurinn Erin Fox við University of Utah segir þó óvenjulegt að finna heila aukaskammta afgangs í glösunum. Sharon Castillo, talskona Pfizer, sagði í yfirlýsingu til Washington Post að umframmagnið í lyfjaglösunum, sem eiga að innihalda fimm skammta, sé mismikið eftir því hvaða nálar og sprautur séu notaðar. En jafnvel þótt FDA hafi gefið heimild fyrir notkun aukaskammtanna er þó mælt gegn því að blanda skömmtum saman milli glasa. Eftirlitsaðilar vestanhafs munu taka til umfjöllunar í dag beiðni lyfjafyrirtækisins Moderna um neyðarheimild vegna bóluefnis fyrirtækisins gegn Covid-19. Þá munu Joe Biden, kjörinn forseti, og varaforsetinn Mike Pence verða bólusettir opinberlega fljótlega. Pence jafnvel á morgun og Biden líklega í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22