Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2020 06:33 Í lyfjaglösunum eiga að vera fimm skammtar en í sumum hafa fundist allt að sjö. epa/Pfizer Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að í sumum glösum mátti finna allt að tvo auka skammta en samkvæmt Guardian gæti þetta þýtt að birgðir Bandaríkjamanna af bóluefninu séu 40% meiri en gert var ráð fyrir. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar viðbótarefnisins og hefur bent þeim sem hafa umsjón með bólusetningum að hafa samband við viðeigandi stofnanir. Politico hefur eftir fræðamanni að það sé algengt að framleiðendur setji aðeins meira í lyfjaglös þar sem gert sé ráð fyrir að eitthvað fari til spillis. Lyfjasérfræðingurinn Erin Fox við University of Utah segir þó óvenjulegt að finna heila aukaskammta afgangs í glösunum. Sharon Castillo, talskona Pfizer, sagði í yfirlýsingu til Washington Post að umframmagnið í lyfjaglösunum, sem eiga að innihalda fimm skammta, sé mismikið eftir því hvaða nálar og sprautur séu notaðar. En jafnvel þótt FDA hafi gefið heimild fyrir notkun aukaskammtanna er þó mælt gegn því að blanda skömmtum saman milli glasa. Eftirlitsaðilar vestanhafs munu taka til umfjöllunar í dag beiðni lyfjafyrirtækisins Moderna um neyðarheimild vegna bóluefnis fyrirtækisins gegn Covid-19. Þá munu Joe Biden, kjörinn forseti, og varaforsetinn Mike Pence verða bólusettir opinberlega fljótlega. Pence jafnvel á morgun og Biden líklega í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að í sumum glösum mátti finna allt að tvo auka skammta en samkvæmt Guardian gæti þetta þýtt að birgðir Bandaríkjamanna af bóluefninu séu 40% meiri en gert var ráð fyrir. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar viðbótarefnisins og hefur bent þeim sem hafa umsjón með bólusetningum að hafa samband við viðeigandi stofnanir. Politico hefur eftir fræðamanni að það sé algengt að framleiðendur setji aðeins meira í lyfjaglös þar sem gert sé ráð fyrir að eitthvað fari til spillis. Lyfjasérfræðingurinn Erin Fox við University of Utah segir þó óvenjulegt að finna heila aukaskammta afgangs í glösunum. Sharon Castillo, talskona Pfizer, sagði í yfirlýsingu til Washington Post að umframmagnið í lyfjaglösunum, sem eiga að innihalda fimm skammta, sé mismikið eftir því hvaða nálar og sprautur séu notaðar. En jafnvel þótt FDA hafi gefið heimild fyrir notkun aukaskammtanna er þó mælt gegn því að blanda skömmtum saman milli glasa. Eftirlitsaðilar vestanhafs munu taka til umfjöllunar í dag beiðni lyfjafyrirtækisins Moderna um neyðarheimild vegna bóluefnis fyrirtækisins gegn Covid-19. Þá munu Joe Biden, kjörinn forseti, og varaforsetinn Mike Pence verða bólusettir opinberlega fljótlega. Pence jafnvel á morgun og Biden líklega í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22