Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2020 06:33 Í lyfjaglösunum eiga að vera fimm skammtar en í sumum hafa fundist allt að sjö. epa/Pfizer Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech. Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að í sumum glösum mátti finna allt að tvo auka skammta en samkvæmt Guardian gæti þetta þýtt að birgðir Bandaríkjamanna af bóluefninu séu 40% meiri en gert var ráð fyrir. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar viðbótarefnisins og hefur bent þeim sem hafa umsjón með bólusetningum að hafa samband við viðeigandi stofnanir. Politico hefur eftir fræðamanni að það sé algengt að framleiðendur setji aðeins meira í lyfjaglös þar sem gert sé ráð fyrir að eitthvað fari til spillis. Lyfjasérfræðingurinn Erin Fox við University of Utah segir þó óvenjulegt að finna heila aukaskammta afgangs í glösunum. Sharon Castillo, talskona Pfizer, sagði í yfirlýsingu til Washington Post að umframmagnið í lyfjaglösunum, sem eiga að innihalda fimm skammta, sé mismikið eftir því hvaða nálar og sprautur séu notaðar. En jafnvel þótt FDA hafi gefið heimild fyrir notkun aukaskammtanna er þó mælt gegn því að blanda skömmtum saman milli glasa. Eftirlitsaðilar vestanhafs munu taka til umfjöllunar í dag beiðni lyfjafyrirtækisins Moderna um neyðarheimild vegna bóluefnis fyrirtækisins gegn Covid-19. Þá munu Joe Biden, kjörinn forseti, og varaforsetinn Mike Pence verða bólusettir opinberlega fljótlega. Pence jafnvel á morgun og Biden líklega í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að í sumum glösum mátti finna allt að tvo auka skammta en samkvæmt Guardian gæti þetta þýtt að birgðir Bandaríkjamanna af bóluefninu séu 40% meiri en gert var ráð fyrir. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar viðbótarefnisins og hefur bent þeim sem hafa umsjón með bólusetningum að hafa samband við viðeigandi stofnanir. Politico hefur eftir fræðamanni að það sé algengt að framleiðendur setji aðeins meira í lyfjaglös þar sem gert sé ráð fyrir að eitthvað fari til spillis. Lyfjasérfræðingurinn Erin Fox við University of Utah segir þó óvenjulegt að finna heila aukaskammta afgangs í glösunum. Sharon Castillo, talskona Pfizer, sagði í yfirlýsingu til Washington Post að umframmagnið í lyfjaglösunum, sem eiga að innihalda fimm skammta, sé mismikið eftir því hvaða nálar og sprautur séu notaðar. En jafnvel þótt FDA hafi gefið heimild fyrir notkun aukaskammtanna er þó mælt gegn því að blanda skömmtum saman milli glasa. Eftirlitsaðilar vestanhafs munu taka til umfjöllunar í dag beiðni lyfjafyrirtækisins Moderna um neyðarheimild vegna bóluefnis fyrirtækisins gegn Covid-19. Þá munu Joe Biden, kjörinn forseti, og varaforsetinn Mike Pence verða bólusettir opinberlega fljótlega. Pence jafnvel á morgun og Biden líklega í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22