KSÍ svarar Fram fullum hálsi: „Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. desember 2020 18:13 Úr leik hjá Fram í sumar. Þeir leika að öllum líkindum í fyrstu deild karla á næstu leiktíð - en þeir eru þó ekki hættir að berjast. vísir/vilhelm KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa yfirlýsingu Fram til föðurhúsana. Framarar eru ósáttir við meðferðina á máli þeirra gagnvart KSÍ hvernig var skorið úr hvaða lið fara upp úr fyrstu deild karla. Leiknir fór upp í Pepsi Max deild karla en Leiknir og Fram voru með jafn mörg stig er mótið var flautað af. Fram var hins vegar með lakari markahlutfall en Leiknir og því tók Leiknir annað sætið í efstu deild. Framarar hafa mótmælt þessari niðurstöðu bæði til dómstóls KSÍ sem og áfrýjunardómstólsins en í bæði skiptin var kröfu þeirra vísað frá. Í yfirlýsingu Fram nefnir félagið meðal annars að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér. Nú síðdegis barst svo yfirlýsing frá KSÍ þar sem þessum ummælum er vísað á bug. Þar segir að í dómstólum KSÍ sé reynslumiklir og hæfir einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og vinni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. „“Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við. Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leiknir fór upp í Pepsi Max deild karla en Leiknir og Fram voru með jafn mörg stig er mótið var flautað af. Fram var hins vegar með lakari markahlutfall en Leiknir og því tók Leiknir annað sætið í efstu deild. Framarar hafa mótmælt þessari niðurstöðu bæði til dómstóls KSÍ sem og áfrýjunardómstólsins en í bæði skiptin var kröfu þeirra vísað frá. Í yfirlýsingu Fram nefnir félagið meðal annars að lagður hafi verið efnisdómur á KR á meðan máli Fram var einfaldlega vísað frá. „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér. Nú síðdegis barst svo yfirlýsing frá KSÍ þar sem þessum ummælum er vísað á bug. Þar segir að í dómstólum KSÍ sé reynslumiklir og hæfir einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og vinni fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. „“Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við.
Vegna yfirlýsingar Fram sem birt var á vef félagsins 16. desember vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Í knattspyrnuhreyfingunni eru sjálfstæð dómstig samkvæmt lögum KSÍ. Lög KSÍ eru samþykkt af knattspyrnuhreyfingunni sjálfri á ársþingi. Þar eru leikreglurnar settar, af aðildarfélögum KSÍ, ásamt því að fólk er tilnefnt og kosið til starfa, m.a. í Aga- og úrskurðarnefnd og Áfrýjunardómstól. Þessir dóms- og úrskurðaraðilar starfa algerlega sjálfstætt og án áhrifa af hálfu stjórnar KSÍ á nokkurn hátt. Fólkið sem knattspyrnuhreyfingin kýs til starfa í þessi dómstig eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar, sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikla vinnu við að gera sitt besta fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Þessir einstaklingar eru félagar í knattspyrnuhreyfingunni sem starfa af hugsjón og heilindum við það að komast að réttri niðurstöðu lögfræðilega eftir núgildandi lögum og reglum - lögum og reglum sem hreyfingin hefur sjálf sett sér. Þetta ættu forsvarsmenn Knattspyrnufélagsins Fram að vita, enda er Fram aðildarfélag KSÍ, hluti af knattspyrnuhreyfingunni. Það er sjálfsagt fyrir Fram, sem eitt af elstu aðildarfélögum KSÍ, að leggja fram tillögur að breytingum á lögum og regluverki knattspyrnuhreyfingarinnar. Aðilar innan hreyfingarinnar eru ekki alltaf sammála og stundum er tekist á um málefni, það er sanngjarnt, heilbrigt og eðlilegt. En sá málflutningur Fram að ætla stjórn KSÍ, þar sem sitja sjálfboðaliðar kjörnir af aðildarfélögunum, að reyna að hafa áhrif á framgang mála á dómstigum hreyfingarinnar, eða reyna koma í veg fyrir eðlilega úrlausn máls er ómaklegur og ósannur. Þennan málflutning er ekki hægt að sætta sig við.
Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram KSÍ Tengdar fréttir Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05 KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01 KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Tilkynning frá Fram: „Gera verður þá kröfu til KSÍ að allir fái sömu málsmeðferð“ Knattspyrnudeild Fram birti rétt í þessu fréttatilkynningu til þess að útskýra á hvaða grundvelli félagið hefur ákveðið að vísa ágreiningsmáli við KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ. 16. desember 2020 14:05
KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. 11. desember 2020 07:01
KSÍ dæmt í hag í málum KR og Fram gegn stjórn sambandsins Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli KR gegn stjórn KSÍ. Þá var máli Fram gegn stjórninni vísað frá. 9. desember 2020 14:18