Segir best að varast dellur og tískustrauma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2020 14:00 Þórarinn Ævarsson segist vera með bíladellu á háu stigi. Hann gefur Íslendingum þau peningaráð að forðast tískustrauma og dellur. Vísir/Gulli Þórarinn Ævarsson segir pítsuna hafa verið mikinn áhrifavald í sínu lífi og að hún hafi verið órjúfanlegur hluti af starfsævi hans; fyrst hjá Dominos, síðan Ikea og nú hjá Spaðanum, pítsustað sem Þórarinn stofnaði árið 2019. „Það er pítsunni að þakka að ég, bakarinn, áttaði mig á því að ég hefði nef fyrir viðskiptum.“ Þórarinn var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rætt er um fjármál einstaklinga. Þórarinn segir pítsuna vekja allt önnur hughrif en annar skyndibiti þar sem ameríska pizzan sé matarmeiri en sú ítalska. Því geti fleiri en einn deilt henni. „Eins getur hún alltaf endurnýjað sig. Þegar ég byrjaði í þessum bransa voru sveppir aðalmálið. Í dag er staðan önnur og ný álegg eins og döðlur komnar ofan á pítsur landsmanna. Pítsan er dáð og keypt af öllum aldurshópum. Eldri borgarar eru sem dæmi mikilvægur viðskiptahópur á Spaðanum,“ segir Þórarinn. Hann bætir við að hann hafi ekki verið sáttur að hætta hjá Dominos á sínum tíma. Því tók hann pítsuna upp og fór að selja pítsudeig hjá IKEA. Deigið hafi fljótt orðið söluhæsta varan í allri búðinni. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári innblástur Spaðans Þórarinn er hægri maður í pólitík og því er nokkuð skondið að hugmyndin að Spaðanum hafi kviknað út frá Gunnari Smára Egilssyni, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Hann greindi frá því á sínum tíma þegar hann lét dóttur sína fá tvö þúsund krónur til að kaupa pítsu. Dóttirin fór að hlæja. Gulli og Heimir í Bítinu á Bylgjunni fréttu af þessu og höfðu þá samband við Þórarinn og vildu vita hvort þetta gengi upp, að hægt væri að framleiða og selja pítsu á slíku verði. Þórarinn fór að reikna og sá strax að álagningin væri mikil og að hægt væri að lækka verðin á pítsunni um þúsund krónur. Í framhaldinu hafi hann farið á fullt í að opna Spaðann. Pálmi og Ingvar fyrirmyndir Þórarinn segist hafa tileinkað sér tvær fyrirmyndir þegar kemur að viðskiptum. Ingvar Kamprad, stofnanda IKEA, og Pálma Jónsson sem gjarnan er kenndur við Hagkaup. Pálmi stofnaði IKEA á Íslandi. Hann segir bæði Pálma og Ingvar hafa haft tvö leiðarljós við rekstur fyrirtækja sinna, að hugsa vel um rekstur fyrirtækisins og gera vel við almenning. Þessi hugsun hafi einkennt allan ferill Þórarins. Pálmi Jónsson í Hagkaup var í Helgarpóstinum árið 1987 nefndur guðfaðir Kringlunnar. Verslunarmiðstöðin opnaði það ár og var Pálmi að sjálfsögðu mættur. Hagkaup hefur verið með verslun í Kringlunni frá fyrsta degi.Helgarpósturinn Þórarinn segist engan áhuga hafa á að vera ríkasti maðurinn í götunni en vill geta ferðast, veitt í góðum ám með vinum og borðað góðan mat. Bíladella á háu stigi „Verstu ákvarðirnar tengjast nær allar bílum en ég er með mikla bíladellu og finnst gaman að eiga óvenjulega bíla. Gallinn við slíka bíla er að það er oft erfiðara að selja þá aftur,“ segir Þórarinn sem keyrir í dag á tíu ára gömlum jeppa og segist stefna að fjárhagslegu sjálfstæði. Hann segir reynsluna hafa kennt sér að tískan geti verið dýr. Besta sparnaðarráðið til Íslendinga sé að varast dellur og tískustrauma. Þannig sé skynsamlegra að kaupa frekar ódýra eldhúsinnréttingu í IKEA og geta skipt út hurðum og borðplötum eftir tíu ár þegar þessi tiltekna gerð innréttingar sé komin úr tísku. Þórarinn segist elska að elda mat og bendir á að það sé alltaf ódýrara að elda en að kaupa tilbúinn mat. Þá mælir hann með að hundsa dagsetningar á matvælum, það sé alveg nóg af lykta af mat og bragða. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Neytendur Leitin að peningunum Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Það er pítsunni að þakka að ég, bakarinn, áttaði mig á því að ég hefði nef fyrir viðskiptum.“ Þórarinn var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rætt er um fjármál einstaklinga. Þórarinn segir pítsuna vekja allt önnur hughrif en annar skyndibiti þar sem ameríska pizzan sé matarmeiri en sú ítalska. Því geti fleiri en einn deilt henni. „Eins getur hún alltaf endurnýjað sig. Þegar ég byrjaði í þessum bransa voru sveppir aðalmálið. Í dag er staðan önnur og ný álegg eins og döðlur komnar ofan á pítsur landsmanna. Pítsan er dáð og keypt af öllum aldurshópum. Eldri borgarar eru sem dæmi mikilvægur viðskiptahópur á Spaðanum,“ segir Þórarinn. Hann bætir við að hann hafi ekki verið sáttur að hætta hjá Dominos á sínum tíma. Því tók hann pítsuna upp og fór að selja pítsudeig hjá IKEA. Deigið hafi fljótt orðið söluhæsta varan í allri búðinni. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári innblástur Spaðans Þórarinn er hægri maður í pólitík og því er nokkuð skondið að hugmyndin að Spaðanum hafi kviknað út frá Gunnari Smára Egilssyni, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Hann greindi frá því á sínum tíma þegar hann lét dóttur sína fá tvö þúsund krónur til að kaupa pítsu. Dóttirin fór að hlæja. Gulli og Heimir í Bítinu á Bylgjunni fréttu af þessu og höfðu þá samband við Þórarinn og vildu vita hvort þetta gengi upp, að hægt væri að framleiða og selja pítsu á slíku verði. Þórarinn fór að reikna og sá strax að álagningin væri mikil og að hægt væri að lækka verðin á pítsunni um þúsund krónur. Í framhaldinu hafi hann farið á fullt í að opna Spaðann. Pálmi og Ingvar fyrirmyndir Þórarinn segist hafa tileinkað sér tvær fyrirmyndir þegar kemur að viðskiptum. Ingvar Kamprad, stofnanda IKEA, og Pálma Jónsson sem gjarnan er kenndur við Hagkaup. Pálmi stofnaði IKEA á Íslandi. Hann segir bæði Pálma og Ingvar hafa haft tvö leiðarljós við rekstur fyrirtækja sinna, að hugsa vel um rekstur fyrirtækisins og gera vel við almenning. Þessi hugsun hafi einkennt allan ferill Þórarins. Pálmi Jónsson í Hagkaup var í Helgarpóstinum árið 1987 nefndur guðfaðir Kringlunnar. Verslunarmiðstöðin opnaði það ár og var Pálmi að sjálfsögðu mættur. Hagkaup hefur verið með verslun í Kringlunni frá fyrsta degi.Helgarpósturinn Þórarinn segist engan áhuga hafa á að vera ríkasti maðurinn í götunni en vill geta ferðast, veitt í góðum ám með vinum og borðað góðan mat. Bíladella á háu stigi „Verstu ákvarðirnar tengjast nær allar bílum en ég er með mikla bíladellu og finnst gaman að eiga óvenjulega bíla. Gallinn við slíka bíla er að það er oft erfiðara að selja þá aftur,“ segir Þórarinn sem keyrir í dag á tíu ára gömlum jeppa og segist stefna að fjárhagslegu sjálfstæði. Hann segir reynsluna hafa kennt sér að tískan geti verið dýr. Besta sparnaðarráðið til Íslendinga sé að varast dellur og tískustrauma. Þannig sé skynsamlegra að kaupa frekar ódýra eldhúsinnréttingu í IKEA og geta skipt út hurðum og borðplötum eftir tíu ár þegar þessi tiltekna gerð innréttingar sé komin úr tísku. Þórarinn segist elska að elda mat og bendir á að það sé alltaf ódýrara að elda en að kaupa tilbúinn mat. Þá mælir hann með að hundsa dagsetningar á matvælum, það sé alveg nóg af lykta af mat og bragða. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Neytendur Leitin að peningunum Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira