Fiskikóngurinn látinn taka vörur úr sölu: „Viljum við að þessar aldargömlu hefðir lognist útaf?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 09:37 „Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. Vísir/Vilhelm Tveir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins heimsóttu Fiskikónginn í gær og skipuðu honum að taka nokkrar vörur úr sölu, þeirra á meðal harðfisk, hnoðmör, reyktan lunda og hákarl. Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“ Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“
Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira