Maðurinn sagðist ekki hafa þekkt mennina og hafi hann reynt að koma þeim út en þá hafi þeir ráðist á hann. Maðurinn bar áverka eftir árásina að því er fram kemur í færslu lögreglunnar á Facebook.
Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal aðfararnótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín að kvöldi til þegar...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Tuesday, December 15, 2020
Maðurinn bar áverka eftir árásina en ekki er vitað hvað gekk mönnunum til. Málið er í rannsókn. Engar frekari upplýsingar fengust hjá lögreglunni um málið þegar fréttastofa reyndi að afla þeirra.