„Þetta er algjört met, algjört met" Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2020 20:00 Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid. Á annað hundrað listamenn eru með verk sín til sölu á þremur sýningum í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir jólin. Í dag var opnuð sýningin Bæ, bæ 2020 í Núllinu í Bankastræti þar sem 25 listamenn selja verk sín. Ennfremur verður hægt að sjá verkin á Instagram-síðu sýningarinnar. „Þetta er okkar leið til að kveðja árið með stæl. Þessi lægð í viðburðahaldi undanfarið hafði þau áhrif að mjög margir vildu vera með. Margir hafa líka setið á hugmyndum sem þeir hafa haft tækifæri til að vinna úr á þessu ári Svo hef ég tekið eftir að listmörkuðum yfir jólin hefur fjölgað,“ segir Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar. Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar og Logi Leó Gunnarsson listamaður að undirbúa Bæ, bæ 2020.Vísir/Egill Ríflega hundrað félagar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna eru með verk sín til sölu á sýningunni Kanill í gamla Kirkjuhúsinu. „Þetta er algjört met, algjört met, þó að það hafi verið jólasýningar þá hafa aldrei verið eins margar og núna eru allir að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru allir komnir í spreng með að selja verk. Það er ekki nóg að vera bara á vinnustofunni og gera verkin. Þetta er búið að vera erfitt ár,“ segir Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari. Hún segir enn fremur að það hafi komið á óvart hversu vel verkin seljast. Verðin séu mismunandi. En það er hægt að gera afborgunarsamninga á vefsíðunni artotek.is. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari segir að sjaldan eða aldrei hafi eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin.Vísir/Egill Á þriðja tug listamanna eru svo með verk til sölu á sýningunni Flæði á Vesturgötu 17. „Við viljum styðja við fólk sé að kaupa list í jólagjöf og styðja við ungt listafólk sem hefur kannski misst tekjur í ár,“ segir Dorothea Olesen Halldórsdóttir annar stjórnandi Flæðis á Vesturgötu. Antonía Bergþórsdóttir og Dorothea Olesen Halldórsdóttir stjórnendur Flæðis á Vesturgötu.Vísir/Egill Hægt er að nálgast verkin á sýningunni Flæði á vefsíðunni Flaedi.com. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Reykjavík Myndlist Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Á annað hundrað listamenn eru með verk sín til sölu á þremur sýningum í miðbæ Reykjavíkur nú fyrir jólin. Í dag var opnuð sýningin Bæ, bæ 2020 í Núllinu í Bankastræti þar sem 25 listamenn selja verk sín. Ennfremur verður hægt að sjá verkin á Instagram-síðu sýningarinnar. „Þetta er okkar leið til að kveðja árið með stæl. Þessi lægð í viðburðahaldi undanfarið hafði þau áhrif að mjög margir vildu vera með. Margir hafa líka setið á hugmyndum sem þeir hafa haft tækifæri til að vinna úr á þessu ári Svo hef ég tekið eftir að listmörkuðum yfir jólin hefur fjölgað,“ segir Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar. Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay skipuleggjandi sýningarinnar og Logi Leó Gunnarsson listamaður að undirbúa Bæ, bæ 2020.Vísir/Egill Ríflega hundrað félagar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna eru með verk sín til sölu á sýningunni Kanill í gamla Kirkjuhúsinu. „Þetta er algjört met, algjört met, þó að það hafi verið jólasýningar þá hafa aldrei verið eins margar og núna eru allir að gera eitthvað skemmtilegt. Það eru allir komnir í spreng með að selja verk. Það er ekki nóg að vera bara á vinnustofunni og gera verkin. Þetta er búið að vera erfitt ár,“ segir Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari. Hún segir enn fremur að það hafi komið á óvart hversu vel verkin seljast. Verðin séu mismunandi. En það er hægt að gera afborgunarsamninga á vefsíðunni artotek.is. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari segir að sjaldan eða aldrei hafi eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin.Vísir/Egill Á þriðja tug listamanna eru svo með verk til sölu á sýningunni Flæði á Vesturgötu 17. „Við viljum styðja við fólk sé að kaupa list í jólagjöf og styðja við ungt listafólk sem hefur kannski misst tekjur í ár,“ segir Dorothea Olesen Halldórsdóttir annar stjórnandi Flæðis á Vesturgötu. Antonía Bergþórsdóttir og Dorothea Olesen Halldórsdóttir stjórnendur Flæðis á Vesturgötu.Vísir/Egill Hægt er að nálgast verkin á sýningunni Flæði á vefsíðunni Flaedi.com.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Reykjavík Myndlist Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira