Biden gagnrýnd í Wall Street Journal fyrir að kalla sig Dr. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 20:46 Jill Biden er hámenntaður kennari og hyggst halda áfram störfum eftir að eiginmaður hennar sver embættiseið. epa/Luong Thai Linh Skoðanagrein í Wall Street Journal, þar sem höfundur kallaði Jill Biden „kiddo“ og hvatti hana til að hætta að tala um sjálfa sig sem doktor, það er að nota titilinn Dr. fyrir framan nafnið sitt, hefur vakið hörð viðbrögð. Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira