Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 17:11 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line. Stöð 2/ Egill Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. „Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“ Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
„Það hefur lítið sem ekkert samráð verið haft við hagaðila hálendisins, aðra en sveitarfélögin. Á hálendinu er töluverður fjöldi fjallaskála sem er í einkaeigu. Það eru fyrirtæki sem stunda þar starfsemi. Það hefur ekkert samráð verið haft við þá eða útlistað fyrir þeim með hvaða hætti þeir geta haldið áfram sinni starfsemi, og það er ekki ásættanlegt,“ segir Þórir. Hann telur að eins og frumvarp ráðherra lítur út í dag þá eigi rekstraraðilar hættu á að geta ekki haldið sínum rekstri áfram. „Að þeir þurfa að sækja um leyfi og það er ekki víst að þau fái leyfi og þetta þarf að vera tryggt. Þetta eru fyrirtæki eins og ég tala fyrir, Hveravallafélagið, sem er búið að vera með rekstur á Hveravöllum í áratugi og borið þar alla ábyrgð á umhirðu svæðisins sem þó er friðlýst.“ Hann telur aðgengismál að væntanlegum miðhálendisþjóðgarði ekki nógu góð. „Við þurfum að byrja að taka til í garðinum okkar áður en við bjóðum gestum heim. Það er talað um að þjóðgarður eigi eftir að auka fjölda ferðamanna sem vill komast á hálendið. Gerum hálendið klárt fyrir þann fjölda áður en við búum til þjóðgarð.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði andstæðinga miðhálendisþjóðgarðs vera lítinn grenjandi minnihluta sem ætti ekki að fá að stjórna umræðunni. „Ég er einn af þessum litla grenjandi minnihluta og geng með tissjúbréf í vasanum til að bæta úr því. Mér finnst þetta lýsa dæmi um hvernig ákveðnir aðilar ætla að þvinga einhverju í gegn og tala fólk niður. Þetta var ekki viðeigandi hjá þingforseta því miður.“ Hann er þó opinn fyrir stofnum miðhálendisþjóðgarðs en hefði viljað sjá þjóðgarð í anda þess sem er í Skotlandi. Honum sé stjórnað af meira af sveitarfélögunum og uppbyggingu stjórnað eftir ramma sem yfirvöld hafa sett. „Það er þetta samráðsleysi, að það sé ekki talað við rekstraraðila sem eru á hálendinu. Það virðist lítið vera rætt við útivistarfélög. Hér er fullt af áhugamannahópum sem nota hálendið og menn hafa bara miklar áhyggjur af því og horfa þar á fordæmi Vatnajökulsþjóðgarðs.“Hann segir að aðgengi almennings hafi verið takmarkað með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar. „Það var að hluta til nauðsynlegt en að öðru leyti algjörlega óþarft. Það er búið að loka fjölda vegslóða innan Vatnajökulsþjóðgarðs og þegar borið er saman listi yfir þá vegslóða sem er búið að loka og sem stjórnin ákveður að stjórna, þá er búið að loka miklu fleiri vegslóðum. Það virðast aðrir taka ákvörðun um það. Vegslóðar eru menningarverðmæti líka og þá á að sjálfsögðu að varðveit og nota.“
Þjóðgarðar Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira