Útlendingastofnun vísar á bug ásökunum um að sóttvörnum sé ábótavant í húsnæði fyrir skjólstæðinga hennar. Tólf hælisleitendur eru nú í einangrun í sóttvarnahúsi.
Fjármálaráðherra segir að mögulegar milljarða endurgreiðslur til lántakenda Íbúðalánasjóðs sem rukkaðir voru um uppgreiðslugjald bætist við fjárhagsbagga ríkisins vegna sjóðsins upp á um tvöhundruð milljarða. Fall krónunnar gerði sitt til að auka verðmæti útflutnings á fiski í krónum talið en tekjur drógust saman í evrum.
Og við fylgjumst með hópi leikskólakrakka sem skunduðu á fund Grýlu og Leppalúða í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.