Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2020 13:30 Rúrik hannaði nýjan SOS Barnaþorpin bol. „Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun. „Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi. Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
„Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi.
Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira