Arnfríður þarf ekki að víkja sæti í málum Vilhjálms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2020 10:42 Arnfríður Einarsdóttir er ekki vanhæf í þeim málum sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sem sjá má hér, rekur þar sem hún situr í dómi. Vísir/Rakel Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari þarf ekki að víkja sæti þegar Landsréttur tekur fyrir tvö meiðyrðamál vegna Hlíðamálsins svokallaða, þrátt fyrir að svo kunni að vera að eiginmaður hennar og mágur hafi lýst yfir neikvæðri afstöðu til Vilhjálms H. Vilhjálmsonar, lögmanns mannanna tveggja sem krefjast skaðabóta frá tveimur konum vegna ummæla þeirra í tengslum við Hlíðamálið. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimurdómum vegna málsins en RÚV greindi fyrst frá. Nöfn Vilhjálms og Arnfríðar hafa verið tengd í fjölmiðlum undanfarin ár vegna Landsréttarmálsins, sem snerist um ólögmætra skipun Arnfríðar sem dómara við Landsrétt. Vilhjálmur rak málið og hafði að lokum sigur fyrir Mannréttindardómstóli Evrópu. Arnfríður var í millitíðinni skipaður dómari við Landsrétt á nýjan leik. Töldu að ætla mætti að Arnfríður væri á sömu skoðun og Brynjar Um er að ræða mál gegn Oddnýju Arnarsdóttur og Hildi Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Áfrýjuðu þær báðar dómunum til Landsréttar. Mennirnir tveir kröfðust þess hins vegar að Arnfríður myndi víkja sæti í málunum tveimur vegna ætlaðrar neikvæðrar afstöðu hennar til lögmanns þeirra vegna þessara starfa hans. Landsréttur hafði áður hafnað því að Arnfríði yrði gert að víkja sæti í málunum og var málunum því skotið til Hæstaréttar. Hæstiréttur.Vísir/Vihelm Máli sínu til stuðnings vísuðu þeir til opinberlega birtra skrifa eiginmanns Arnfríðar, Brynjars Níelssonar alþingismanns, annars vegar í yfirlýsingu sem lögð var fram fyrir Mannréttindadómstólnum og hins vegar í Facebook-færslu hans. Vísuðu þeir einnig til ummæla Gústaf Adolfs Níelssonar, bróður Brynjars og mágs Arnfríðar, við umrædda Facebook-færslu. Héldu þeir því fram að orð Brynjars hefðu falið í sér að hann teldi að Vilhjálmur hefði gerst sekur um „stórkostlegar ærumeiðingar“ í garð Arnfríðar og Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Sögðu þeir að ætla mætti að Arnfríður væru á sömu skoðun. Töldu þeir að þessi skrif Brynjars og athugasemdir Gústafs væru til þess fallin að draga yrði í efa hlutleysi Arnfríðar við úrlausn þeirra mála sem Vilhjálmur rekur, þar sem hún situr í dómi. Ekki sýnt fram á ummælin endurspegli afstöðu Arnfríðar Í dómi Hæstaréttar segir að þótt vinátta eða fjandskapur dómara eða einstaklinga sem nákomnir væru dómaranum við lögmann aðila geti undir vissum kringumstæðum valdið því að óhlutdrægni dómara verði með réttu dregin í efa, yrði þó ekki beitt jafn ströngum mælikvarða og þegar málsaðili ætti í hlut. Þá yrðu ummælum einstaklinga nákominna dómaranum ekki jafnað til ummæla dómarans sjálfs. Ekki hafi verið sýnt fram á að Arnfríður hafi hvatt til ummæla eiginmanns síns og mágs, samþykkt þau eða að þau endurspegli huglæga afstöðu dómarans til Vilhjálms. Telur Hæstiréttur því ekkert fram hafa komið í málinu sem valdið geti því að draga mætti óhlutdrægni Arnfríðar með réttu í efa. Var kröfunni því hafnað og þarf Arnfríður því ekki að víkja sæti. Dómstólar Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma mál hans í Landsrétti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. 3. september 2020 06:56 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimurdómum vegna málsins en RÚV greindi fyrst frá. Nöfn Vilhjálms og Arnfríðar hafa verið tengd í fjölmiðlum undanfarin ár vegna Landsréttarmálsins, sem snerist um ólögmætra skipun Arnfríðar sem dómara við Landsrétt. Vilhjálmur rak málið og hafði að lokum sigur fyrir Mannréttindardómstóli Evrópu. Arnfríður var í millitíðinni skipaður dómari við Landsrétt á nýjan leik. Töldu að ætla mætti að Arnfríður væri á sömu skoðun og Brynjar Um er að ræða mál gegn Oddnýju Arnarsdóttur og Hildi Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Áfrýjuðu þær báðar dómunum til Landsréttar. Mennirnir tveir kröfðust þess hins vegar að Arnfríður myndi víkja sæti í málunum tveimur vegna ætlaðrar neikvæðrar afstöðu hennar til lögmanns þeirra vegna þessara starfa hans. Landsréttur hafði áður hafnað því að Arnfríði yrði gert að víkja sæti í málunum og var málunum því skotið til Hæstaréttar. Hæstiréttur.Vísir/Vihelm Máli sínu til stuðnings vísuðu þeir til opinberlega birtra skrifa eiginmanns Arnfríðar, Brynjars Níelssonar alþingismanns, annars vegar í yfirlýsingu sem lögð var fram fyrir Mannréttindadómstólnum og hins vegar í Facebook-færslu hans. Vísuðu þeir einnig til ummæla Gústaf Adolfs Níelssonar, bróður Brynjars og mágs Arnfríðar, við umrædda Facebook-færslu. Héldu þeir því fram að orð Brynjars hefðu falið í sér að hann teldi að Vilhjálmur hefði gerst sekur um „stórkostlegar ærumeiðingar“ í garð Arnfríðar og Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Sögðu þeir að ætla mætti að Arnfríður væru á sömu skoðun. Töldu þeir að þessi skrif Brynjars og athugasemdir Gústafs væru til þess fallin að draga yrði í efa hlutleysi Arnfríðar við úrlausn þeirra mála sem Vilhjálmur rekur, þar sem hún situr í dómi. Ekki sýnt fram á ummælin endurspegli afstöðu Arnfríðar Í dómi Hæstaréttar segir að þótt vinátta eða fjandskapur dómara eða einstaklinga sem nákomnir væru dómaranum við lögmann aðila geti undir vissum kringumstæðum valdið því að óhlutdrægni dómara verði með réttu dregin í efa, yrði þó ekki beitt jafn ströngum mælikvarða og þegar málsaðili ætti í hlut. Þá yrðu ummælum einstaklinga nákominna dómaranum ekki jafnað til ummæla dómarans sjálfs. Ekki hafi verið sýnt fram á að Arnfríður hafi hvatt til ummæla eiginmanns síns og mágs, samþykkt þau eða að þau endurspegli huglæga afstöðu dómarans til Vilhjálms. Telur Hæstiréttur því ekkert fram hafa komið í málinu sem valdið geti því að draga mætti óhlutdrægni Arnfríðar með réttu í efa. Var kröfunni því hafnað og þarf Arnfríður því ekki að víkja sæti.
Dómstólar Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma mál hans í Landsrétti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. 3. september 2020 06:56 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21
Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma mál hans í Landsrétti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. 3. september 2020 06:56