Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands er sakaður um að mismuna fólki eftir trúarskoðunum þegar það leitar þar aðstoðar.
Þá segjum við frá því að Íslendinga er farið að þyrsta í sólarlandaferðir og útlendingar sýna því vaxandi áhuga eð koma til Íslands eftir að fréttir af bólusetningum innan tíðar fóru að berast. Þá tökum við hús á Póstinum þar sem brjálað hefur verið að gera í þessum mánuði.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.