Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2020 17:10 Héraðssaksóknari Reykjaness hefur ákært mennina þrjá fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi að gáleysi. Vísir/Vilhelm Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. Samkvæmt ákærunni hafði öryggisbúnaður á vinnuvél sem maðurinn starfaði við verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að Pawel Giniewicz klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og dó í kjölfarið. Einn yfirmannanna, sem er verkstjóri hjá verksmiðjunni, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar er framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eru eigendur verksmiðjunnar, hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Framkvæmdastjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Fram kemur í ákærunni að einn ákærðu hafi miðvikudaginn 21. júlí 2017 gert öryggisbúnað frauðpressuvélar óvirkan vitandi það að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni. Maðurinn er sagður ekki hafa upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hafi verið óvirkjaður. Við gangsetningu hafi Pawel svo klemmst á milli móta vélarinnar og látist af áverkum sem hann hlaut við það. Pawel var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og var hann 32 ára þegar hann dó. Móðir Pawels og bróðir hans hafa krafist þess að hinir ákærðu greiði þeim miska- og skaðabætur. Móðir Pawels hefur krafist 3.071.911 króna í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum en bróðir hans 1,5 milljónar í miskabætur. Dómsmál Reykjanesbær Vinnuslys Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Samkvæmt ákærunni hafði öryggisbúnaður á vinnuvél sem maðurinn starfaði við verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að Pawel Giniewicz klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og dó í kjölfarið. Einn yfirmannanna, sem er verkstjóri hjá verksmiðjunni, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar er framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eru eigendur verksmiðjunnar, hafa verið ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Framkvæmdastjórinn er einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Fram kemur í ákærunni að einn ákærðu hafi miðvikudaginn 21. júlí 2017 gert öryggisbúnað frauðpressuvélar óvirkan vitandi það að starfsmenn Plastgerðarinnar fóru reglulega inn í vélina til þess að hreinsa hana og síðan gangsett vélina sem hafði verið stöðvuð án þess að gæta að því hvort einhver væri inni í vélinni. Maðurinn er sagður ekki hafa upplýst alla starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hafi verið óvirkjaður. Við gangsetningu hafi Pawel svo klemmst á milli móta vélarinnar og látist af áverkum sem hann hlaut við það. Pawel var pólskur og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og var hann 32 ára þegar hann dó. Móðir Pawels og bróðir hans hafa krafist þess að hinir ákærðu greiði þeim miska- og skaðabætur. Móðir Pawels hefur krafist 3.071.911 króna í miska- og skaðabætur ásamt vöxtum en bróðir hans 1,5 milljónar í miskabætur.
Dómsmál Reykjanesbær Vinnuslys Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira