Max-flugvélar aftur í áætlunarflug Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2020 13:13 Vél af gerðinni Boeing 737-800 Max. Getty Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust. Flugmálayfirvöld í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa veitt heimild til notkunar flugvélanna eftir umfangsmikla yfirferð. Fyrsta Boeing 737 Max vélin til að taka á loft á ný í áætlunarflugi fór frá São Paulo í Brasilíu og til borgarinnar Porto Alegre í dag, að því er fram kemur í frétt BBC. AFP segir frá því að vélin hafi lent heilu og höldnu. #BREAKING Boeing 737 MAX lands safely in Brazil after first commercial flight since crashes pic.twitter.com/C6YUojxXr9— AFP News Agency (@AFP) December 9, 2020 Gol hafði áður tilkynnt að 140 flugmenn félagsins hafi gengist undir þjálfun á hinum uppfærðu Max-vélum. Gol er stærsta flugfélagið til að sinna innanlandsflugi í Brasilíu og er með sjö Max-vélar í sínum flota. Stendur til að nota vélarnar á 27 flugleiðum í Brasilíu. Talið er að Flugöryggisstofnun Evrópu muni aflétta banni á notkun Max-vélanna í Evrópu í janúar. Icelandair tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu. Boeing Fréttir af flugi Brasilía Tengdar fréttir Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa veitt heimild til notkunar flugvélanna eftir umfangsmikla yfirferð. Fyrsta Boeing 737 Max vélin til að taka á loft á ný í áætlunarflugi fór frá São Paulo í Brasilíu og til borgarinnar Porto Alegre í dag, að því er fram kemur í frétt BBC. AFP segir frá því að vélin hafi lent heilu og höldnu. #BREAKING Boeing 737 MAX lands safely in Brazil after first commercial flight since crashes pic.twitter.com/C6YUojxXr9— AFP News Agency (@AFP) December 9, 2020 Gol hafði áður tilkynnt að 140 flugmenn félagsins hafi gengist undir þjálfun á hinum uppfærðu Max-vélum. Gol er stærsta flugfélagið til að sinna innanlandsflugi í Brasilíu og er með sjö Max-vélar í sínum flota. Stendur til að nota vélarnar á 27 flugleiðum í Brasilíu. Talið er að Flugöryggisstofnun Evrópu muni aflétta banni á notkun Max-vélanna í Evrópu í janúar. Icelandair tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu.
Boeing Fréttir af flugi Brasilía Tengdar fréttir Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36