Max-flugvélar aftur í áætlunarflug Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2020 13:13 Vél af gerðinni Boeing 737-800 Max. Getty Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust. Flugmálayfirvöld í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa veitt heimild til notkunar flugvélanna eftir umfangsmikla yfirferð. Fyrsta Boeing 737 Max vélin til að taka á loft á ný í áætlunarflugi fór frá São Paulo í Brasilíu og til borgarinnar Porto Alegre í dag, að því er fram kemur í frétt BBC. AFP segir frá því að vélin hafi lent heilu og höldnu. #BREAKING Boeing 737 MAX lands safely in Brazil after first commercial flight since crashes pic.twitter.com/C6YUojxXr9— AFP News Agency (@AFP) December 9, 2020 Gol hafði áður tilkynnt að 140 flugmenn félagsins hafi gengist undir þjálfun á hinum uppfærðu Max-vélum. Gol er stærsta flugfélagið til að sinna innanlandsflugi í Brasilíu og er með sjö Max-vélar í sínum flota. Stendur til að nota vélarnar á 27 flugleiðum í Brasilíu. Talið er að Flugöryggisstofnun Evrópu muni aflétta banni á notkun Max-vélanna í Evrópu í janúar. Icelandair tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu. Boeing Fréttir af flugi Brasilía Tengdar fréttir Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Brasilíu og Bandaríkjunum hafa veitt heimild til notkunar flugvélanna eftir umfangsmikla yfirferð. Fyrsta Boeing 737 Max vélin til að taka á loft á ný í áætlunarflugi fór frá São Paulo í Brasilíu og til borgarinnar Porto Alegre í dag, að því er fram kemur í frétt BBC. AFP segir frá því að vélin hafi lent heilu og höldnu. #BREAKING Boeing 737 MAX lands safely in Brazil after first commercial flight since crashes pic.twitter.com/C6YUojxXr9— AFP News Agency (@AFP) December 9, 2020 Gol hafði áður tilkynnt að 140 flugmenn félagsins hafi gengist undir þjálfun á hinum uppfærðu Max-vélum. Gol er stærsta flugfélagið til að sinna innanlandsflugi í Brasilíu og er með sjö Max-vélar í sínum flota. Stendur til að nota vélarnar á 27 flugleiðum í Brasilíu. Talið er að Flugöryggisstofnun Evrópu muni aflétta banni á notkun Max-vélanna í Evrópu í janúar. Icelandair tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu.
Boeing Fréttir af flugi Brasilía Tengdar fréttir Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3. desember 2020 22:50
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36