Fimm þúsund Íslendingar vilja riffil í jólagjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2020 16:03 Versluninni hafa borist ábendingar um að notkun jólasveinamyndarinnar sé ekki við hæfi og tillit verður tekið til þeirrar gagnrýni. „Hann fékk aðeins meiri athygli en ég bjóst við,“ segir Guðjón Agnarsson, einn eigenda Byssusmiðju Agnars, um Facebook-leik sem verslunin stendur fyrir nú fyrir jól og hefur vakið mikla athygli. Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira