Fimm þúsund Íslendingar vilja riffil í jólagjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2020 16:03 Versluninni hafa borist ábendingar um að notkun jólasveinamyndarinnar sé ekki við hæfi og tillit verður tekið til þeirrar gagnrýni. „Hann fékk aðeins meiri athygli en ég bjóst við,“ segir Guðjón Agnarsson, einn eigenda Byssusmiðju Agnars, um Facebook-leik sem verslunin stendur fyrir nú fyrir jól og hefur vakið mikla athygli. Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Fjöldi fólks hefur meldað sig til þátttöku í leiknum og þá leið örstutt stund frá því leikurinn var settur í loftið og þar til óprúttnir aðilar höfðu stofnað eftirhermusíðu til að falast eftir upplýsingum frá fólki. Leikurinn er vafalaust umdeildur en með því að setja „like“ við Facebook-síðu Byssusmiðju Agnars og deila færslunni um leikinn, er hægt að komast í lukkupott. Á Þorláksmessu verður sigurvegari dreginn úr pottinum en verðlaunin eru Mossberg ATR riffill. Leikurinn er auglýstur undir mynd af vígabúnum jólasvein og spurningin vaknar: Hefur Guðjón ekki fengið einhver viðbrögð við myndskreytingunni? „Jú, við erum búnir að fá nokkrar ábendingar um jólasveininn, að þetta sé ekki viðeigandi,“ svarar hann og segist taka gagnrýninni fagnandi, enda læri maður ekki nema vera upplýstur. „Við ætluðum að vera með auglýsingar þegar jólasveinarnir kæmu í bæinn en þetta er búið að breyta því,“ bætir hann við. Undarleg vertíð Það var faðir Guðjóns, Agnar Guðjónsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 1986 en Guðjón kom seinna inn í reksturinn. Hann segir þá feðga nýja í samfélagsmiðlaauglýsingum og því hafi þeir ekki getað ímyndað sér að leikurinn myndi vekja jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni. Þeim sem hafa sett „like“ við síðuna þeirra hefur fjölgað um 3 þúsund og um 5 þúsund manns hafa deilt leikjafærslunni. Þá hafa 163 þúsund séð auglýsinguna birtast í Facebook-flaumnum og 25 þúsund smellt á hana. En þá er bara eftir að spyrja: Hvernig hefur Covid-19 faraldurinn leikið skotvopnabransann? „Vertíðin er búin að vera mjög „öðruvísi,“ segir Guðjón. „Þeir sem áður voru að kaupa 200 skot eru kannski að kaupa 25 skot. Og það hafa öll innisvæði verið lokuð þannig að öll sala á minni kalíberum hefur dregist saman. Hljóðið í hinum búðunum er eins; þetta er búin að vera undarlegasta vertíð sem allir muna eftir. En þótt að sé minna að gera þá er maður bara þakklátur fyrir heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Samfélagsmiðlar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira