Grunur um stórfelldan fjárdrátt og brask með veiðileyfi innan SVFR Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2020 07:01 Bjarni Júlíusson hefur kært málið sem Jón Þór telur flumbrugang af hans hálfu. Málið allt kemur Ara Hermóði í opna skjöldu. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur er talinn hafa braskað með veiðileyfi fyrir milljónir króna til eigin hagsbóta. Mannlegur harmleikur segir formaðurinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er steinhissa á öllu saman. Meint fjármálamisferli skekur nú hið virðulega félag Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), sjálfseignastofnun sem fagnaði áttatíu ára afmæli í fyrra. Fyrrverandi framkvæmdastjóri er sagður hafa braskað með veiðileyfi, einkum í Langá og Haukadalsá en andvirði leyfanna runnu ekki til félagsins heldur ætlar sérstakt rannsóknarteymi, sem fór í saumana á bókahaldi og veiðibókum, að framkvæmdastjórinn hafi nýtt virði þess í eigin þágu. Bjarni búinn að kæra málið Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR), hefur lagt inn kæru til lögreglu vegna málsins. „Ég taldi það einfaldlega bæði borgaralega og siðferðilega skyldu mína að sjá til þess að málið yrði rannsakað að fullu og upplýst. Í ljósi þess að stjórn félagsins virtist nú frekar draga lappirnar í þessu sorglega máli, ákvað ég einfaldlega sjálfur að beina því til yfirvalda eftir að hafa ítrekað hvatt stjórn til að gera það sjálf.“ Kæra Bjarna snýr að meintum fjárdrætti Ara Hermóðs Jafetssonar sem var framkvæmdastjóri SVFR frá síðla árs 2014 til 31. maí 2019. Bjarni krefst þess að lögreglan rannsaki það sem og hvort aðrir eigi þar hlut að máli. Ari Hermóður Jafetsson. Rannsóknarteymi skoðaði bókhald félagsins og telur andvirði veiðileyfa sem Ari sýslaði með og rann ekki til félagsins rúmar sex milljónir króna. Sú tala geti hækkað verulega áður en öll kurl koma til grafar. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars til að skoða málið. Í skýrslu teymisins er Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Þar er einkum um að ræða veiðileyfi í Langá og Haukadalsá. „Það er álit okkar að FF [Ari Hermóður Jafetsson] hafi með háttsemi sinni, sem lýst er og er nánar reifað hér að framan undir liðnum 1-19, brotið af sér í starfi og gerst sekur um brot ýmist gegn fjárdráttarákvæði 247.gr. eða umboðssvikaákvæði 249.gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fjárhagslegir hagsmunir félagsins eru að okkar áliti töluverðir en samtala framangreindra liða nemur 6.154.458 krónum. Það er álit okkar að málið sé það alvarlegt að ekki verið undan því vikist að vísa málinu til lögregluyfirvalda og gera kröfu til að FF sæti refsingu lögum samkvæmt og að honum veðri gert að greiða félaginu skaðabætur,“ segir í samantekt skýrslunnar sem dagsett er 17. september 2020. Undir hana rita Ásgeir Þór Árnason, Bernhard A. Petersen, Reynir Þrastarson og Viktor Guðmundsson sem skipuðu rannsóknarteymið. Bjarni felmtri sleginn Vísir spurði Bjarna Júlíusson hvað honum þyki um málið allt? „Mér finnst þetta skelfilegar fréttir. Ég var formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur á árunum 2004–2007 og aftur frá 28. nóvember 2010 til febrúarloka 2014. Í formannstíð minni einsetti ég mér að stýra félaginu á heiðarlegan hátt og að ég sem formaður og félagið sjálft færu að lögum og reglum í hvívetna og að fylgt væri öllum lögum og reglum um endurskoðun og reikningsskil. Ég hef einnig ávallt lagt mikla áherslu á gagnsæi í bókhaldi og reikningsskilum félagsins og að eftirlit væri fullnægjandi og helst fyrsta flokks.“ Bjarni segir að nú hafi komið upp alvarlegar ásakanir um lögbrot á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins og hugsanlega fleiri aðilum. Sú háttsemi virðist hafa átt sér stað á árunum 2017 og 2018. Bjarni Júlíusson telur stjórnina hafa dregið lappirnar með að vísa málinu til lögreglu. Hann steig því inní og kærði, telur það borgaralega skyldu sína. Hann hafi bent á annmarka í bókhaldi félagsins árið 2017 en ekkert gerst.SVFR „Starfsmaðurinn sem á í hlut var ráðinn 2015, eða ári eftir að ég hætti sem formaður. Umrædd atvik gerðust því alls ekki á minni vakt. Ég leyfi mér þó að benda á að í janúar 2017 gerði ég alvarlegar athugasemdir við stjórnarhætti fyrrverandi formanns, sem þá var Árni Friðleifsson og þáverandi stjórnar sem og við rekstur félagsins og stöðu bókahalds. Því miður var ábendingum mínum ekki sinnt og málið ekki rannsakað þá eins og ég óskaði eftir, með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag.“ Bjarni segist harmi sleginn vegna málsins. „En það verður að komast til botns í því og láta þá sem kunna að hafa misfarið með eigur félagsins sæta ábyrgð. Félagsmenn Stangaveiðifélagsins eiga einfaldlega heimtingu á því að þetta sé upplýst.“ Mikill titringur innan hins virðulega félags Skýrslan áðurnefnd, sem Vísir hefur undir höndum, er nítján blaðsíður á lengd en þar eru rakin fjölmörg dæmi úr bókhaldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur og því lýst hvernig einkum Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi fiktað í bókhaldinu þannig að andvirði verðmætra veiðileyfa rann til einkahagsbóta fyrir hann. Elliðaárnar í vetrarham. SVFR var stofnað 17. maí árið 1939 og var tilgangur þess þá að halda utan um leigu á Elliðaánum, laxveiðiperlu Reykjavíkur.vísir/vilhelm Gríðarleg ólga er innan SVFR vegna málsins, eins og gefur að skilja, en innan félagsins eru menn sem vilja meina að uppi hafi verið viðleitni í þá átt að vilja þagga málið niður. Að undanförnu hefur verið hvíslað um fjármálamisferli innan þessa virðulega félagsskapar þar sem menn hafa sóst eftir því að komast til áhrifa. Starfsemin er umfangsmikil en félagið stendur meðal annars fyrir fræðslu- og skemmtikvöldum og hefur háleit markmið í öndvegi sem snúa að fagurfræði stangaveiðinnar. SVFR var stofnað 17. maí árið 1939 og var tilgangur þess þá að halda utan um leigu á Elliðaánum, þessa einstöku laxveiðiperlu Reykjavíkur en hvert veiðitímabil hefst með opnunarathöfn borgarstjóra þar sem Reykvíkingur ársins rennir fyrir laxi. Félagið hefur vaxið og dafnað í tímans rás og sér um ýmsar ár og selur leyfi í fleiri ár svo sem Langá, Haukadalsá, Andakílsá og Korpá svo aðeins fáeinar séu nefndar. Skjáskot af hinni ítarlegu skýrslu sem liggur til grundvallar málinu öllu. Vísir er með ýmis gögn sem þessu tengjast undir höndum svo sem fundargerð fundar sem fulltrúaráð félagsins hélt 1. október síðastliðinn. Guðmundur Stefán Maríasson fyrrverandi formaður SVFR (2007-2010) og fulltrúaráðsmeðlimur boðaði til fundarins. Árni Friðleifsson, formaður ráðsins og lögregluþjónn, lýsti sig vanhæfan til að stýra fundinum. Þar var fjallað um skýrsluna og í framhaldi af því lögð fram tillaga til stjórnar SVFR. Þar kemur fram að Árni hafi fengið skýrsluna um málið í hendur 17. september. Í fundargerðinni segir og vísað til rannsóknarskýrslunnar að framinn hafi verið „stórfelldur fjárdráttur sem nemur a.m.k. kr. 6.154.458,- en vísbendingar eru um að fjárhæðin kunni að vera mun hærri, en þær slóðir sem bentu til þess, voru ekki raktar lengra þar sem umboð rannsóknarnefndarinnar náði ekki til þeirra aðila sem þar um ræðir. Talið er að þar kunni að hafa verið teknar allt að 3 milljónir króna sem kæmu til viðbótar áðurnefndri fjárhæð.“ Óhjákvæmilegt að kæra framkvæmdastjóra til lögreglu Nítján meint brot eru talin upp í skýrslunni. Þá gerir starfshópurinn tillögur í sex liðum sem settar eru fram í kaflanum „Ábendingar“ þar sem meðal annars er lagt til: - að bókhald SVFR árin 2015 og 2016 verði skoðað m.t.t. færslna Ara Hermóðs, - að skoðaðir verði viðskiptareikningar tveggja nafngreindra aðila vegna framkominna vísbendinga - að skoðaður verði viðskiptamaðurinn 8888 Ýmsir/Ófrágengið þau ár sem Ari Hermóður hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra félagsins, - að allar færslur á afskriftar- og niðurfærslureikningi verði skoðaðar þau ár sem Ari Hermóður hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra félagsins Ari hætti nokkuð óvænt á fyrri hluta árs 2019 en við starfi hans tók Sigurþór Gunnlaugsson viðskiptafræðingur. Í kaflanum „Samantekt“ í rannsóknarskýrslunni leggur starfshópurinn til að Ari Hermóður verði kærður til lögreglu fyrir háttsemi sína, þar sem hann hafi gerst sekur um fjárdrátt og umboðssvik. „Telur starfshópurinn að alvarleiki brota Ara Hermóðs sé slíkur að ekki verði undan því vikist að kæra hann til lögreglu og þess krafist að hann verði látinn sæta refsingu lögum samkvæmt sem og að honum verði gert að greiða félaginu skaðabætur.“ Þegar málið fór af stað og fulltrúaráði var falið að sjá um rannsókn á meintum fjárdrætti Ara var umboð fulltrúaráðsins mjög víðtækt. Fulltrúaráðið átti að rannsaka allt tímabilið sem Ari var framkvæmdastjóri, 2015 – 2018. Þegar líða tók á rannsóknina og í ljós kom að brotin snerust ekki um einhverja tíu þúsund kalla heldur milljónir sem ná yfir allt tímabilið, halda heimildarmenn Vísis því fram að allt viðmót stjórnarinnar hafi breyst og að teymið hafi ekki fengið frekari aðgang að gögnum. Formaðurinn segir af og frá að stjórn hafi dregið lappir Þessu vísar Jón Þór Ólason lögmaður, núverandi formaður SVFR, alfarið á bug og er ómyrkur í máli. Jón Þór var kjörinn formaður félagsins árið 2018 eftir að Árni Friðleifsson ákvað að stíga til hliðar en hann hafði þá verið formaður í fjögur ár. Jón Þór segir að þegar grunur hafi komið upp um hugsanlegt misferli í rekstri Stangaveiðifélagsins hafi hlutlaus endurskoðandi verið fenginn til þess að fara yfir og kanna bókhald Stangaveiðifélagsins. „Í kjölfarið, þegar hann hafði skilað niðurstöðum sínum, var málið metið þannig að þá lægi fyrir rökstuddur grunur um misferli. Til þess að halda ytri ásýnd hlutleysis var málið afhent fulltrúaráði í febrúarmánuði. Fulltrúaráðið skipaði starfshóp til að fara frekar ofan í þessi mál. Niðurstaða starfshópsins og skýrsla hans kom til meðferðar stjórnar félagsins í októbermánuði. Í skýrslunni var meðal annars bent á að æskilegt væri að skoða bókhald félagsins lengra aftur í tímann. Stjórn félagsins var búin að tilkynna fulltrúaráði að þessi skoðun og athugun stæði yfir.“ Jón Þór lýsir því að bókhald SVFR fyrir árin 2015 – 2016 hafi ekki legið fyrir rafrænt og það tekið talsvert langan tíma að kalla eftir þeim gögn frá öðrum hýsingaraðila. „Stjórn félagsins hefur verið í sambandi við lögreglu þar sem kynnt var að verið væri að afla gagna og vænta mætti kæru. Kæra kæmi eftir að athugun hefði farið fram en markmiðið með þessu var að fara þannig yfir öll gögn til að kæra og fylgigögn væru sem allra vönduðust. Eins og á að vinna hlutina. En að fara ekki í upphlaup, ákveða sjálfur að fara að kæra og að koma með fullyrðingar um að verið sé að draga lappirnar. Það stenst enga skoðun.“ Jón Þór Ólason formaður. Ljóst er að hann telur frumhlaup Bjarna Júlíussonar, sem kærði málið til lögreglu, síst til þess fallið að þjóna hagsmunum SVFR. Málið hafi verið í vinnslu innan félags nú í tvo mánuði sem geti ekki talist langur tími sé til þess litið hvernig það er vaxið. Ljóst má vera að Jón Þór er ósáttur við framtak Bjarna sem hann telur flumbrugang til þess eins fallinn að skaða málið allt. „Þetta upphlaup Bjarna Júlíussonar er engan veginn að þjóna hagsmunum Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í ljósi þess að stjórn félagsins vakti fyrst athygli á þessu, fór með þetta í þennan farveg, með það að markmiði að fyllsta hlutleysis væri gætti, og hefur haft tvo mánuði til þess, þá stenst það ekki að stjórnin hafi verið að draga lappirnar. Sú staðhæfing er efnislega röng. Allt miðar að því að öll gögn séu fyrirliggjandi, hlutlægni sé höfð að leiðarljósi og engu leynt.“ Mannlegur harmleikur Jón Þór segir engum blöðum um það að fletta að málið allt sé viðkvæmt og sárt. „Að svona mál komi upp er ekkert annað en mannlegur harmleikur. En við munum eftir sem áður gæta í einu og öllu að hagsmunum SVFR. Það að fyrrum formaður félagsins skuli fara fram með einhverjum sólóhætti, taka þetta upp hjá sjálfum sér að kæra, verandi í trúnaðarstöðu hjá félaginu, er atriði sem verður skoðað sérstaklega innan félagsins. Jón Þór Ólason formaður. Hann segir málið mannlegan harmleik en það verði enginn afsláttur gefinn á því að gæta hagsmuna SVFR. Öllu skipti því að vanda til málsins. Stjórnin sé með kæru tilbúna, einungis vanti fáein skjöl en Bjarni hafi nú þjófstartað málinu. Allir sem séð hafa hver ferillinn hefur verið ættu að sjá að það er ekki verið að draga lappirnar né hylja eitt né neitt.“ Formanninum finnst upplegg Bjarna afar ósanngjarnt. Tveir mánuðir séu frá því skýrslan lá fyrir og það sjái hver maður að það sé ekki langur tími fyrir stjórnina til að hnýta alla lausa enda og kalla eftir gögnum. „Það er hreinlega rannsóknarefni,“ segir Jón Þór og vísar til óþreyju Bjarna Júlíussonar um kæru hans til lögreglu. „Þetta mál er áfall fyrir SVFR og tengist líka, eftir atvikum, viðskiptavinum félagsins. Þess vegna verður að vanda vel til verka. Það skiptir öllu máli. Kæran er tilbúin en við verðum að bíða þar til skýrsla liggur fyrir og öll gögn. Unnið hefur verið að frekari rannsóknum einmitt með það fyrir augum að draga ekkert undir og að fyllsta hlutleysis sé gætt.“ Málið kemur flatt upp á Ara Hermóð „Ég hef ekki fengið neitt í hendurnar,“ segir Ari Hermóður þegar Vísir ræddi við hann í gær. Honum var brugðið – málið kemur honum í opna skjöldu. Höfuðstöðvar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þarna fundaði fulltrúaráðið og komst eindregið að þeirri niðurstöðu að vert væri að kæra Ara Hermóð til lögreglu.visir/vilhelm „Ég þarf að ráðfæra mig við lögfræðing um næstu skref. Já, þetta kemur mér mjög á óvart.“ Ari segir að honum þætti vænt um að fá að sjá umrædda skýrslu. Hann hafi fyrst fengið veður af málinu í gær þegar formaður félagsins hringdi í sig. Ari telur afar sérkennilegt að hann hafi ekki verið kallaður til og honum þá gefist kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. „Já, að ég hafi ekki verið boðaður til einhvers konar útskýringarfundar. Það finnst mér mjög skrítið. Heldur settur fullur þungi í þetta. Ég þarf að leita mér álits lögmanns fyrst þetta er komið í þennan farveg. Þetta eru þungar sakir. Ég er eiginlega kjaftstopp,“ segir Ari Hermóður. Spurður segist hann ekki kannast við það að frjálslega hafi verið farið með veiðleyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“ Stangveiði Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Meint fjármálamisferli skekur nú hið virðulega félag Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), sjálfseignastofnun sem fagnaði áttatíu ára afmæli í fyrra. Fyrrverandi framkvæmdastjóri er sagður hafa braskað með veiðileyfi, einkum í Langá og Haukadalsá en andvirði leyfanna runnu ekki til félagsins heldur ætlar sérstakt rannsóknarteymi, sem fór í saumana á bókahaldi og veiðibókum, að framkvæmdastjórinn hafi nýtt virði þess í eigin þágu. Bjarni búinn að kæra málið Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR), hefur lagt inn kæru til lögreglu vegna málsins. „Ég taldi það einfaldlega bæði borgaralega og siðferðilega skyldu mína að sjá til þess að málið yrði rannsakað að fullu og upplýst. Í ljósi þess að stjórn félagsins virtist nú frekar draga lappirnar í þessu sorglega máli, ákvað ég einfaldlega sjálfur að beina því til yfirvalda eftir að hafa ítrekað hvatt stjórn til að gera það sjálf.“ Kæra Bjarna snýr að meintum fjárdrætti Ara Hermóðs Jafetssonar sem var framkvæmdastjóri SVFR frá síðla árs 2014 til 31. maí 2019. Bjarni krefst þess að lögreglan rannsaki það sem og hvort aðrir eigi þar hlut að máli. Ari Hermóður Jafetsson. Rannsóknarteymi skoðaði bókhald félagsins og telur andvirði veiðileyfa sem Ari sýslaði með og rann ekki til félagsins rúmar sex milljónir króna. Sú tala geti hækkað verulega áður en öll kurl koma til grafar. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars til að skoða málið. Í skýrslu teymisins er Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Þar er einkum um að ræða veiðileyfi í Langá og Haukadalsá. „Það er álit okkar að FF [Ari Hermóður Jafetsson] hafi með háttsemi sinni, sem lýst er og er nánar reifað hér að framan undir liðnum 1-19, brotið af sér í starfi og gerst sekur um brot ýmist gegn fjárdráttarákvæði 247.gr. eða umboðssvikaákvæði 249.gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fjárhagslegir hagsmunir félagsins eru að okkar áliti töluverðir en samtala framangreindra liða nemur 6.154.458 krónum. Það er álit okkar að málið sé það alvarlegt að ekki verið undan því vikist að vísa málinu til lögregluyfirvalda og gera kröfu til að FF sæti refsingu lögum samkvæmt og að honum veðri gert að greiða félaginu skaðabætur,“ segir í samantekt skýrslunnar sem dagsett er 17. september 2020. Undir hana rita Ásgeir Þór Árnason, Bernhard A. Petersen, Reynir Þrastarson og Viktor Guðmundsson sem skipuðu rannsóknarteymið. Bjarni felmtri sleginn Vísir spurði Bjarna Júlíusson hvað honum þyki um málið allt? „Mér finnst þetta skelfilegar fréttir. Ég var formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur á árunum 2004–2007 og aftur frá 28. nóvember 2010 til febrúarloka 2014. Í formannstíð minni einsetti ég mér að stýra félaginu á heiðarlegan hátt og að ég sem formaður og félagið sjálft færu að lögum og reglum í hvívetna og að fylgt væri öllum lögum og reglum um endurskoðun og reikningsskil. Ég hef einnig ávallt lagt mikla áherslu á gagnsæi í bókhaldi og reikningsskilum félagsins og að eftirlit væri fullnægjandi og helst fyrsta flokks.“ Bjarni segir að nú hafi komið upp alvarlegar ásakanir um lögbrot á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins og hugsanlega fleiri aðilum. Sú háttsemi virðist hafa átt sér stað á árunum 2017 og 2018. Bjarni Júlíusson telur stjórnina hafa dregið lappirnar með að vísa málinu til lögreglu. Hann steig því inní og kærði, telur það borgaralega skyldu sína. Hann hafi bent á annmarka í bókhaldi félagsins árið 2017 en ekkert gerst.SVFR „Starfsmaðurinn sem á í hlut var ráðinn 2015, eða ári eftir að ég hætti sem formaður. Umrædd atvik gerðust því alls ekki á minni vakt. Ég leyfi mér þó að benda á að í janúar 2017 gerði ég alvarlegar athugasemdir við stjórnarhætti fyrrverandi formanns, sem þá var Árni Friðleifsson og þáverandi stjórnar sem og við rekstur félagsins og stöðu bókahalds. Því miður var ábendingum mínum ekki sinnt og málið ekki rannsakað þá eins og ég óskaði eftir, með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag.“ Bjarni segist harmi sleginn vegna málsins. „En það verður að komast til botns í því og láta þá sem kunna að hafa misfarið með eigur félagsins sæta ábyrgð. Félagsmenn Stangaveiðifélagsins eiga einfaldlega heimtingu á því að þetta sé upplýst.“ Mikill titringur innan hins virðulega félags Skýrslan áðurnefnd, sem Vísir hefur undir höndum, er nítján blaðsíður á lengd en þar eru rakin fjölmörg dæmi úr bókhaldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur og því lýst hvernig einkum Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi fiktað í bókhaldinu þannig að andvirði verðmætra veiðileyfa rann til einkahagsbóta fyrir hann. Elliðaárnar í vetrarham. SVFR var stofnað 17. maí árið 1939 og var tilgangur þess þá að halda utan um leigu á Elliðaánum, laxveiðiperlu Reykjavíkur.vísir/vilhelm Gríðarleg ólga er innan SVFR vegna málsins, eins og gefur að skilja, en innan félagsins eru menn sem vilja meina að uppi hafi verið viðleitni í þá átt að vilja þagga málið niður. Að undanförnu hefur verið hvíslað um fjármálamisferli innan þessa virðulega félagsskapar þar sem menn hafa sóst eftir því að komast til áhrifa. Starfsemin er umfangsmikil en félagið stendur meðal annars fyrir fræðslu- og skemmtikvöldum og hefur háleit markmið í öndvegi sem snúa að fagurfræði stangaveiðinnar. SVFR var stofnað 17. maí árið 1939 og var tilgangur þess þá að halda utan um leigu á Elliðaánum, þessa einstöku laxveiðiperlu Reykjavíkur en hvert veiðitímabil hefst með opnunarathöfn borgarstjóra þar sem Reykvíkingur ársins rennir fyrir laxi. Félagið hefur vaxið og dafnað í tímans rás og sér um ýmsar ár og selur leyfi í fleiri ár svo sem Langá, Haukadalsá, Andakílsá og Korpá svo aðeins fáeinar séu nefndar. Skjáskot af hinni ítarlegu skýrslu sem liggur til grundvallar málinu öllu. Vísir er með ýmis gögn sem þessu tengjast undir höndum svo sem fundargerð fundar sem fulltrúaráð félagsins hélt 1. október síðastliðinn. Guðmundur Stefán Maríasson fyrrverandi formaður SVFR (2007-2010) og fulltrúaráðsmeðlimur boðaði til fundarins. Árni Friðleifsson, formaður ráðsins og lögregluþjónn, lýsti sig vanhæfan til að stýra fundinum. Þar var fjallað um skýrsluna og í framhaldi af því lögð fram tillaga til stjórnar SVFR. Þar kemur fram að Árni hafi fengið skýrsluna um málið í hendur 17. september. Í fundargerðinni segir og vísað til rannsóknarskýrslunnar að framinn hafi verið „stórfelldur fjárdráttur sem nemur a.m.k. kr. 6.154.458,- en vísbendingar eru um að fjárhæðin kunni að vera mun hærri, en þær slóðir sem bentu til þess, voru ekki raktar lengra þar sem umboð rannsóknarnefndarinnar náði ekki til þeirra aðila sem þar um ræðir. Talið er að þar kunni að hafa verið teknar allt að 3 milljónir króna sem kæmu til viðbótar áðurnefndri fjárhæð.“ Óhjákvæmilegt að kæra framkvæmdastjóra til lögreglu Nítján meint brot eru talin upp í skýrslunni. Þá gerir starfshópurinn tillögur í sex liðum sem settar eru fram í kaflanum „Ábendingar“ þar sem meðal annars er lagt til: - að bókhald SVFR árin 2015 og 2016 verði skoðað m.t.t. færslna Ara Hermóðs, - að skoðaðir verði viðskiptareikningar tveggja nafngreindra aðila vegna framkominna vísbendinga - að skoðaður verði viðskiptamaðurinn 8888 Ýmsir/Ófrágengið þau ár sem Ari Hermóður hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra félagsins, - að allar færslur á afskriftar- og niðurfærslureikningi verði skoðaðar þau ár sem Ari Hermóður hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra félagsins Ari hætti nokkuð óvænt á fyrri hluta árs 2019 en við starfi hans tók Sigurþór Gunnlaugsson viðskiptafræðingur. Í kaflanum „Samantekt“ í rannsóknarskýrslunni leggur starfshópurinn til að Ari Hermóður verði kærður til lögreglu fyrir háttsemi sína, þar sem hann hafi gerst sekur um fjárdrátt og umboðssvik. „Telur starfshópurinn að alvarleiki brota Ara Hermóðs sé slíkur að ekki verði undan því vikist að kæra hann til lögreglu og þess krafist að hann verði látinn sæta refsingu lögum samkvæmt sem og að honum verði gert að greiða félaginu skaðabætur.“ Þegar málið fór af stað og fulltrúaráði var falið að sjá um rannsókn á meintum fjárdrætti Ara var umboð fulltrúaráðsins mjög víðtækt. Fulltrúaráðið átti að rannsaka allt tímabilið sem Ari var framkvæmdastjóri, 2015 – 2018. Þegar líða tók á rannsóknina og í ljós kom að brotin snerust ekki um einhverja tíu þúsund kalla heldur milljónir sem ná yfir allt tímabilið, halda heimildarmenn Vísis því fram að allt viðmót stjórnarinnar hafi breyst og að teymið hafi ekki fengið frekari aðgang að gögnum. Formaðurinn segir af og frá að stjórn hafi dregið lappir Þessu vísar Jón Þór Ólason lögmaður, núverandi formaður SVFR, alfarið á bug og er ómyrkur í máli. Jón Þór var kjörinn formaður félagsins árið 2018 eftir að Árni Friðleifsson ákvað að stíga til hliðar en hann hafði þá verið formaður í fjögur ár. Jón Þór segir að þegar grunur hafi komið upp um hugsanlegt misferli í rekstri Stangaveiðifélagsins hafi hlutlaus endurskoðandi verið fenginn til þess að fara yfir og kanna bókhald Stangaveiðifélagsins. „Í kjölfarið, þegar hann hafði skilað niðurstöðum sínum, var málið metið þannig að þá lægi fyrir rökstuddur grunur um misferli. Til þess að halda ytri ásýnd hlutleysis var málið afhent fulltrúaráði í febrúarmánuði. Fulltrúaráðið skipaði starfshóp til að fara frekar ofan í þessi mál. Niðurstaða starfshópsins og skýrsla hans kom til meðferðar stjórnar félagsins í októbermánuði. Í skýrslunni var meðal annars bent á að æskilegt væri að skoða bókhald félagsins lengra aftur í tímann. Stjórn félagsins var búin að tilkynna fulltrúaráði að þessi skoðun og athugun stæði yfir.“ Jón Þór lýsir því að bókhald SVFR fyrir árin 2015 – 2016 hafi ekki legið fyrir rafrænt og það tekið talsvert langan tíma að kalla eftir þeim gögn frá öðrum hýsingaraðila. „Stjórn félagsins hefur verið í sambandi við lögreglu þar sem kynnt var að verið væri að afla gagna og vænta mætti kæru. Kæra kæmi eftir að athugun hefði farið fram en markmiðið með þessu var að fara þannig yfir öll gögn til að kæra og fylgigögn væru sem allra vönduðust. Eins og á að vinna hlutina. En að fara ekki í upphlaup, ákveða sjálfur að fara að kæra og að koma með fullyrðingar um að verið sé að draga lappirnar. Það stenst enga skoðun.“ Jón Þór Ólason formaður. Ljóst er að hann telur frumhlaup Bjarna Júlíussonar, sem kærði málið til lögreglu, síst til þess fallið að þjóna hagsmunum SVFR. Málið hafi verið í vinnslu innan félags nú í tvo mánuði sem geti ekki talist langur tími sé til þess litið hvernig það er vaxið. Ljóst má vera að Jón Þór er ósáttur við framtak Bjarna sem hann telur flumbrugang til þess eins fallinn að skaða málið allt. „Þetta upphlaup Bjarna Júlíussonar er engan veginn að þjóna hagsmunum Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í ljósi þess að stjórn félagsins vakti fyrst athygli á þessu, fór með þetta í þennan farveg, með það að markmiði að fyllsta hlutleysis væri gætti, og hefur haft tvo mánuði til þess, þá stenst það ekki að stjórnin hafi verið að draga lappirnar. Sú staðhæfing er efnislega röng. Allt miðar að því að öll gögn séu fyrirliggjandi, hlutlægni sé höfð að leiðarljósi og engu leynt.“ Mannlegur harmleikur Jón Þór segir engum blöðum um það að fletta að málið allt sé viðkvæmt og sárt. „Að svona mál komi upp er ekkert annað en mannlegur harmleikur. En við munum eftir sem áður gæta í einu og öllu að hagsmunum SVFR. Það að fyrrum formaður félagsins skuli fara fram með einhverjum sólóhætti, taka þetta upp hjá sjálfum sér að kæra, verandi í trúnaðarstöðu hjá félaginu, er atriði sem verður skoðað sérstaklega innan félagsins. Jón Þór Ólason formaður. Hann segir málið mannlegan harmleik en það verði enginn afsláttur gefinn á því að gæta hagsmuna SVFR. Öllu skipti því að vanda til málsins. Stjórnin sé með kæru tilbúna, einungis vanti fáein skjöl en Bjarni hafi nú þjófstartað málinu. Allir sem séð hafa hver ferillinn hefur verið ættu að sjá að það er ekki verið að draga lappirnar né hylja eitt né neitt.“ Formanninum finnst upplegg Bjarna afar ósanngjarnt. Tveir mánuðir séu frá því skýrslan lá fyrir og það sjái hver maður að það sé ekki langur tími fyrir stjórnina til að hnýta alla lausa enda og kalla eftir gögnum. „Það er hreinlega rannsóknarefni,“ segir Jón Þór og vísar til óþreyju Bjarna Júlíussonar um kæru hans til lögreglu. „Þetta mál er áfall fyrir SVFR og tengist líka, eftir atvikum, viðskiptavinum félagsins. Þess vegna verður að vanda vel til verka. Það skiptir öllu máli. Kæran er tilbúin en við verðum að bíða þar til skýrsla liggur fyrir og öll gögn. Unnið hefur verið að frekari rannsóknum einmitt með það fyrir augum að draga ekkert undir og að fyllsta hlutleysis sé gætt.“ Málið kemur flatt upp á Ara Hermóð „Ég hef ekki fengið neitt í hendurnar,“ segir Ari Hermóður þegar Vísir ræddi við hann í gær. Honum var brugðið – málið kemur honum í opna skjöldu. Höfuðstöðvar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þarna fundaði fulltrúaráðið og komst eindregið að þeirri niðurstöðu að vert væri að kæra Ara Hermóð til lögreglu.visir/vilhelm „Ég þarf að ráðfæra mig við lögfræðing um næstu skref. Já, þetta kemur mér mjög á óvart.“ Ari segir að honum þætti vænt um að fá að sjá umrædda skýrslu. Hann hafi fyrst fengið veður af málinu í gær þegar formaður félagsins hringdi í sig. Ari telur afar sérkennilegt að hann hafi ekki verið kallaður til og honum þá gefist kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. „Já, að ég hafi ekki verið boðaður til einhvers konar útskýringarfundar. Það finnst mér mjög skrítið. Heldur settur fullur þungi í þetta. Ég þarf að leita mér álits lögmanns fyrst þetta er komið í þennan farveg. Þetta eru þungar sakir. Ég er eiginlega kjaftstopp,“ segir Ari Hermóður. Spurður segist hann ekki kannast við það að frjálslega hafi verið farið með veiðleyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“
Stangveiði Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira