Niðurstaða í málum KR og Fram liggur fyrir á morgun eða hinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 11:48 Kvennalið KR átti enn veika von um að halda sér í Pepsi Max-deildinni þegar keppni á Íslandsmótinu var hætt. vísir/hulda margrét Niðurstaða áfrýjunardómstóls KSÍ í málum KR og Fram ætti að liggja fyrir á morgun eða hinn. KR kærði þá ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu 30. október síðastliðinn og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að Leiknir R. og Fram væru jafnstæð og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla yrði ógild. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði upphaflega kröfum KR og Fram frá. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hann kvað á um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar sem var gert. Kröfum KR og Fram var hafnað en félögin áfrýjuðu þeirri niðurstöðu svo aftur til áfrýjunardómstóls KSÍ sem hefur tekið málið fyrir og fundað um það. „Upphaflega vonaðist ég til að þetta myndi klárast seinni partinn í dag en það gæti dregist fram á morgun eða hinn. Það gerist allavega í þessari viku. Ég á ekki von á því að það dragist fram yfir helgi. Það er búið að funda og það er bara verið að vinna í dómnum,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í morgun. Karlalið Fram sat eftir með sárt ennið í Lengjudeildinni.vísir/hag En hvað geta KR og Fram gert ef áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðar félögunum ekki í hag? „Áfrýjun til ÍSÍ er háð mjög þröngum skilyrðum. Í lögum ÍSÍ og reglum um áfrýjunardómstól ÍSÍ segir að þangað sé einungis hægt að áfrýja málum sem varða Ólympíusáttmálann. Ég veit ekki hvort það falli undir þessi tilfelli en það þyrfti allavega að rökstyðja það sérstaklega,“ svaraði Haukur. „En annars er það Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS. Yfirleitt er miðað við að áfrýjunarfresturinn til hans sé 21 dagur.“ Ákvörðun stjórnar KSÍ að flauta Íslandsmótið af kom illa við bæði KR og Fram. Karlalið KR átti möguleika á að komast í Evrópukeppni, bæði í gegnum Pepsi Max-deildina og Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni. Hvað Fram varðar endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Frammarar voru með jafn mörg stig og Leiknismenn en lakari markatölu. Breiðhyltingar fóru því upp í Pepsi Max-deildina ásamt Keflvíkingum sem unnu Lengjudeildina. KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45 Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
KR kærði þá ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu 30. október síðastliðinn og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að Leiknir R. og Fram væru jafnstæð og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla yrði ógild. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði upphaflega kröfum KR og Fram frá. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hann kvað á um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar sem var gert. Kröfum KR og Fram var hafnað en félögin áfrýjuðu þeirri niðurstöðu svo aftur til áfrýjunardómstóls KSÍ sem hefur tekið málið fyrir og fundað um það. „Upphaflega vonaðist ég til að þetta myndi klárast seinni partinn í dag en það gæti dregist fram á morgun eða hinn. Það gerist allavega í þessari viku. Ég á ekki von á því að það dragist fram yfir helgi. Það er búið að funda og það er bara verið að vinna í dómnum,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í morgun. Karlalið Fram sat eftir með sárt ennið í Lengjudeildinni.vísir/hag En hvað geta KR og Fram gert ef áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðar félögunum ekki í hag? „Áfrýjun til ÍSÍ er háð mjög þröngum skilyrðum. Í lögum ÍSÍ og reglum um áfrýjunardómstól ÍSÍ segir að þangað sé einungis hægt að áfrýja málum sem varða Ólympíusáttmálann. Ég veit ekki hvort það falli undir þessi tilfelli en það þyrfti allavega að rökstyðja það sérstaklega,“ svaraði Haukur. „En annars er það Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS. Yfirleitt er miðað við að áfrýjunarfresturinn til hans sé 21 dagur.“ Ákvörðun stjórnar KSÍ að flauta Íslandsmótið af kom illa við bæði KR og Fram. Karlalið KR átti möguleika á að komast í Evrópukeppni, bæði í gegnum Pepsi Max-deildina og Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni. Hvað Fram varðar endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Frammarar voru með jafn mörg stig og Leiknismenn en lakari markatölu. Breiðhyltingar fóru því upp í Pepsi Max-deildina ásamt Keflvíkingum sem unnu Lengjudeildina.
KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45 Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45
Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30