Niðurstaða í málum KR og Fram liggur fyrir á morgun eða hinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 11:48 Kvennalið KR átti enn veika von um að halda sér í Pepsi Max-deildinni þegar keppni á Íslandsmótinu var hætt. vísir/hulda margrét Niðurstaða áfrýjunardómstóls KSÍ í málum KR og Fram ætti að liggja fyrir á morgun eða hinn. KR kærði þá ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu 30. október síðastliðinn og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að Leiknir R. og Fram væru jafnstæð og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla yrði ógild. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði upphaflega kröfum KR og Fram frá. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hann kvað á um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar sem var gert. Kröfum KR og Fram var hafnað en félögin áfrýjuðu þeirri niðurstöðu svo aftur til áfrýjunardómstóls KSÍ sem hefur tekið málið fyrir og fundað um það. „Upphaflega vonaðist ég til að þetta myndi klárast seinni partinn í dag en það gæti dregist fram á morgun eða hinn. Það gerist allavega í þessari viku. Ég á ekki von á því að það dragist fram yfir helgi. Það er búið að funda og það er bara verið að vinna í dómnum,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í morgun. Karlalið Fram sat eftir með sárt ennið í Lengjudeildinni.vísir/hag En hvað geta KR og Fram gert ef áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðar félögunum ekki í hag? „Áfrýjun til ÍSÍ er háð mjög þröngum skilyrðum. Í lögum ÍSÍ og reglum um áfrýjunardómstól ÍSÍ segir að þangað sé einungis hægt að áfrýja málum sem varða Ólympíusáttmálann. Ég veit ekki hvort það falli undir þessi tilfelli en það þyrfti allavega að rökstyðja það sérstaklega,“ svaraði Haukur. „En annars er það Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS. Yfirleitt er miðað við að áfrýjunarfresturinn til hans sé 21 dagur.“ Ákvörðun stjórnar KSÍ að flauta Íslandsmótið af kom illa við bæði KR og Fram. Karlalið KR átti möguleika á að komast í Evrópukeppni, bæði í gegnum Pepsi Max-deildina og Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni. Hvað Fram varðar endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Frammarar voru með jafn mörg stig og Leiknismenn en lakari markatölu. Breiðhyltingar fóru því upp í Pepsi Max-deildina ásamt Keflvíkingum sem unnu Lengjudeildina. KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45 Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
KR kærði þá ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu 30. október síðastliðinn og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að Leiknir R. og Fram væru jafnstæð og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla yrði ógild. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði upphaflega kröfum KR og Fram frá. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hann kvað á um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar sem var gert. Kröfum KR og Fram var hafnað en félögin áfrýjuðu þeirri niðurstöðu svo aftur til áfrýjunardómstóls KSÍ sem hefur tekið málið fyrir og fundað um það. „Upphaflega vonaðist ég til að þetta myndi klárast seinni partinn í dag en það gæti dregist fram á morgun eða hinn. Það gerist allavega í þessari viku. Ég á ekki von á því að það dragist fram yfir helgi. Það er búið að funda og það er bara verið að vinna í dómnum,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í morgun. Karlalið Fram sat eftir með sárt ennið í Lengjudeildinni.vísir/hag En hvað geta KR og Fram gert ef áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðar félögunum ekki í hag? „Áfrýjun til ÍSÍ er háð mjög þröngum skilyrðum. Í lögum ÍSÍ og reglum um áfrýjunardómstól ÍSÍ segir að þangað sé einungis hægt að áfrýja málum sem varða Ólympíusáttmálann. Ég veit ekki hvort það falli undir þessi tilfelli en það þyrfti allavega að rökstyðja það sérstaklega,“ svaraði Haukur. „En annars er það Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS. Yfirleitt er miðað við að áfrýjunarfresturinn til hans sé 21 dagur.“ Ákvörðun stjórnar KSÍ að flauta Íslandsmótið af kom illa við bæði KR og Fram. Karlalið KR átti möguleika á að komast í Evrópukeppni, bæði í gegnum Pepsi Max-deildina og Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni. Hvað Fram varðar endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Frammarar voru með jafn mörg stig og Leiknismenn en lakari markatölu. Breiðhyltingar fóru því upp í Pepsi Max-deildina ásamt Keflvíkingum sem unnu Lengjudeildina.
KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45 Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45
Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti